„Sjúklega stolt af þessum hóp“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. desember 2024 21:54 Perla Ruth Albertsdóttir var markahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Christina Pahnke - sampics/Getty Images Perla Ruth Albertsdóttir var valinn maður leiksins er Ísland landaði sínum fyrsta sigri í sögunni á lokamóti EM í kvöld. Ísland vann þriggja marka sigur, 27-24, og Perla var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með sex mörk, þar af þrjú úr vítum. Með sigrinum stilltu íslensku stelpurnar upp hreinum úrslitaleik við Þjóðverja um hvort liðið fer áfram í milliriðil. „Þessi tilfinning. Þetta er ólýsanlegt og við erum í skýjunum núna,“ sagði Perla í leikslok. Hún segir að öflug byrjun íslenska liðsins hafi lagt grunninn að sigrinum. „Klárlega. Við tókum ýmislegt með okkur úr Hollandsleiknum og ákváðum það að við ætluðum að vera „on“ í vörninni og keyra. Við erum ógeðslega góðar í því og sýndum það í fyrri hálfleik og lögðum þannig grunninn að þessum sigri.“ Íslensku stelpurnar fóru með öruggt sjö marka forskot inn í hálfleikshléið, en gáfu að einhverju leyti eftir í þeim seinni. Úkraínska liðið saxaði á forskotið, en Perla segist ekki vera með neina skýringu á því hvað varð til þess að íslenska liðið gaf eftir. „Ég veit það ekki alveg. Kannski er þetta bara eðlilegt, að hitt liðið kemur til leiks með svaka attitúd og karakter. Þær ætluðu bara að koma sér inn í leikinn og við kannski farnar að verja forskotið. Við lendum eiginlega bara á hælunum og við hættum að keyra. Við erum svolítið mikið að passa boltann. Hver bolti er mikilvægur og allt það, en þá erum við ekki að fá auðveldu mörkin okkar í keyrslunni. Þannig að þetta spilar allt saman. En þetta tókst.“ Hún viðurkennir það fúslega að stressið hafi náð henni á lokamínútum leiksins. „Já, ég var á bekknum síðasta korterið og það er miklu verra að vera á bekknum. Ég var að panikka, enda stóð maður upp og öskraði við hvert einasta atvik og peppaði liðið sem var inni á vellinum. Stress, ég viðurkenni það. Samt komust þær aldrei það nálægt okkur. En við erum virkilega glaðar. Þetta skipti okkur miklu máli. Það skiptir miklu máli að ná þessu.“ Klippa: Perla Ruth eftir sigurinn gegn Úkraínu Perla segir einnig að það hafi verið erfitt að eiga við stórt og stæðilegt lið Úkraínu. „Algjörlega. Þær eru risastórar og við vitum líka að þær eru með svo góðar skyttur sem geta skotið bara nánast á 17 metrum. Maður sér þetta ekkert í hvaða liði sem er. Þær eru mjög sterkar og mjög stórar og við vorum alltaf manni færri þegar þær fóru í sjö á sex þannig að við þurftum að vera á fullu allan tímann og við gerðum það. Það var geggjuð vinnusemi í liðinu og ég er sjúklega stolt af þessum hóp.“ Hún ítrekar einnig að það sé ómögulegt að lýsa tilfinningunni eftir leik. „Nei, eiginlega ekki. Gæsahúðin og bara syngja. Ég var búin að sjá fyrir mér þetta móment. Ég sagði við Andreu herbergisfélaga minn að við værum að fara að vinna og að við værum að fara að fagna og að við værum að fara að syngja með fólkinu okkar í stúkunni. Það er ógeðslega mikið af fólki hérna að styðja okkur. Og við heldur betur gerðum það. Þannig að þetta var geggjað.“ Sigur íslenska liðsins í kvöld var ekki bara sögulegur, heldur var hann einnig gríðarlega mikilvægur. Nú bíður íslenska liðsins hreinn úrslitaleikur gegn Þjóðverjum um sæti í milliriðli. „Við vildum fá þennan leik. Við ætlum klárlega að taka allt það jákvæða úr Hollandsleiknum, taka allt það jákvæða úr þessum og taka næsta skref áfram. Við ætlum að sýna allt sem við getum á þriðjudaginn á móti Þýskalandi. Þetta er úrslitaleikur þar sem við auðvitað ætlum okkur sigur,“ sagði Perla að lokum. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Ísland vann þriggja marka sigur, 27-24, og Perla var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með sex mörk, þar af þrjú úr vítum. Með sigrinum stilltu íslensku stelpurnar upp hreinum úrslitaleik við Þjóðverja um hvort liðið fer áfram í milliriðil. „Þessi tilfinning. Þetta er ólýsanlegt og við erum í skýjunum núna,“ sagði Perla í leikslok. Hún segir að öflug byrjun íslenska liðsins hafi lagt grunninn að sigrinum. „Klárlega. Við tókum ýmislegt með okkur úr Hollandsleiknum og ákváðum það að við ætluðum að vera „on“ í vörninni og keyra. Við erum ógeðslega góðar í því og sýndum það í fyrri hálfleik og lögðum þannig grunninn að þessum sigri.“ Íslensku stelpurnar fóru með öruggt sjö marka forskot inn í hálfleikshléið, en gáfu að einhverju leyti eftir í þeim seinni. Úkraínska liðið saxaði á forskotið, en Perla segist ekki vera með neina skýringu á því hvað varð til þess að íslenska liðið gaf eftir. „Ég veit það ekki alveg. Kannski er þetta bara eðlilegt, að hitt liðið kemur til leiks með svaka attitúd og karakter. Þær ætluðu bara að koma sér inn í leikinn og við kannski farnar að verja forskotið. Við lendum eiginlega bara á hælunum og við hættum að keyra. Við erum svolítið mikið að passa boltann. Hver bolti er mikilvægur og allt það, en þá erum við ekki að fá auðveldu mörkin okkar í keyrslunni. Þannig að þetta spilar allt saman. En þetta tókst.“ Hún viðurkennir það fúslega að stressið hafi náð henni á lokamínútum leiksins. „Já, ég var á bekknum síðasta korterið og það er miklu verra að vera á bekknum. Ég var að panikka, enda stóð maður upp og öskraði við hvert einasta atvik og peppaði liðið sem var inni á vellinum. Stress, ég viðurkenni það. Samt komust þær aldrei það nálægt okkur. En við erum virkilega glaðar. Þetta skipti okkur miklu máli. Það skiptir miklu máli að ná þessu.“ Klippa: Perla Ruth eftir sigurinn gegn Úkraínu Perla segir einnig að það hafi verið erfitt að eiga við stórt og stæðilegt lið Úkraínu. „Algjörlega. Þær eru risastórar og við vitum líka að þær eru með svo góðar skyttur sem geta skotið bara nánast á 17 metrum. Maður sér þetta ekkert í hvaða liði sem er. Þær eru mjög sterkar og mjög stórar og við vorum alltaf manni færri þegar þær fóru í sjö á sex þannig að við þurftum að vera á fullu allan tímann og við gerðum það. Það var geggjuð vinnusemi í liðinu og ég er sjúklega stolt af þessum hóp.“ Hún ítrekar einnig að það sé ómögulegt að lýsa tilfinningunni eftir leik. „Nei, eiginlega ekki. Gæsahúðin og bara syngja. Ég var búin að sjá fyrir mér þetta móment. Ég sagði við Andreu herbergisfélaga minn að við værum að fara að vinna og að við værum að fara að fagna og að við værum að fara að syngja með fólkinu okkar í stúkunni. Það er ógeðslega mikið af fólki hérna að styðja okkur. Og við heldur betur gerðum það. Þannig að þetta var geggjað.“ Sigur íslenska liðsins í kvöld var ekki bara sögulegur, heldur var hann einnig gríðarlega mikilvægur. Nú bíður íslenska liðsins hreinn úrslitaleikur gegn Þjóðverjum um sæti í milliriðli. „Við vildum fá þennan leik. Við ætlum klárlega að taka allt það jákvæða úr Hollandsleiknum, taka allt það jákvæða úr þessum og taka næsta skref áfram. Við ætlum að sýna allt sem við getum á þriðjudaginn á móti Þýskalandi. Þetta er úrslitaleikur þar sem við auðvitað ætlum okkur sigur,“ sagði Perla að lokum.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira