„Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2024 11:41 Fyrr á árinu fékk Kara afhent gögn og skýrslur sem ritaðar voru um málið á sínum tíma. Vísir/Vilhelm Kara Rós Kristinsdóttir var sex ára gömul þegar eldri strákur lokkaði hana og vinkonu hennar inn í bílakjallara og braut á þeim kynferðislega með grófum hætti. Sökum ungs aldurs piltsins hlaut hann ekki refsingu og Kara kveðst ekki vita til að hann hafi fengið nokkurs konar aðstoð eða meðferð. Hann hélt áfram að ganga í sama skóla og Kara þrátt fyrir að skólayfirvöld hafi verið látin vita af málinu. Fyrr á þessu ári var pilturinn, Theodór Páll Theodórsson sem nú er þrítugur, dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir fjölmörg kynferðisbrot. Þar sem fyrrnefnt brot gegn Köru og vinkonu hennar hafði átt sér stað nítján árum áður var ekki litið til þess við dómsuppkvaðningu. Sagðist ætla að sýna þeim kettlinga Kara ólst upp hjá foreldrum sínum í Grafarvoginum og er fjórða í röðinni af fimm systrum. Hún kemur úr sterki og samheldinni fjölskyldu. „Þegar ég var barn þá var ég alltaf rosalega lítil í mér. En á sama tíma var ég alltaf mjög almennileg og þæg og stillt. En eftir að þetta gerðist þá breyttist ég mikið. Þá byrjaði ég að finna fyrir svo mikilli hræðsla. Ég hafði aldrei verið þannig áður, ég var alltaf hrædd.“ Í maí árið 2004 átti Kara bestu vinkonu, tveimur árum yngri, sem bjó í næstu götu. Þær voru saman flestum stundum. Í sama hverfi, beint fyrir ofan blokkina hennar Köru, bjó 12 ára gamall piltur sem Kara vissi að héti Theodór og væri í sama bekk og eldri systir hennar. Einn daginn var Kara heima hjá vinkonu sinni og þær fóru út á leikvöll sem var fyrir utan húsið. Í lögregluskýrslu sem rituð var á sínum tíma kemur fram vitnisburður Köru, sem sagði að hún og vinkona hennar hefðu verið að leika sér þegar fyrrnefndur strákur, Theodór, kom til þeirra og sagðist vilja sýna þeim kettlingana sína og gefa þeim sleikjó. Minningar Köru frá þessum degi koma heim og saman við þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunum. „Við sögðum honum að mamma vinkonu minnar hefði sagt að við mættum ekki fara neitt frá leikvellinum. Hann sagði að þetta væri allt í lagi, þetta væri bara í bilskúrnum í blokkinni sem var líka á móti leikvellinum. Við föttuðum ekkert. Það eina sem við vildum sjá voru kettlingarnir. Kara minnist þess að þær vinkonurnar hafi því næst fylgt Theodóri, en ekki inn í bílskúr heldur niður í bílakjallara. Þegar þangað kom hafi hann sagt þeim að það mætti bara önnur þeirra koma inn í einu og sjá kettlingana. Hún hafi farið inn fyrst, á undan vinkonu sinni. Þar hafi Theodór brotið á þeim með grófum hætti. Það hafi síðan endað með því að vinkona hennar heyrði í mömmu sinni kalla. Hún hafði farið út að leita að þeim. Vinkona Köru fann móður sína og fór með hana til baka í bílakjallarann. „Þegar þær koma nær bílakjallaranum hljóp hann í burtu. Mamma vinkonu minnar sá hann koma þar upp og hlaupa beint heim til sín. Við hlupum báðar í fangið á henni, hágrátandi og hræddar. Þegar ég kom heim hljóp ég beint í fangið hennar mömmu og sagði við henni hvað hefði gerst.“ Kara segist hafa breyst mikið eftir atvikið í bílakjallaranum; hún upplifði stöðugan hræðslu og heimurinn var ekki lengur öruggur staður.Vísir/Vilhelm Sagður vera „bara barn“ Lögreglan rannsakaði málið og Kara og vinkona hennar fóru í viðtöl hjá Barnahúsi. Við skýrslutökur gat vinkona Köru ekki sagt hver pilturinn var en það gerði Kara, og nefndi hún nafn hans. Rannsókn málsins var hins vegar felld niður að nokkrum mánuðum liðnum. Að sögn Köru var móður hennar tjáð á sínum tíma að þar sem að gerandinn væri undir lögaldri og „bara barn“ eins og sagt var, þá væri ekki hægt að aðhafast frekar. Þá hafi móður hennar verið tjáð að pilturinn myndi fá „viðeigandi hjálp.“ Að sögn móður Köru fengust aldrei svör um það hvort gripið hefði verið til einhverskonar úrræða fyrir Theodór af hálfu skólans, barnaverndaryfirvalda eða annarra aðila. Kara segist draga stórlega í efa að nokkuð hafi verið gert. „Mamma talaði mörgum sinnum við skólastjórnina hjá Engjaskóla en það var ekkert gert, hann hélt áfram í skólanum. Hann var auðvitað sex árum eldri en ég og þess vegna var ég ekki að sjá hann á hverjum degi, en þetta var auðvitað bara sturlað. Mamma lét alla foreldra í skólanum vita af þessu. Mamma talaði við marga fagaðila, Miðgarð sem var þjónustumiðstöðinni og skólann. Mamma Theodórs vildi aldrei viðurkenna að þetta hafi verið hennar strákur. Hún og mamma höfðu verið vinkonur áður en þetta gerðist en það hætti alveg eftir þetta.“ Fékk viðurkenningu frá skólanum Að sögn Köru breyttist það dag einn, fyrsta skóladaginn hennar í átta ára bekk. Þá fór hún í tíma í heimilisfræði. „Þegar tíminn hófst þá byrjaði kennarinn á að kynna fyrir okkur aðstoðarkennarann sem væri að fara vera með okkur þar sem hann langaði að læra kokkinn og væri að fara aðstoða okkur ef okkur vantaði hjálp.“ Umræddur aðstoðarkennari var Theodór. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera þegar ég sá hann. Ég var hrædd og frosin, Þegar hann kom að mér labbaði ég í burtu og hann þorði ekki að aðstoða mig. Ég sagði ekkert og beið og beið eftir að tíminn væri búinn. Ég fór beint heim og sagði mömmu frá þessu.“ Að sögn Köru brást móðir hennar ókvæða við þegar hún frétti af nýjum aðstoðarkennara dóttur sinnar. „Hún skildi mig eftir hjá ömmu, sem bjó hjá okkur á þessum tíma, og rauk strax upp í skóla til að tala við skólastjórann. Hún sagði hreint út: „Þessi maður fær ekki að koma nálægt barninu mínu.“Og ég veit að hún reyndi hvað hún gat til að láta reka hann úr skólanum. En það var ekkert gert. Það var ekkert hlustað. Það eina sem var gert var að hann var ekki látinn kenna mínum bekk. Hann fékk að kenna öllum öðrum. Seinna fékk hann meira að segja viðurkenningu frá skólanum, fyrir að fyrir að vera duglegur og fyrir að hafa verið að kenna matreiðslu.“ Hún segist alla tíð hafa verið virkilega sár út í skólayfirvöld í Engjaskóla. „Ég á rosalega erfitt með að skilja af hverju það var ekki meira gert í málinu. Mín upplifun er sú að þessu hafi verið sópað undir teppið, eða þá að mömmu hafi ekki verið trúað, eða ekki tekið mark á henni.“ Að sögn Köru þurfti hún því að halda áfram að ganga í sama skóla og gerandi sinn. Hann útskrifaðist úr Engjaskóla nokkrum árum seinna. „Mamma barðist og barðist fyrir mig. Og öll fjölskyldan stóð rosalega þétt við bakið á mér. En það kom bara að því að það var ekkert meira hægt að gera. En mamma var algjör nagli og var alltaf að hvetja mig áfram, hvetja mig til að vera sterk og bera höfuðið hátt. Blendar tilfinningar Kara segir að síðan hafi árin liðið, hún fór í gegnum unglingsárin og komst á fullorðinsár og var allan tímann með áfallið á bakinu. „Ég lokaði svolítið á þetta allt, gróf þetta niður. En hann var samt fastur í hausnum á mér. Ég lenti oft í því að sjá hina og þessa menn úti á götu og hér og þar sem mér sýndist vera hann. Og ég hugsaði oft hvort ég ætti að gera eitthvað, ganga lengra með þetta mál eða reyna að fá svör.“ Á seinasta ári frétti Kara af því að Theodór hefði verið ákærður fyrir fjölmörg kynferðisbrot; nauðganir á tveimur 14 ára stúlkum, fyrir kynferðislega áreitni gegn barni og brot á áfengislögum, fyrir vændiskaup af lögráða konum og fyrir vörslu barnaníðsefnis. Í gæsluvarðhaldskröfu lögreglu frá sínum tíma kemur fram að brot Theódórs hafi verið sérstaklega gróf, ekki aðeins því þau sneru að grófri og ítrekaðri háttsemi í garð stúlknanna tveggja heldur beindust þau gegn börnum í mjög viðkvæmri stöðu. Í frétt DV um málið kom einnig fram að Theodór væri sakaður um fleiri kynferðisbrot en þau sem voru til umfjöllunar í réttarhöldunum við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann var meðal annars kærður fyrir brot gegn grunnskólanemanda í í skóla á Norðurlandi þar sem hann starfaði sem matreiðslumaður í mötuneyti skólans. Átti það atvik sér stað árið 2021 en tekið var fram í umræddri frétt DV að það mál væri enn til rannsóknar. Í samtali við DV sagði fyrrverandi samstarfskona Theodórs að hún teldi afar brýnt að bundinn yrði endi á brotaferil hans. „Þennan mann verður að stoppa. Þessi stelpa sem lenti í honum er búin að eiga rosalega erfitt eftir þetta. Ég hef heyrt sögur af honum sem ná allt aftur til þess tíma er hann var í grunnskóla. Þetta er hegðunarmynstur sem var aldrei leiðrétt né tekin nein ábyrgð á.“ „Það voru svo margar tilfinningar sem ég upplifði þegar ég las þessar fréttir,“ segir Kara. „Þetta kom mér að sjálfsögðu ekkert á óvart, af því að ég vissi að hann hefði ekkert breyst. En það var engu að síður sjokk að fá þessa staðfestingu. Ég var, og er, ofboðslega þakklát þolendunum í þessu máli, það var þessum stelpum að þakka að þetta var tekið alla leið. Þær voru sterkar og sögðu frá. En ég hugsaði líka stöðugt: „Hvað hefði ég gert eitthvað meira á sínum tíma? Hað ef ég hefði sagt frá honum fyrr og varað fleiri við honum?“ Það var rosalega erfitt að sjá myndirnar af honum sem birtust með fréttunum. Þegar ég sá þær þá kúgaðist ég og langaði að gubba. Og ég gat ekki lesið lýsingar á brotunum sem var sagt frá í þessum fréttum, ég las helminginn áður en ég þurfti að hætta. Það rifjaðist svo margt upp. En mér finnst engu að síður mjög gott að það hafi verið birtar þessar myndir af honum. Það þjónar algjörlega tilgangi,” segir Kara jafnframt en eftir að hún frétti af ákærunni á hendur Theodóri fór hún á snoðirnar og leitaðist eftir að fá afhend gögn tengd sínu máli, skýrslur úr Barnahúsi og annað sem ritað var á sínum tíma. Það gerði æskuvinkona hennar sömuleiðis. Í janúar á þessu ári var Theodór dæmdur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur.Í dómsgögnum er tekið fram að hann eigi hreinan sakaferil en „eigi sér að öðu leyti ekki málsbætur.“ Ekki er minnst á fyrrnefnt brot sem Kara og vinkona hennar urðu fyrir á sínum tíma. Kara upplifði blendar tilfinningar þegar hún fréttir af því að gerandi hennar hefði verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn öðrum stúlkum.Vísir/Vilhelm Engar afleiðingar Æskuvinkona Köru sagði einnig sína sögu í samtali við Vísi en óskaði að koma ekki fram undir nafni. „Ástæðan mín fyrir nafnleynd er einföld. Hann veit ekki hver ég er og ég vil ekki að hann viti það. En ég vil hinsvegar að allir viti hver hann er.“ Hún flutti út á land ásamt móður sinni ekki löngu eftir atvikið í bílakjallarnum og samband þeirra vinkvenna rofnaði í kjölfarið. Minningar hennar af atvikinu eru að hennar sögn óljósari en minningar Köru en engu að síður hefur það fylgt henni alla tíð. „Mér skilst á mömmu og pabba að ég hafi oft fengið „night terrors“ eftir þetta, þar sem ég öskraði úr mér líftóruna. Ég fékk ógeðslegar martraðir í mörg ár, og fæ þær ennþá af og til í dag.“ Hún segir að eftir að greint var frá ákærunni gegn Theodóri í fjölmiðlum hafi þær Kara sett sig í samband við hvor aðra. „Þegar heyrði af þessu, og las fréttirnar, þá fór ég ofan í einhverja mjög djúpa holu. Ég vildi finna allar upplýsingar sem voru til um okkar mál, og um þennan mann.“ Hún segist einnig hafa reynt að grennslast fyrir um það hvort að mál hennar og Köru gæti hugsanlega haft áhrif á dómsniðurstöðuna. „Mig langaði að vita hvort okkar mál myndi mögulega geta haft einhver áhrif á þetta nýja mál, hvort að það gæti einhvern veginn stutt við það. Við lentum í þessum á sínum tíma, hann braut á okkur og það var ekkert gert í því. En ég hugsaði með mér að kanski gæti okkar mál hugsanlega hjálpað núna, og leitt til þess að hann fengi þyngri dóm. Ég sendi óteljandi tölvupósta og hringdi hingað og þangað og allir voru að benda á alla. Ég fékk loksins samband við lögfræðing í gegnum Bjarkarhlíð, sem sagði mér að það eina sem ég gæti gert væri að leggja fram kæru, en sú kæra myndi aldrei fara neitt lengra, af því að það væri svo langur tími liðinn og þetta væri allt saman fyrnt. Hún sagði líka að þetta væri algjörlega aðskilið mál, af því að við vorum ung börn þegar hann braut á okkur. Af því að við vorum börn, og það var litið á hann sem barn, þá var greinilega litið á þetta sem bara einhverja forvitni eða óvitaskap í honum.“ Hún segist fagna dómsniðurstöðunni en sé allt annað en sátt við hvernig brotið gegn henni og Köru var meðhöndlað á sínum tíma. „Mér finnst ömurlegt að hann ekki fengið neina refsingu eða eftirfylgni. Það voru engar afleiðingar af þessu fyrir hann. Það er enginn sem getur sagt mér það að hann hafi brotið af sér í eitt skipti og svo hætt alveg eftir það.“ Vill hafa hátt Þann 31. október síðastliðinn greindi Vísir frá því að Landsréttur hefði staðfest fyrrnefndan dóm héraðsdóms yfir Theodóri. Í kjölfarið birti Kara opna færslu á facebook þar sem hún fagnaði niðurstöðunni. „Litla Kara hefur verið hrædd við að rekast á þennan viðbjóð. En eftir öll þessi ár getur hún loksins farið út úr húsi án þess að vera hrædd um það að sjá eða rekast á þetta ógeð. Ég vildi óska þess að ég hefði verið með þann þroska á sínum tíma og getað kært þetta rusl og stoppað hann frá því að beita aðra kynferðisofbeldi,“ ritaði Kara og bætti við á öðrum stað í færslunni: „Að það skuli virkilega vera komin sirka nítján ár síðan ég lenti í þessum viðbjóð og hann dæmdur loksins núna í sjö ára fangelsi eftir 1nítján ár, mörg tár og hræðslu. Þetta rusl má rotna þarna inni fyrir mér.“ Kara fékk að eigin sögn mikil viðbrögð við færslunni. Hún fékk meðal annars skilaboð frá ókunnugri stúlku sem sagðist einnig hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi sem barn, af hálfu sama geranda. „Mig hefur langað að segja mína sögu í mörg ár. En ég var alltaf svo hrædd um að mér yrði ekki trúað. Ég hugsaði með mér að fólk myndi kannski halda að af því ég var bara sex ára þegar þetta gerðist þá væru minningarnar af þessu kannski eitthvað brenglaðar. En þegar ég fékk skýrslurnar í hendurnar, og las viðtölin sem voru tekin við mig á sínum tíma þá kom þetta alveg heim og saman. Þess vegna fannst mér líka gott að fá þessi gögn. Ég fékk smá lokun á þetta mál.“ Kara vill opna sig um reynslu sína í von um að hjálpa öðrum.Vísir/Vilhelm Hún segir að eftir að greint hafi verið frá ákærunni, og síðar sakfellingunni, yfir Theodóri hafi það gefið henni kjark til að deila loksins sögu sinni. „Það kom bara eitthvað yfir mig. Ég fann að ég varð að segja eitthvað, koma þessu út. Ég vil hafa hátt, og ég vil hafa hátt um þennan mann. Af því að ég hræðist hann ekki, og ég vil vara aðra við honum. Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum. Þess vegna er ég að opna mig um þetta. En ég vil líka hjálpa öðrum þolendum kynferðisofbeldis. Ég vil sýna þeim að skömmin er ekki þeirra.“ Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Helgarviðtal Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Fyrr á þessu ári var pilturinn, Theodór Páll Theodórsson sem nú er þrítugur, dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir fjölmörg kynferðisbrot. Þar sem fyrrnefnt brot gegn Köru og vinkonu hennar hafði átt sér stað nítján árum áður var ekki litið til þess við dómsuppkvaðningu. Sagðist ætla að sýna þeim kettlinga Kara ólst upp hjá foreldrum sínum í Grafarvoginum og er fjórða í röðinni af fimm systrum. Hún kemur úr sterki og samheldinni fjölskyldu. „Þegar ég var barn þá var ég alltaf rosalega lítil í mér. En á sama tíma var ég alltaf mjög almennileg og þæg og stillt. En eftir að þetta gerðist þá breyttist ég mikið. Þá byrjaði ég að finna fyrir svo mikilli hræðsla. Ég hafði aldrei verið þannig áður, ég var alltaf hrædd.“ Í maí árið 2004 átti Kara bestu vinkonu, tveimur árum yngri, sem bjó í næstu götu. Þær voru saman flestum stundum. Í sama hverfi, beint fyrir ofan blokkina hennar Köru, bjó 12 ára gamall piltur sem Kara vissi að héti Theodór og væri í sama bekk og eldri systir hennar. Einn daginn var Kara heima hjá vinkonu sinni og þær fóru út á leikvöll sem var fyrir utan húsið. Í lögregluskýrslu sem rituð var á sínum tíma kemur fram vitnisburður Köru, sem sagði að hún og vinkona hennar hefðu verið að leika sér þegar fyrrnefndur strákur, Theodór, kom til þeirra og sagðist vilja sýna þeim kettlingana sína og gefa þeim sleikjó. Minningar Köru frá þessum degi koma heim og saman við þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunum. „Við sögðum honum að mamma vinkonu minnar hefði sagt að við mættum ekki fara neitt frá leikvellinum. Hann sagði að þetta væri allt í lagi, þetta væri bara í bilskúrnum í blokkinni sem var líka á móti leikvellinum. Við föttuðum ekkert. Það eina sem við vildum sjá voru kettlingarnir. Kara minnist þess að þær vinkonurnar hafi því næst fylgt Theodóri, en ekki inn í bílskúr heldur niður í bílakjallara. Þegar þangað kom hafi hann sagt þeim að það mætti bara önnur þeirra koma inn í einu og sjá kettlingana. Hún hafi farið inn fyrst, á undan vinkonu sinni. Þar hafi Theodór brotið á þeim með grófum hætti. Það hafi síðan endað með því að vinkona hennar heyrði í mömmu sinni kalla. Hún hafði farið út að leita að þeim. Vinkona Köru fann móður sína og fór með hana til baka í bílakjallarann. „Þegar þær koma nær bílakjallaranum hljóp hann í burtu. Mamma vinkonu minnar sá hann koma þar upp og hlaupa beint heim til sín. Við hlupum báðar í fangið á henni, hágrátandi og hræddar. Þegar ég kom heim hljóp ég beint í fangið hennar mömmu og sagði við henni hvað hefði gerst.“ Kara segist hafa breyst mikið eftir atvikið í bílakjallaranum; hún upplifði stöðugan hræðslu og heimurinn var ekki lengur öruggur staður.Vísir/Vilhelm Sagður vera „bara barn“ Lögreglan rannsakaði málið og Kara og vinkona hennar fóru í viðtöl hjá Barnahúsi. Við skýrslutökur gat vinkona Köru ekki sagt hver pilturinn var en það gerði Kara, og nefndi hún nafn hans. Rannsókn málsins var hins vegar felld niður að nokkrum mánuðum liðnum. Að sögn Köru var móður hennar tjáð á sínum tíma að þar sem að gerandinn væri undir lögaldri og „bara barn“ eins og sagt var, þá væri ekki hægt að aðhafast frekar. Þá hafi móður hennar verið tjáð að pilturinn myndi fá „viðeigandi hjálp.“ Að sögn móður Köru fengust aldrei svör um það hvort gripið hefði verið til einhverskonar úrræða fyrir Theodór af hálfu skólans, barnaverndaryfirvalda eða annarra aðila. Kara segist draga stórlega í efa að nokkuð hafi verið gert. „Mamma talaði mörgum sinnum við skólastjórnina hjá Engjaskóla en það var ekkert gert, hann hélt áfram í skólanum. Hann var auðvitað sex árum eldri en ég og þess vegna var ég ekki að sjá hann á hverjum degi, en þetta var auðvitað bara sturlað. Mamma lét alla foreldra í skólanum vita af þessu. Mamma talaði við marga fagaðila, Miðgarð sem var þjónustumiðstöðinni og skólann. Mamma Theodórs vildi aldrei viðurkenna að þetta hafi verið hennar strákur. Hún og mamma höfðu verið vinkonur áður en þetta gerðist en það hætti alveg eftir þetta.“ Fékk viðurkenningu frá skólanum Að sögn Köru breyttist það dag einn, fyrsta skóladaginn hennar í átta ára bekk. Þá fór hún í tíma í heimilisfræði. „Þegar tíminn hófst þá byrjaði kennarinn á að kynna fyrir okkur aðstoðarkennarann sem væri að fara vera með okkur þar sem hann langaði að læra kokkinn og væri að fara aðstoða okkur ef okkur vantaði hjálp.“ Umræddur aðstoðarkennari var Theodór. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera þegar ég sá hann. Ég var hrædd og frosin, Þegar hann kom að mér labbaði ég í burtu og hann þorði ekki að aðstoða mig. Ég sagði ekkert og beið og beið eftir að tíminn væri búinn. Ég fór beint heim og sagði mömmu frá þessu.“ Að sögn Köru brást móðir hennar ókvæða við þegar hún frétti af nýjum aðstoðarkennara dóttur sinnar. „Hún skildi mig eftir hjá ömmu, sem bjó hjá okkur á þessum tíma, og rauk strax upp í skóla til að tala við skólastjórann. Hún sagði hreint út: „Þessi maður fær ekki að koma nálægt barninu mínu.“Og ég veit að hún reyndi hvað hún gat til að láta reka hann úr skólanum. En það var ekkert gert. Það var ekkert hlustað. Það eina sem var gert var að hann var ekki látinn kenna mínum bekk. Hann fékk að kenna öllum öðrum. Seinna fékk hann meira að segja viðurkenningu frá skólanum, fyrir að fyrir að vera duglegur og fyrir að hafa verið að kenna matreiðslu.“ Hún segist alla tíð hafa verið virkilega sár út í skólayfirvöld í Engjaskóla. „Ég á rosalega erfitt með að skilja af hverju það var ekki meira gert í málinu. Mín upplifun er sú að þessu hafi verið sópað undir teppið, eða þá að mömmu hafi ekki verið trúað, eða ekki tekið mark á henni.“ Að sögn Köru þurfti hún því að halda áfram að ganga í sama skóla og gerandi sinn. Hann útskrifaðist úr Engjaskóla nokkrum árum seinna. „Mamma barðist og barðist fyrir mig. Og öll fjölskyldan stóð rosalega þétt við bakið á mér. En það kom bara að því að það var ekkert meira hægt að gera. En mamma var algjör nagli og var alltaf að hvetja mig áfram, hvetja mig til að vera sterk og bera höfuðið hátt. Blendar tilfinningar Kara segir að síðan hafi árin liðið, hún fór í gegnum unglingsárin og komst á fullorðinsár og var allan tímann með áfallið á bakinu. „Ég lokaði svolítið á þetta allt, gróf þetta niður. En hann var samt fastur í hausnum á mér. Ég lenti oft í því að sjá hina og þessa menn úti á götu og hér og þar sem mér sýndist vera hann. Og ég hugsaði oft hvort ég ætti að gera eitthvað, ganga lengra með þetta mál eða reyna að fá svör.“ Á seinasta ári frétti Kara af því að Theodór hefði verið ákærður fyrir fjölmörg kynferðisbrot; nauðganir á tveimur 14 ára stúlkum, fyrir kynferðislega áreitni gegn barni og brot á áfengislögum, fyrir vændiskaup af lögráða konum og fyrir vörslu barnaníðsefnis. Í gæsluvarðhaldskröfu lögreglu frá sínum tíma kemur fram að brot Theódórs hafi verið sérstaklega gróf, ekki aðeins því þau sneru að grófri og ítrekaðri háttsemi í garð stúlknanna tveggja heldur beindust þau gegn börnum í mjög viðkvæmri stöðu. Í frétt DV um málið kom einnig fram að Theodór væri sakaður um fleiri kynferðisbrot en þau sem voru til umfjöllunar í réttarhöldunum við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann var meðal annars kærður fyrir brot gegn grunnskólanemanda í í skóla á Norðurlandi þar sem hann starfaði sem matreiðslumaður í mötuneyti skólans. Átti það atvik sér stað árið 2021 en tekið var fram í umræddri frétt DV að það mál væri enn til rannsóknar. Í samtali við DV sagði fyrrverandi samstarfskona Theodórs að hún teldi afar brýnt að bundinn yrði endi á brotaferil hans. „Þennan mann verður að stoppa. Þessi stelpa sem lenti í honum er búin að eiga rosalega erfitt eftir þetta. Ég hef heyrt sögur af honum sem ná allt aftur til þess tíma er hann var í grunnskóla. Þetta er hegðunarmynstur sem var aldrei leiðrétt né tekin nein ábyrgð á.“ „Það voru svo margar tilfinningar sem ég upplifði þegar ég las þessar fréttir,“ segir Kara. „Þetta kom mér að sjálfsögðu ekkert á óvart, af því að ég vissi að hann hefði ekkert breyst. En það var engu að síður sjokk að fá þessa staðfestingu. Ég var, og er, ofboðslega þakklát þolendunum í þessu máli, það var þessum stelpum að þakka að þetta var tekið alla leið. Þær voru sterkar og sögðu frá. En ég hugsaði líka stöðugt: „Hvað hefði ég gert eitthvað meira á sínum tíma? Hað ef ég hefði sagt frá honum fyrr og varað fleiri við honum?“ Það var rosalega erfitt að sjá myndirnar af honum sem birtust með fréttunum. Þegar ég sá þær þá kúgaðist ég og langaði að gubba. Og ég gat ekki lesið lýsingar á brotunum sem var sagt frá í þessum fréttum, ég las helminginn áður en ég þurfti að hætta. Það rifjaðist svo margt upp. En mér finnst engu að síður mjög gott að það hafi verið birtar þessar myndir af honum. Það þjónar algjörlega tilgangi,” segir Kara jafnframt en eftir að hún frétti af ákærunni á hendur Theodóri fór hún á snoðirnar og leitaðist eftir að fá afhend gögn tengd sínu máli, skýrslur úr Barnahúsi og annað sem ritað var á sínum tíma. Það gerði æskuvinkona hennar sömuleiðis. Í janúar á þessu ári var Theodór dæmdur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur.Í dómsgögnum er tekið fram að hann eigi hreinan sakaferil en „eigi sér að öðu leyti ekki málsbætur.“ Ekki er minnst á fyrrnefnt brot sem Kara og vinkona hennar urðu fyrir á sínum tíma. Kara upplifði blendar tilfinningar þegar hún fréttir af því að gerandi hennar hefði verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn öðrum stúlkum.Vísir/Vilhelm Engar afleiðingar Æskuvinkona Köru sagði einnig sína sögu í samtali við Vísi en óskaði að koma ekki fram undir nafni. „Ástæðan mín fyrir nafnleynd er einföld. Hann veit ekki hver ég er og ég vil ekki að hann viti það. En ég vil hinsvegar að allir viti hver hann er.“ Hún flutti út á land ásamt móður sinni ekki löngu eftir atvikið í bílakjallarnum og samband þeirra vinkvenna rofnaði í kjölfarið. Minningar hennar af atvikinu eru að hennar sögn óljósari en minningar Köru en engu að síður hefur það fylgt henni alla tíð. „Mér skilst á mömmu og pabba að ég hafi oft fengið „night terrors“ eftir þetta, þar sem ég öskraði úr mér líftóruna. Ég fékk ógeðslegar martraðir í mörg ár, og fæ þær ennþá af og til í dag.“ Hún segir að eftir að greint var frá ákærunni gegn Theodóri í fjölmiðlum hafi þær Kara sett sig í samband við hvor aðra. „Þegar heyrði af þessu, og las fréttirnar, þá fór ég ofan í einhverja mjög djúpa holu. Ég vildi finna allar upplýsingar sem voru til um okkar mál, og um þennan mann.“ Hún segist einnig hafa reynt að grennslast fyrir um það hvort að mál hennar og Köru gæti hugsanlega haft áhrif á dómsniðurstöðuna. „Mig langaði að vita hvort okkar mál myndi mögulega geta haft einhver áhrif á þetta nýja mál, hvort að það gæti einhvern veginn stutt við það. Við lentum í þessum á sínum tíma, hann braut á okkur og það var ekkert gert í því. En ég hugsaði með mér að kanski gæti okkar mál hugsanlega hjálpað núna, og leitt til þess að hann fengi þyngri dóm. Ég sendi óteljandi tölvupósta og hringdi hingað og þangað og allir voru að benda á alla. Ég fékk loksins samband við lögfræðing í gegnum Bjarkarhlíð, sem sagði mér að það eina sem ég gæti gert væri að leggja fram kæru, en sú kæra myndi aldrei fara neitt lengra, af því að það væri svo langur tími liðinn og þetta væri allt saman fyrnt. Hún sagði líka að þetta væri algjörlega aðskilið mál, af því að við vorum ung börn þegar hann braut á okkur. Af því að við vorum börn, og það var litið á hann sem barn, þá var greinilega litið á þetta sem bara einhverja forvitni eða óvitaskap í honum.“ Hún segist fagna dómsniðurstöðunni en sé allt annað en sátt við hvernig brotið gegn henni og Köru var meðhöndlað á sínum tíma. „Mér finnst ömurlegt að hann ekki fengið neina refsingu eða eftirfylgni. Það voru engar afleiðingar af þessu fyrir hann. Það er enginn sem getur sagt mér það að hann hafi brotið af sér í eitt skipti og svo hætt alveg eftir það.“ Vill hafa hátt Þann 31. október síðastliðinn greindi Vísir frá því að Landsréttur hefði staðfest fyrrnefndan dóm héraðsdóms yfir Theodóri. Í kjölfarið birti Kara opna færslu á facebook þar sem hún fagnaði niðurstöðunni. „Litla Kara hefur verið hrædd við að rekast á þennan viðbjóð. En eftir öll þessi ár getur hún loksins farið út úr húsi án þess að vera hrædd um það að sjá eða rekast á þetta ógeð. Ég vildi óska þess að ég hefði verið með þann þroska á sínum tíma og getað kært þetta rusl og stoppað hann frá því að beita aðra kynferðisofbeldi,“ ritaði Kara og bætti við á öðrum stað í færslunni: „Að það skuli virkilega vera komin sirka nítján ár síðan ég lenti í þessum viðbjóð og hann dæmdur loksins núna í sjö ára fangelsi eftir 1nítján ár, mörg tár og hræðslu. Þetta rusl má rotna þarna inni fyrir mér.“ Kara fékk að eigin sögn mikil viðbrögð við færslunni. Hún fékk meðal annars skilaboð frá ókunnugri stúlku sem sagðist einnig hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi sem barn, af hálfu sama geranda. „Mig hefur langað að segja mína sögu í mörg ár. En ég var alltaf svo hrædd um að mér yrði ekki trúað. Ég hugsaði með mér að fólk myndi kannski halda að af því ég var bara sex ára þegar þetta gerðist þá væru minningarnar af þessu kannski eitthvað brenglaðar. En þegar ég fékk skýrslurnar í hendurnar, og las viðtölin sem voru tekin við mig á sínum tíma þá kom þetta alveg heim og saman. Þess vegna fannst mér líka gott að fá þessi gögn. Ég fékk smá lokun á þetta mál.“ Kara vill opna sig um reynslu sína í von um að hjálpa öðrum.Vísir/Vilhelm Hún segir að eftir að greint hafi verið frá ákærunni, og síðar sakfellingunni, yfir Theodóri hafi það gefið henni kjark til að deila loksins sögu sinni. „Það kom bara eitthvað yfir mig. Ég fann að ég varð að segja eitthvað, koma þessu út. Ég vil hafa hátt, og ég vil hafa hátt um þennan mann. Af því að ég hræðist hann ekki, og ég vil vara aðra við honum. Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum. Þess vegna er ég að opna mig um þetta. En ég vil líka hjálpa öðrum þolendum kynferðisofbeldis. Ég vil sýna þeim að skömmin er ekki þeirra.“
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Helgarviðtal Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira