Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2024 20:12 Ég hef verið svo heppin að kynnast Svandís Svavarsdóttur á síðustu árum sem matvælaráðherra og svo innviðaráðherra. Hún hefur nefnilega verið stórkostlega hlustandi og auðmjúkur ráðherra allan tímann, á sama tíma og hún er einhver mesti nagli og vinnuþjarkur sem ég hef kynnst. Svokallaður grjótharður femínisti. Hún hefur ítrekað boðið Ungum umhverfissinnum til fundar við sig til þess að hlusta, og var t.d. fyrsti (og eini af mér vitandi) alþingismaðurinn til að bjóða okkur upp á reglulega fundi við sig. Þar höfum við fengið að deila okkar áhyggjum, sjónarmiðum og framtíðarsýn, sem Svandís hefur sýnt mikinn skilning og virðingu, en sama skilning og virðingu hefur hún fyrir stjórnmálunum. Þannig hefur það verið stórkostlega valdeflandi og lærdómsríkt að fylgjast með henni breyta orðum í gjörðir og breyta hlutunum af alúð og vandvirkni - innan frá. Ég vil stjórnmálafólk sem raunverulega hlustar á fólkið í landinu. Gefur sér tíma fyrir samtöl í augnhæð og taka inn sjónarmið ólíkra hópa, en halda fast í kýrskýran áttavitann um hvert við þurfum að komast. Við þau ykkar sem hrópa að VG hafi "afhent XD umhverfisráðuneytið" vil ég benda á að umhverfismál (eiga og þurfa a.m.k. að) búa í öllum ráðuneytum. VG tóku við matvælaráðuneytinu, sem er eitthvert mikilvægasta umhverfisráðuneytið og gerðu stórkostlegar umbætur, t.d. hratt Svandís af stað verkefninu Auðlindin okkar, hvar ég sat í samráðsnefnd f.h. Ungra umhverfissinna. Þar voru samankomnir, í augnhæð, fjölmargt fólk með það markmið að endurhanna kvótakerfið - strangheiðarleg tilraun til akkúrat umbyltingarinnar sem þarf að eiga sér stað ef við ætlum okkur að eiga framtíð. Þá hratt hún af stað vinnu til að stöðva þær hörmungar sem við höfum séð gerast í sjókvíaeldismálum vegna hömluleysis fyrri ráðherra. Hún stöðvaði líka eftirminnilega hvalveiðar og já og hratt af stað stórkostlega mikilvægri og góðri vinnu um verndarsvæði í hafi - já í matvælaráðuneytinu, því þetta þarf að vinna þvert á ráðuneyti. Þegar í innviðaráðuneytið var komið hitti ég hana fyrir tilviljun á tónleikum, hvar ég heilsaði enda orðnar málkunnugar eftir þá fjölmörgu fundi sem ég vísaði til. Svandís gaf sér eins og ævinlega, tíma til þess að tala og tíma til þess að hlusta. Ég vissi afskaplega lítið um innviðaráðuneytið á þessum tíma, en af örstuttu samtali okkar í kvöld rann það upp fyrir mér að innviðaráðuneytið er ekki síður mikilvægt umhverfisráðuneyti. Þar undir heyra t.d. samgöngumál, byggðamál og haf- og strandsvæðaskipulagið eins og það leggur sig. Þarna rak ég upp stór augu, enda sjálf í miðjum klíðum við að hanna meistaraverkefni um verndarsvæði í hafi. Málaflokk sem fellur milli ráðuneyta, sem kemur öllum við og vill þá einhvern veginn stundum verða útundan og allir benda hver á annan. En þarna var Svandís komin í innviðaráðuneytið, og vissi að hún ætti ekki langan tíma eftir þar. Hún horfði á mig með sínum jákvæða og bjarta eldmóði, “Perla veistu við verðum bara að láta þetta gerast”, og vísaði þar í að ráðast í vinnu við hafskipulag, sem ríkið á lögum samkvæmt að útfæra og uppfæra á fimm ára fresti en hefur aldrei verið lagt í. “Veistu já ég finn mér alltaf eitthvað að gera, þetta snýst bara um að skilja hvar við getum haft áhrif og breytt til góðs, og það er alltaf eitthvað”. Já svona er Svandís - hún skilur að umhverfismálin eru alltumlykjandi, og að þarf eldhuga í hvert einasta ráðuneyti. Að rödd náttúruverndar má aldrei dvína. Hún má aldrei sofna á verðinum og hún má síst af öllu vera þurrkuð út. Það hefur mér hingað til verið hjartans mál að vera óflokksbundin, og geta þannig nýtt eigin rödd í þágu náttúrunnar þvert á flokka. En þegar ég sá kannanir í síðasta mánuði þá stóð mér hreinlega ekki á sama, því það væri: STÓRKOSTLEG TÍMASKEKKJA, EF EINI OPINBERI NÁTTÚRUVERNDARFLOKKUR LANDSINS, DYTTI AF ÞINGI, ÁRIÐ 2024, því án náttúrunnar ~ erum við ekkert, svo einfalt er það. Þess vegna skipa ég stolt 4.sæti á lista Vinsrihreyfingarinnar - græns framboðs í Alþingiskosningum 2024. Það gefur augaleið að ég er þar með ekki að sækjast eftir þingsæti sjálf en það vona ég svo SANNARLEGA að þau Svandís og Finnur Ricart fái og eldhugarnir sem skipa efstu sæti hreyfingarinnar í öllum kjördæmum. Þau eru harð harð harðduglegt fólk og ég treysti engum betur til að fylgja eftir stórgóðri nýuppfærðri umhverfisstefnu VG en akkúrat þeim. Hvet ykkur til að kynna ykkur stefnuna hér: https://vg.is/stefna/ og hvet landsmenn ALLA ennfremur til að kynna sér Sól Ungra umhverfissinna hafi þeir í hyggju að kjósa fyrir framtíðina: www.solin2024.is Höfundur er sjálfbærniarkitekt og sjómaður, og skipar 4.sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið svo heppin að kynnast Svandís Svavarsdóttur á síðustu árum sem matvælaráðherra og svo innviðaráðherra. Hún hefur nefnilega verið stórkostlega hlustandi og auðmjúkur ráðherra allan tímann, á sama tíma og hún er einhver mesti nagli og vinnuþjarkur sem ég hef kynnst. Svokallaður grjótharður femínisti. Hún hefur ítrekað boðið Ungum umhverfissinnum til fundar við sig til þess að hlusta, og var t.d. fyrsti (og eini af mér vitandi) alþingismaðurinn til að bjóða okkur upp á reglulega fundi við sig. Þar höfum við fengið að deila okkar áhyggjum, sjónarmiðum og framtíðarsýn, sem Svandís hefur sýnt mikinn skilning og virðingu, en sama skilning og virðingu hefur hún fyrir stjórnmálunum. Þannig hefur það verið stórkostlega valdeflandi og lærdómsríkt að fylgjast með henni breyta orðum í gjörðir og breyta hlutunum af alúð og vandvirkni - innan frá. Ég vil stjórnmálafólk sem raunverulega hlustar á fólkið í landinu. Gefur sér tíma fyrir samtöl í augnhæð og taka inn sjónarmið ólíkra hópa, en halda fast í kýrskýran áttavitann um hvert við þurfum að komast. Við þau ykkar sem hrópa að VG hafi "afhent XD umhverfisráðuneytið" vil ég benda á að umhverfismál (eiga og þurfa a.m.k. að) búa í öllum ráðuneytum. VG tóku við matvælaráðuneytinu, sem er eitthvert mikilvægasta umhverfisráðuneytið og gerðu stórkostlegar umbætur, t.d. hratt Svandís af stað verkefninu Auðlindin okkar, hvar ég sat í samráðsnefnd f.h. Ungra umhverfissinna. Þar voru samankomnir, í augnhæð, fjölmargt fólk með það markmið að endurhanna kvótakerfið - strangheiðarleg tilraun til akkúrat umbyltingarinnar sem þarf að eiga sér stað ef við ætlum okkur að eiga framtíð. Þá hratt hún af stað vinnu til að stöðva þær hörmungar sem við höfum séð gerast í sjókvíaeldismálum vegna hömluleysis fyrri ráðherra. Hún stöðvaði líka eftirminnilega hvalveiðar og já og hratt af stað stórkostlega mikilvægri og góðri vinnu um verndarsvæði í hafi - já í matvælaráðuneytinu, því þetta þarf að vinna þvert á ráðuneyti. Þegar í innviðaráðuneytið var komið hitti ég hana fyrir tilviljun á tónleikum, hvar ég heilsaði enda orðnar málkunnugar eftir þá fjölmörgu fundi sem ég vísaði til. Svandís gaf sér eins og ævinlega, tíma til þess að tala og tíma til þess að hlusta. Ég vissi afskaplega lítið um innviðaráðuneytið á þessum tíma, en af örstuttu samtali okkar í kvöld rann það upp fyrir mér að innviðaráðuneytið er ekki síður mikilvægt umhverfisráðuneyti. Þar undir heyra t.d. samgöngumál, byggðamál og haf- og strandsvæðaskipulagið eins og það leggur sig. Þarna rak ég upp stór augu, enda sjálf í miðjum klíðum við að hanna meistaraverkefni um verndarsvæði í hafi. Málaflokk sem fellur milli ráðuneyta, sem kemur öllum við og vill þá einhvern veginn stundum verða útundan og allir benda hver á annan. En þarna var Svandís komin í innviðaráðuneytið, og vissi að hún ætti ekki langan tíma eftir þar. Hún horfði á mig með sínum jákvæða og bjarta eldmóði, “Perla veistu við verðum bara að láta þetta gerast”, og vísaði þar í að ráðast í vinnu við hafskipulag, sem ríkið á lögum samkvæmt að útfæra og uppfæra á fimm ára fresti en hefur aldrei verið lagt í. “Veistu já ég finn mér alltaf eitthvað að gera, þetta snýst bara um að skilja hvar við getum haft áhrif og breytt til góðs, og það er alltaf eitthvað”. Já svona er Svandís - hún skilur að umhverfismálin eru alltumlykjandi, og að þarf eldhuga í hvert einasta ráðuneyti. Að rödd náttúruverndar má aldrei dvína. Hún má aldrei sofna á verðinum og hún má síst af öllu vera þurrkuð út. Það hefur mér hingað til verið hjartans mál að vera óflokksbundin, og geta þannig nýtt eigin rödd í þágu náttúrunnar þvert á flokka. En þegar ég sá kannanir í síðasta mánuði þá stóð mér hreinlega ekki á sama, því það væri: STÓRKOSTLEG TÍMASKEKKJA, EF EINI OPINBERI NÁTTÚRUVERNDARFLOKKUR LANDSINS, DYTTI AF ÞINGI, ÁRIÐ 2024, því án náttúrunnar ~ erum við ekkert, svo einfalt er það. Þess vegna skipa ég stolt 4.sæti á lista Vinsrihreyfingarinnar - græns framboðs í Alþingiskosningum 2024. Það gefur augaleið að ég er þar með ekki að sækjast eftir þingsæti sjálf en það vona ég svo SANNARLEGA að þau Svandís og Finnur Ricart fái og eldhugarnir sem skipa efstu sæti hreyfingarinnar í öllum kjördæmum. Þau eru harð harð harðduglegt fólk og ég treysti engum betur til að fylgja eftir stórgóðri nýuppfærðri umhverfisstefnu VG en akkúrat þeim. Hvet ykkur til að kynna ykkur stefnuna hér: https://vg.is/stefna/ og hvet landsmenn ALLA ennfremur til að kynna sér Sól Ungra umhverfissinna hafi þeir í hyggju að kjósa fyrir framtíðina: www.solin2024.is Höfundur er sjálfbærniarkitekt og sjómaður, og skipar 4.sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi Suður.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun