Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 19:42 Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran leik í kvöld og var valin maður leiksins. Getty/Christina Pahnke „Þetta er súrsætt. Súrt að við náðum ekki að fá stig út úr þessu því við vorum alveg á sama stigi og þær, en við erum glöð að vera á þeim stað sem við sýndum í dag,“ segir Elín Jóna Þorsteinsdóttir. Hún var mögnuð í marki Íslands í dag gegn Hollandi, á EM í handbolta. Elín var valin maður leiksins í leikslok. Er það einhver sárabót? „Já, en mér finnst bara að þegar ég stend mig vel þá er það oftast vegna þess að vörnin stendur sig vel. Mér finnst þetta vera liðsviðurkenning,“ segir Elín. Klippa: Elín Jóna sýnir tungumálakunnáttuna Ísland byrjaði leikinn af krafti gegn hollensku liði sem býr yfir gríðarlegum hraða og er gjarnt á að refsa fyrir hvers kyns mistök. „Mér fannst þær koma með rosalega mikið „power“, Hollendingarnir, og það tók smátíma fyrir mann að stilla sig inn á að þetta væri það sem við þyrftum að mæta. En þegar við vorum komin þangað þá fannst mér við rosalega flottar. Gott flæði. En á sama tíma náðu þær aðeins að hlaupa okkur niður á síðustu mínútunum. En ég er rosalega stolt af stelpunum að við séum þar sem við erum í dag,“ segir Elín Jóna. Hvað réði úrslitum? „Þær voru mögulega með aðeins meira á tankinum á síðustu mínútunum. Þá komu þessir leikmenn sem voru kannski ekki búnar að gera mikið, og kláruðu þetta. Eins og til dæmis númer 48, Diana Housheer. Hún tók einhver þrjú mörk í röð þegar þær þurftu á því að halda. Í því felst munurinn,“ segir Elín Jóna. En það hlýtur að senda ákveðin skilaboð að standa í einu besta liði heims? „Ég er ótrúlega stolt. Við erum algjörlega þar sem við viljum vera. Við erum að taka skref fram á við og því verðum við að halda áfram,“ segir Elín. Elín hafði farið í einhver fimm viðtöl þegar kom að undirrituðum að ræða við hana og átti þá enn eitt eftir í viðbót. Allir erlendu miðlarnir vildu taka hana tali eftir leik og þar kom tungumálakunnáttan sér vel. „Það er bara gaman. Þá get ég talað öll tungumálin sem ég kann. Enskan, danskan og íslenskan,“ segir Elín Jóna. Viðtalið má sjá að ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf leik á Evópumótinu með 27-25 tapi gegn Hollandi. Ísland komst yfir í upphafi leiks og hélt lengi í hollenska liðið en missti dampinn undir lokin. Sigur Hollands hefði orðið töluvert stærri ef ekki væri fyrir markmanninn Elínu Jónu, sem var valin maður leiksins. 29. nóvember 2024 18:31 „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. 29. nóvember 2024 19:09 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Elín var valin maður leiksins í leikslok. Er það einhver sárabót? „Já, en mér finnst bara að þegar ég stend mig vel þá er það oftast vegna þess að vörnin stendur sig vel. Mér finnst þetta vera liðsviðurkenning,“ segir Elín. Klippa: Elín Jóna sýnir tungumálakunnáttuna Ísland byrjaði leikinn af krafti gegn hollensku liði sem býr yfir gríðarlegum hraða og er gjarnt á að refsa fyrir hvers kyns mistök. „Mér fannst þær koma með rosalega mikið „power“, Hollendingarnir, og það tók smátíma fyrir mann að stilla sig inn á að þetta væri það sem við þyrftum að mæta. En þegar við vorum komin þangað þá fannst mér við rosalega flottar. Gott flæði. En á sama tíma náðu þær aðeins að hlaupa okkur niður á síðustu mínútunum. En ég er rosalega stolt af stelpunum að við séum þar sem við erum í dag,“ segir Elín Jóna. Hvað réði úrslitum? „Þær voru mögulega með aðeins meira á tankinum á síðustu mínútunum. Þá komu þessir leikmenn sem voru kannski ekki búnar að gera mikið, og kláruðu þetta. Eins og til dæmis númer 48, Diana Housheer. Hún tók einhver þrjú mörk í röð þegar þær þurftu á því að halda. Í því felst munurinn,“ segir Elín Jóna. En það hlýtur að senda ákveðin skilaboð að standa í einu besta liði heims? „Ég er ótrúlega stolt. Við erum algjörlega þar sem við viljum vera. Við erum að taka skref fram á við og því verðum við að halda áfram,“ segir Elín. Elín hafði farið í einhver fimm viðtöl þegar kom að undirrituðum að ræða við hana og átti þá enn eitt eftir í viðbót. Allir erlendu miðlarnir vildu taka hana tali eftir leik og þar kom tungumálakunnáttan sér vel. „Það er bara gaman. Þá get ég talað öll tungumálin sem ég kann. Enskan, danskan og íslenskan,“ segir Elín Jóna. Viðtalið má sjá að ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf leik á Evópumótinu með 27-25 tapi gegn Hollandi. Ísland komst yfir í upphafi leiks og hélt lengi í hollenska liðið en missti dampinn undir lokin. Sigur Hollands hefði orðið töluvert stærri ef ekki væri fyrir markmanninn Elínu Jónu, sem var valin maður leiksins. 29. nóvember 2024 18:31 „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. 29. nóvember 2024 19:09 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf leik á Evópumótinu með 27-25 tapi gegn Hollandi. Ísland komst yfir í upphafi leiks og hélt lengi í hollenska liðið en missti dampinn undir lokin. Sigur Hollands hefði orðið töluvert stærri ef ekki væri fyrir markmanninn Elínu Jónu, sem var valin maður leiksins. 29. nóvember 2024 18:31
„Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. 29. nóvember 2024 19:09