Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar 28. nóvember 2024 16:42 Kynferðisofbeldi gegn börnum er einn alvarlegasti glæpur sem samfélag getur staðið frammi fyrir. Ofbeldi af slíkum toga skilur eftir sig sár á líkama og sál fyrir þolandann um aldur og æfi. Kynferðisofbeldi gegn börnum er ekki einkamál heldur samfélagslegt vandamál. Öll berum við ábyrgð á því að hlúa að börnum, standa með þeim og skapa samfélag þar sem þau geta alist upp óttalaus. Aðeins með virkri þátttöku okkar allra getum við brotið keðju þöggunar og ofbeldis og lagt grunn að betri framtíð fyrir börnin okkar. „ Kynferðisofbeldi gegn börnum er oftast beitt af einhverjum sem börn treysta eða þekkja og barnið er undirokað á einhvern hátt. Kynferðisofbeldi getur einnig verið beitt af ókunnugum og stundum eru gerendur önnur börn. Kynferðisofbeldi gegn börnum er yfirheiti sem getur haft ýmsar birtingarmyndir eins og til dæmis nauðgun, stafrænt kynferðisofbeldi, kynferðislega áreitni, vændi og klám.“ Kæruleiðir kynferðisbrotamála eru að kæra til lögreglu eða tilkynna til barnaverndarnefndar í þeim umdæmum sem að brotin voru framin í. Lögreglu ber síðan að hefja rannsókn á öllum slíkum kærum. Snapchatperrinn Snapchatperrinn svokallaði var mikið í fréttum fyrir nokkrum árum þar sem að upplýst var um að hann var að klæmast við börn á Snapchat. Um var að ræða rannsóknarlögreglumann á sjötugsaldri sem að sagður var vera þekktur barnaníðingur sem náðist á upptöku í fréttaskýringaþættinum Kompás þar sem hann var að reyna að tæla til sín 13 ára tálbeitu þáttarins. Rannsóknarlögreglumaðurinn fyrrverandi hafði stundað það í mörg ár áður en hann var staðinn að verki að reyna að lokka til sín unga krakka. Á endanum var hann sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hvernig má það vera að slíkur ofbeldismaður er ekki fangelsaður og dæmdur til fangelsisvistar fyrr en á sjötugsaldri? Íslendingar, ekki vera fávitar! - Það er á ábyrgð samfélagsins að passa upp á að slíkir menn komist ekki upp með slíka glæpi í tugi ára. Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Kynferðisofbeldi Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi gegn börnum er einn alvarlegasti glæpur sem samfélag getur staðið frammi fyrir. Ofbeldi af slíkum toga skilur eftir sig sár á líkama og sál fyrir þolandann um aldur og æfi. Kynferðisofbeldi gegn börnum er ekki einkamál heldur samfélagslegt vandamál. Öll berum við ábyrgð á því að hlúa að börnum, standa með þeim og skapa samfélag þar sem þau geta alist upp óttalaus. Aðeins með virkri þátttöku okkar allra getum við brotið keðju þöggunar og ofbeldis og lagt grunn að betri framtíð fyrir börnin okkar. „ Kynferðisofbeldi gegn börnum er oftast beitt af einhverjum sem börn treysta eða þekkja og barnið er undirokað á einhvern hátt. Kynferðisofbeldi getur einnig verið beitt af ókunnugum og stundum eru gerendur önnur börn. Kynferðisofbeldi gegn börnum er yfirheiti sem getur haft ýmsar birtingarmyndir eins og til dæmis nauðgun, stafrænt kynferðisofbeldi, kynferðislega áreitni, vændi og klám.“ Kæruleiðir kynferðisbrotamála eru að kæra til lögreglu eða tilkynna til barnaverndarnefndar í þeim umdæmum sem að brotin voru framin í. Lögreglu ber síðan að hefja rannsókn á öllum slíkum kærum. Snapchatperrinn Snapchatperrinn svokallaði var mikið í fréttum fyrir nokkrum árum þar sem að upplýst var um að hann var að klæmast við börn á Snapchat. Um var að ræða rannsóknarlögreglumann á sjötugsaldri sem að sagður var vera þekktur barnaníðingur sem náðist á upptöku í fréttaskýringaþættinum Kompás þar sem hann var að reyna að tæla til sín 13 ára tálbeitu þáttarins. Rannsóknarlögreglumaðurinn fyrrverandi hafði stundað það í mörg ár áður en hann var staðinn að verki að reyna að lokka til sín unga krakka. Á endanum var hann sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hvernig má það vera að slíkur ofbeldismaður er ekki fangelsaður og dæmdur til fangelsisvistar fyrr en á sjötugsaldri? Íslendingar, ekki vera fávitar! - Það er á ábyrgð samfélagsins að passa upp á að slíkir menn komist ekki upp með slíka glæpi í tugi ára. Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar