Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2024 08:51 Verðbólgan hefur verið á stöðugri niðurleið undanfarna mánuði og var þannig 4,8% í nóvember miðað við 10,2% þegar hún var mest hér á landi. Sem þó var minna en hún fór mest í á evrusvæðinu á sínum tíma sem var 10,6%. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að verðbólgan haldi áfram að lækka næstu mánuðina og verði komin niður í 4% í febrúar, 1,5 prósentustigi yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Með öðrum orðum fer verðbólgan jafn og þétt minnkandi óháð þingkosningunum á morgun og vextir munu halda áfram að lækka í kjölfarið. Fyrir vikið er athyglisvert að helzta kosningaloforð Viðreisnar og Samfylkingarinnar sé að lækka verðbólguna. Til að mynda hefur Viðreisn auglýst grimmt undir slagorðinu: Lækkum þessa verðbólgu. Það er vitanlega ekki sérlega erfitt að lofa einhverju sem er þegar að eiga sér stað. Kaus að sverja af sér Dag B. Eggertsson Hitt er svo annað mál að Viðreisn og Samfylkingin hefðu fyrir margt löngu getað gripið til aðgerða til þess draga verulega úr verðbólgunni. Flokkarnir hafa þannig báðir verið við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg frá því fyrir núverandi verðbólgutímabil en helzta ástæða verðbólgunnar hefur verið hækkandi húsnæðiskostnaður. Einkum vegna mikils skorts á íbúðarhúsnæði og lóða undir það. Þá aðallega í höfuðborginni. Viðreisn og Samfylkingin hafa þannig borið verulega ábyrgð á verðbólgunni. Viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í Spursmálum á mbl.is voru þau að hún hefði ekki verið í borgarstjórn Reykjavíkur og sverja af sér Dag B. Eggertsson, oddvita flokksins í borginni og nú frambjóðanda hans til Alþingis, á meðan Viðreisnarmenn hafa sagt flokkinn engu hafa ráðið vegna fámennis í borgarstjórn. Verðbólga í boði Evrópusambandsins Framan af átti innflutt verðbólga, aðallega frá ríkjum Evrópusambandsins, enn fremur stóran þátt í verðbólgunni í krafti hærra verðlags á innfluttum vörum þaðan. Verðbólgan á evrusvæðinu, sem fór fyrr upp en hér á landi og fyrir vikið fyrr niður, var meiri en hér þegar hún var mest og var einkum afleiðing glórulausra ákvarðana evrópskra stjórnmálamanna sem gerði mörg ríki sambandsins háð rússneskri orku. Flokkarnir tveir eru sem kunnugt er samkvæmt stefnu sinni hlynntir inngöngu Íslands í Evrópusambandið þó þeir hafi báðir forðast að minnast á málið í kosningabaráttunni. Það er engin tilviljun að fylgi Samfylkingarinnar fór að aukast samhliða því sem flokkurinn setti sambandið á ís fyrir tveimur árum og fylgi Viðreisnar eftir að forystumenn flokksins hættu nánast að tala um málið fyrir nokkrum vikum síðan. Staðan getur sannarlega versnað Viðreisn og Samfylkingin hafa að sama skapi sagst ætla að taka á ríkisfjármálunum. Við vitum hins vegar hvernig til hefur tekizt hjá þeim í Reykjavík. Afsökunin er líklega sú sama þar. Kristrún sverji af sér Dag og Viðreisn segist engu hafa ráðið í meirihlutanum í borgarstjórn. Telja verður afar ólíklegt að kjósendur vilji að haldið verði á ríkisfjármálunum eins og fjármálum borgarinnar sem hefur nær verið sett á hausinn. Hvaða líkur geta hins vegar talizt á því að Viðreisn og Samfylkingin muni halda öðruvísi á málum í ríkisstjórn en flokkarnir hafa gert í Reykjavík? Hvers vegna hefur staðan í borginni gert lítið annað en að versna ef þessum flokkum er treystandi fyrir ríkisfjármálunum? Við höfum vítið í Reykjavík til þess að varast. Margir eru skiljanlega ósattir við ýmislegt í ríkisrekstrinum til þessa. En staðan getur sannarlega versnað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Verðbólgan hefur verið á stöðugri niðurleið undanfarna mánuði og var þannig 4,8% í nóvember miðað við 10,2% þegar hún var mest hér á landi. Sem þó var minna en hún fór mest í á evrusvæðinu á sínum tíma sem var 10,6%. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að verðbólgan haldi áfram að lækka næstu mánuðina og verði komin niður í 4% í febrúar, 1,5 prósentustigi yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Með öðrum orðum fer verðbólgan jafn og þétt minnkandi óháð þingkosningunum á morgun og vextir munu halda áfram að lækka í kjölfarið. Fyrir vikið er athyglisvert að helzta kosningaloforð Viðreisnar og Samfylkingarinnar sé að lækka verðbólguna. Til að mynda hefur Viðreisn auglýst grimmt undir slagorðinu: Lækkum þessa verðbólgu. Það er vitanlega ekki sérlega erfitt að lofa einhverju sem er þegar að eiga sér stað. Kaus að sverja af sér Dag B. Eggertsson Hitt er svo annað mál að Viðreisn og Samfylkingin hefðu fyrir margt löngu getað gripið til aðgerða til þess draga verulega úr verðbólgunni. Flokkarnir hafa þannig báðir verið við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg frá því fyrir núverandi verðbólgutímabil en helzta ástæða verðbólgunnar hefur verið hækkandi húsnæðiskostnaður. Einkum vegna mikils skorts á íbúðarhúsnæði og lóða undir það. Þá aðallega í höfuðborginni. Viðreisn og Samfylkingin hafa þannig borið verulega ábyrgð á verðbólgunni. Viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í Spursmálum á mbl.is voru þau að hún hefði ekki verið í borgarstjórn Reykjavíkur og sverja af sér Dag B. Eggertsson, oddvita flokksins í borginni og nú frambjóðanda hans til Alþingis, á meðan Viðreisnarmenn hafa sagt flokkinn engu hafa ráðið vegna fámennis í borgarstjórn. Verðbólga í boði Evrópusambandsins Framan af átti innflutt verðbólga, aðallega frá ríkjum Evrópusambandsins, enn fremur stóran þátt í verðbólgunni í krafti hærra verðlags á innfluttum vörum þaðan. Verðbólgan á evrusvæðinu, sem fór fyrr upp en hér á landi og fyrir vikið fyrr niður, var meiri en hér þegar hún var mest og var einkum afleiðing glórulausra ákvarðana evrópskra stjórnmálamanna sem gerði mörg ríki sambandsins háð rússneskri orku. Flokkarnir tveir eru sem kunnugt er samkvæmt stefnu sinni hlynntir inngöngu Íslands í Evrópusambandið þó þeir hafi báðir forðast að minnast á málið í kosningabaráttunni. Það er engin tilviljun að fylgi Samfylkingarinnar fór að aukast samhliða því sem flokkurinn setti sambandið á ís fyrir tveimur árum og fylgi Viðreisnar eftir að forystumenn flokksins hættu nánast að tala um málið fyrir nokkrum vikum síðan. Staðan getur sannarlega versnað Viðreisn og Samfylkingin hafa að sama skapi sagst ætla að taka á ríkisfjármálunum. Við vitum hins vegar hvernig til hefur tekizt hjá þeim í Reykjavík. Afsökunin er líklega sú sama þar. Kristrún sverji af sér Dag og Viðreisn segist engu hafa ráðið í meirihlutanum í borgarstjórn. Telja verður afar ólíklegt að kjósendur vilji að haldið verði á ríkisfjármálunum eins og fjármálum borgarinnar sem hefur nær verið sett á hausinn. Hvaða líkur geta hins vegar talizt á því að Viðreisn og Samfylkingin muni halda öðruvísi á málum í ríkisstjórn en flokkarnir hafa gert í Reykjavík? Hvers vegna hefur staðan í borginni gert lítið annað en að versna ef þessum flokkum er treystandi fyrir ríkisfjármálunum? Við höfum vítið í Reykjavík til þess að varast. Margir eru skiljanlega ósattir við ýmislegt í ríkisrekstrinum til þessa. En staðan getur sannarlega versnað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun