Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 29. nóvember 2024 10:51 Það hefur lítið farið fyrir umræðu um umhverfismál og loftslagsvandann í kosningabaráttunni sem nú er að ljúka. Með einni skýrri undantekningu virðast þeir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram til þings ætla að leiða málið hjá sér. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, hefur spurt hvort réttlætanlegt sé að núlifandi kynslóðir gangi svo freklega á takmarkaðar auðlindir jarðar að æ minna verði til skiptanna fyrir þær kynslóðir sem á eftir koma. Undir spurninguna tekur formaður Ungra umhverfissinna, Finnur Ricart Andrason, og býður sig fram til þings fyrir hönd yngstu kynslóðarinnar. Ég kannast vel við málflutning þessa unga manns, því til hans hefur heyrst í ljósvakamiðlum á undangengnum árum, þegar náttúruvá, hlýnun jarðar og loftslagsvandinn hafa verið til umræðu. Hann er sérfræðingur á sviðinu og gerir framúrskarandi vel grein fyrir því hversu mikilsverð umhverfismálin eru af því „róttækar og skjótar loftslagsaðgerðir og alvöru náttúruvernd eru líka heilbrigðismál, jafnréttismál, byggðamál, dýravelferðarmál, mannréttindamál, samgöngumál og efnahags- og velferðarmál.“ Með öðrum orðum: Gott samfélag manna byggist á því að jafnvægi náttúrunnar raskist ekki svo stórlega að maðurinn missi tökin á umhverfi sínu. Álit Loftslagsráðs Á dögunum birti Loftslagsráð álit sitt á endurskoðaðri Aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Álitið hljómar sem neyðaróp. Í inngangi segir: „ Það stefnir í að árið 2024 verði heitasta ár frá upphafi mælinga. Sú röskun á loftslagi af mannavöldum sem þessu veldur hefur þegar aukið tíðni og umfang hamfara um heim allan með umtalsverðu eigna- og manntjóni. Hætturnar stigmagnast, áhrifin verða sífellt áþreifanlegri, fórnarlömbum fjölgar og vandinn verður erfiðari viðureignar með hverju árinu sem líður.“ Skemmst er að minnast flóðanna í kringum Valencia á Spáni, þar sem á þriðja hundrað manns týndi lífi og gríðarleg eyðilegging blasti við. Í Noregi hafa ár og fljót ítrekað flætt yfir bakka sín og valdið miklum usla. Strandbyggðir og eyjar víða um heim eru að sökkva í sæ vegna hækkandi sjávarmáls. Skógareldar æða yfir æ stærri landsvæði og ógna búsvæðum dýra og manna. Freðmýrar þiðna og losa háskalegar gróðurhúsaloftegundir. Hér á landi hafa ofsarigningar valdið aurskriðum úr fjöllum á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum og stórskaðað blómleg byggðarlög, mannvirki og mikilvæga innviði. Þetta blasir við öllum sem ekki snúa sér undan. Loftslagsráð telur upp alvarlegustu gallana á Aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda hve hún sé ómarkviss og vanfjármögnuð, henni sé ekki skipt í áfanga og aðeins lítill hluti þeirra fjölmörgu hugmynda sem eru í áætluninni hafa verið metinn með tilliti til loftslagsávinnings, kostnaðar og ábata. En því fyrr sem brugðist er við því meiri verður ábatinn. Hófstilling í ágangi á auðlindir tryggir fleirum gott eða bærilegt líf. Enginn Svartur fössari Loftslagsvandinn mun ekki hverfa þótt flestar stjórnmálahreyfingar og stór hluti kjósenda virðist ætla að leiða hann hjá sér í þessum kosningum. Hitinn verður óbærilegur mönnum á stækkandi svæðum jarðkringlunnar, þótt við hér á Íslandi gætum lent í kuldapolli, vegna breytinga á hafstraumum í sjónum umhverfis okkur. Veðrakerfin eru samtengd um alla jörð og það gildir enginn Svartur fössari og 70 % afsláttur á Íslandi frekar en annars staðar. Við erum ekki stikkfrí! Látum rödd ungra umhverfissina ná inn á alþingi. Tryggjum að Finnur Ricard Andrason ná kjöri fyrir VG. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það hefur lítið farið fyrir umræðu um umhverfismál og loftslagsvandann í kosningabaráttunni sem nú er að ljúka. Með einni skýrri undantekningu virðast þeir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram til þings ætla að leiða málið hjá sér. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, hefur spurt hvort réttlætanlegt sé að núlifandi kynslóðir gangi svo freklega á takmarkaðar auðlindir jarðar að æ minna verði til skiptanna fyrir þær kynslóðir sem á eftir koma. Undir spurninguna tekur formaður Ungra umhverfissinna, Finnur Ricart Andrason, og býður sig fram til þings fyrir hönd yngstu kynslóðarinnar. Ég kannast vel við málflutning þessa unga manns, því til hans hefur heyrst í ljósvakamiðlum á undangengnum árum, þegar náttúruvá, hlýnun jarðar og loftslagsvandinn hafa verið til umræðu. Hann er sérfræðingur á sviðinu og gerir framúrskarandi vel grein fyrir því hversu mikilsverð umhverfismálin eru af því „róttækar og skjótar loftslagsaðgerðir og alvöru náttúruvernd eru líka heilbrigðismál, jafnréttismál, byggðamál, dýravelferðarmál, mannréttindamál, samgöngumál og efnahags- og velferðarmál.“ Með öðrum orðum: Gott samfélag manna byggist á því að jafnvægi náttúrunnar raskist ekki svo stórlega að maðurinn missi tökin á umhverfi sínu. Álit Loftslagsráðs Á dögunum birti Loftslagsráð álit sitt á endurskoðaðri Aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Álitið hljómar sem neyðaróp. Í inngangi segir: „ Það stefnir í að árið 2024 verði heitasta ár frá upphafi mælinga. Sú röskun á loftslagi af mannavöldum sem þessu veldur hefur þegar aukið tíðni og umfang hamfara um heim allan með umtalsverðu eigna- og manntjóni. Hætturnar stigmagnast, áhrifin verða sífellt áþreifanlegri, fórnarlömbum fjölgar og vandinn verður erfiðari viðureignar með hverju árinu sem líður.“ Skemmst er að minnast flóðanna í kringum Valencia á Spáni, þar sem á þriðja hundrað manns týndi lífi og gríðarleg eyðilegging blasti við. Í Noregi hafa ár og fljót ítrekað flætt yfir bakka sín og valdið miklum usla. Strandbyggðir og eyjar víða um heim eru að sökkva í sæ vegna hækkandi sjávarmáls. Skógareldar æða yfir æ stærri landsvæði og ógna búsvæðum dýra og manna. Freðmýrar þiðna og losa háskalegar gróðurhúsaloftegundir. Hér á landi hafa ofsarigningar valdið aurskriðum úr fjöllum á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum og stórskaðað blómleg byggðarlög, mannvirki og mikilvæga innviði. Þetta blasir við öllum sem ekki snúa sér undan. Loftslagsráð telur upp alvarlegustu gallana á Aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda hve hún sé ómarkviss og vanfjármögnuð, henni sé ekki skipt í áfanga og aðeins lítill hluti þeirra fjölmörgu hugmynda sem eru í áætluninni hafa verið metinn með tilliti til loftslagsávinnings, kostnaðar og ábata. En því fyrr sem brugðist er við því meiri verður ábatinn. Hófstilling í ágangi á auðlindir tryggir fleirum gott eða bærilegt líf. Enginn Svartur fössari Loftslagsvandinn mun ekki hverfa þótt flestar stjórnmálahreyfingar og stór hluti kjósenda virðist ætla að leiða hann hjá sér í þessum kosningum. Hitinn verður óbærilegur mönnum á stækkandi svæðum jarðkringlunnar, þótt við hér á Íslandi gætum lent í kuldapolli, vegna breytinga á hafstraumum í sjónum umhverfis okkur. Veðrakerfin eru samtengd um alla jörð og það gildir enginn Svartur fössari og 70 % afsláttur á Íslandi frekar en annars staðar. Við erum ekki stikkfrí! Látum rödd ungra umhverfissina ná inn á alþingi. Tryggjum að Finnur Ricard Andrason ná kjöri fyrir VG. Höfundur er rithöfundur.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun