Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. nóvember 2024 17:23 Festi á og rekur N1, Elko og Krónuna. vísir/egill Samkeppniseftirlitið hefur sektað Festi hf. um 750 milljónir vegna samkeppnislagabrota í tengslum við samruna félagsins og N1 hf. Fólust brotin í því að Festi virti ekki skilyrði sem gerð voru í sátt við eftirlitið, svo sem um sölu verslana og samstarf við keppinaut. Ákvörðun eftirlitsins er birt í dag og í tilkynningu segir að brotin séu álitin alvarleg. Í sátt Festi við eftirlitið viðurkennir fyrirtækið annars vegar brot á skuldbindingum í eldri sátt í samrunamáli og hins vegar brot á ákvæðum samkeppnislaga um upplýsingagjöf við rannsókn Samkeppniseftirlitsins í sama samrunamáli. Eftirlitið segir forsögu málsins vera rannsókn á samruna félaganna, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að samruni N1 og Festi myndi raska samkeppni á dagvöru- og eldsneytismörkuðum. Í því ljósi bauð Festi fram marvísleg skilyrði til að koma í veg fyrir hin samkeppnislegu vandamál og afstýra þannig ógildingu Samkeppniseftirlitsins. Í ákvörðun SKE kemur fram að í þessum skilyrðum hafi falist að Festi skuldbatt sig til að selja ýmsar verslanir, svo sem þjónustustöð N1 á Hvolsvelli. Málamyndagerningur hafi til að mynda verið gerður um sölu þeirrar verslunar. Þá viðurkenndi Festi brot sem fólst í samstarfi við verslunina Samkaup. Að tillögu Festi var skipaður sérstakur eftirlitsaðili, „óháður kunnáttumaður“, til þess að tryggja það að fyrirtækið myndi fara að þessum skilyrðum. Honum hafi síðan ekki verið veittur aðgangur að nauðsynlegum upplýsingum sem hann hafi óskað við störf sín. Önnur skilyrði voru brotin, sem tengdust því að vernda og efla samkeppni á eldsneytismarkaði. Þá viðurkenndi Festi brot gegn ákvæðum samkeppnislaga um upplýsingaskyldu í tengslum við rannsókn samrunans. Taldi Samkeppniseftirlitið hæfilegt að Festi greiddi 750.000.000 króna í stjórnvaldssekt og hefur fyrirtækið fallist á það. Festi Samkeppnismál Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ákvörðun eftirlitsins er birt í dag og í tilkynningu segir að brotin séu álitin alvarleg. Í sátt Festi við eftirlitið viðurkennir fyrirtækið annars vegar brot á skuldbindingum í eldri sátt í samrunamáli og hins vegar brot á ákvæðum samkeppnislaga um upplýsingagjöf við rannsókn Samkeppniseftirlitsins í sama samrunamáli. Eftirlitið segir forsögu málsins vera rannsókn á samruna félaganna, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að samruni N1 og Festi myndi raska samkeppni á dagvöru- og eldsneytismörkuðum. Í því ljósi bauð Festi fram marvísleg skilyrði til að koma í veg fyrir hin samkeppnislegu vandamál og afstýra þannig ógildingu Samkeppniseftirlitsins. Í ákvörðun SKE kemur fram að í þessum skilyrðum hafi falist að Festi skuldbatt sig til að selja ýmsar verslanir, svo sem þjónustustöð N1 á Hvolsvelli. Málamyndagerningur hafi til að mynda verið gerður um sölu þeirrar verslunar. Þá viðurkenndi Festi brot sem fólst í samstarfi við verslunina Samkaup. Að tillögu Festi var skipaður sérstakur eftirlitsaðili, „óháður kunnáttumaður“, til þess að tryggja það að fyrirtækið myndi fara að þessum skilyrðum. Honum hafi síðan ekki verið veittur aðgangur að nauðsynlegum upplýsingum sem hann hafi óskað við störf sín. Önnur skilyrði voru brotin, sem tengdust því að vernda og efla samkeppni á eldsneytismarkaði. Þá viðurkenndi Festi brot gegn ákvæðum samkeppnislaga um upplýsingaskyldu í tengslum við rannsókn samrunans. Taldi Samkeppniseftirlitið hæfilegt að Festi greiddi 750.000.000 króna í stjórnvaldssekt og hefur fyrirtækið fallist á það.
Festi Samkeppnismál Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira