„Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar 27. nóvember 2024 12:10 Stjórnmálafólk sem er tvöfalt í roðinu er hættulegt framtíð þjóðarinnar. Sumir frambjóðendur til alþingis telja það sitt einkamál hvar þeir standa í stórum ákvarðanatökum sem hafa veruleg áhrif á framtíð og velferð þjóðarinnar. Einn slíkur reyndi að banna Friði 2000 að birta svar sitt um milljarða vopnakaup ríkisstjórnarinnar sem send verða í stríð við Rússland. Ísland hentugt skotmark Á síðustu vikum og dögum hefur Rússland hótað að ráðast á þau ríki sem senda vopn til árása á Rússland. Ísland liggur vel við höggi. Einangruð eyja í miðju Atlantshafinu, langt frá fjölbýlum borgum Evrópu og bandaríkjanna og eina herlausa þjóðin í NATO. Í Rússlandi eru uppi raddir að senda kjarnorkusprengju á NATO ríki sem viðvörunarskot. Um leið og árásir á landið aukast verður aukinn þrýstingur á forsetann að nota kjarnorkusprengju til að stöðva árásir með vopnum frá NATO þjóðum á Rússland. Það mun enginn heilvita stjórnmálamaður skjóta kjarnorkusprengju á Rússland og eiga á hættu að fá aðra til baka á stórborg sína í Evrópu þar sem milljónatugir gætu látist. Í stóra samhenginu væri slík aðgerð sem myndi ógna framtíð viðkomandi þjóðar ekki þess virði til að svara fyrir útrýmingu smáþjóðar í miðju Atlantshafi sem fylltist oflæti á alþjóðavettvangi. Þrjú hundruð áttatíu og þrjú þúsund hræður á einangraðri eyju er eins og lítið þorp í Evrópu. Enginn NATO þjóð mun svara með kjarnorkusprengjum og hætta milljóna tugum eða framtíð mannkyns. Þeir munu hinsvegar verða fljótir til svara með friðarumleitunum til að stöðva átökin. Það er auðvitað það sem Íslensk stjórnvöld ættu að vera að gera núna í stað þess að senda vopn til árásar á þjóð sem hefur hótað að svara fyrir sig með kjarnorkuvopnum. Þjóðinni til skammar Það kom illa við kauninn á frambjóðendum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þegar ég hringdi og krafði þá svara um hver afstaða þeirra væri til vopnakaupa, en nú liggur fyrir forseta Íslands frumvarp til fjárlaga með um 7 milljarða krónum til vopnakaupa og hernaðar gegn Rússlandi sem samþykkt var af þessum flokkum á meðan stjórnarandstaðan sat hjá. “Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga” sagði Dagný Finnbjörnsdóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi um leið og hún ítrekaði að Friður 2000 hefði enga heimild til að birta svar hennar við spurningunni hvort hún styður vopnakaup eða ekki. Við þurfum enga heimild til að birta slíkt svar. Ekki tók við betra hjá Höllu Signý Kristjánsdóttur frambjóðanda Framsóknarflokksins í sama kjördæmi. Hún vildi ekki svara spurningunni. Konurnar eru í framboði til alþingis Íslendinga og því er það ekki þeirra einkamál hvar þær standa í svo mikilvægu máli sem ógnar allri framtíð þjóðarinnar. Fólk sem ekki getur komið heiðarlega fram við kjósendur á ekkert erindi á Alþingi. Moðreykur Samtaka herstöðvaandstæðinga Samtök herstöðvaandstæðinga láta stjórnmálamenn komast upp með algeran moðreyk í svörum við spurningum um vopnakaup. Án nokkurra athugasemda birta samtökin fagurgala lygasvör sem ganga þvert á það sem hermangsliðið í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki gerðu á Alþingi fyrr í þessum mánuði. Forseta Íslands var sent frumvarp með sjö milljarða króna stuðningi við vopnakaup og hernaði gegn Rússlandi. Mun forseti Íslands egna til árásar á landið? Hvorki friðarsamtök né aðrir eiga að láta stjórnmálafólk komast upp með að blinda kjósendur með fagurgala sem er stórhættulegur þegar á reynir. Það sama á við forseta Íslands. Samþykki Halla Tómasdóttir þetta ráðabrugg er hún að egna til árásar með kjarnorkuvopnum á landið og útrýmingu smáþjóðarinnar sem byggir Ísland. Nánari upplýsingar á austurvollur.is Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálafólk sem er tvöfalt í roðinu er hættulegt framtíð þjóðarinnar. Sumir frambjóðendur til alþingis telja það sitt einkamál hvar þeir standa í stórum ákvarðanatökum sem hafa veruleg áhrif á framtíð og velferð þjóðarinnar. Einn slíkur reyndi að banna Friði 2000 að birta svar sitt um milljarða vopnakaup ríkisstjórnarinnar sem send verða í stríð við Rússland. Ísland hentugt skotmark Á síðustu vikum og dögum hefur Rússland hótað að ráðast á þau ríki sem senda vopn til árása á Rússland. Ísland liggur vel við höggi. Einangruð eyja í miðju Atlantshafinu, langt frá fjölbýlum borgum Evrópu og bandaríkjanna og eina herlausa þjóðin í NATO. Í Rússlandi eru uppi raddir að senda kjarnorkusprengju á NATO ríki sem viðvörunarskot. Um leið og árásir á landið aukast verður aukinn þrýstingur á forsetann að nota kjarnorkusprengju til að stöðva árásir með vopnum frá NATO þjóðum á Rússland. Það mun enginn heilvita stjórnmálamaður skjóta kjarnorkusprengju á Rússland og eiga á hættu að fá aðra til baka á stórborg sína í Evrópu þar sem milljónatugir gætu látist. Í stóra samhenginu væri slík aðgerð sem myndi ógna framtíð viðkomandi þjóðar ekki þess virði til að svara fyrir útrýmingu smáþjóðar í miðju Atlantshafi sem fylltist oflæti á alþjóðavettvangi. Þrjú hundruð áttatíu og þrjú þúsund hræður á einangraðri eyju er eins og lítið þorp í Evrópu. Enginn NATO þjóð mun svara með kjarnorkusprengjum og hætta milljóna tugum eða framtíð mannkyns. Þeir munu hinsvegar verða fljótir til svara með friðarumleitunum til að stöðva átökin. Það er auðvitað það sem Íslensk stjórnvöld ættu að vera að gera núna í stað þess að senda vopn til árásar á þjóð sem hefur hótað að svara fyrir sig með kjarnorkuvopnum. Þjóðinni til skammar Það kom illa við kauninn á frambjóðendum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þegar ég hringdi og krafði þá svara um hver afstaða þeirra væri til vopnakaupa, en nú liggur fyrir forseta Íslands frumvarp til fjárlaga með um 7 milljarða krónum til vopnakaupa og hernaðar gegn Rússlandi sem samþykkt var af þessum flokkum á meðan stjórnarandstaðan sat hjá. “Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga” sagði Dagný Finnbjörnsdóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi um leið og hún ítrekaði að Friður 2000 hefði enga heimild til að birta svar hennar við spurningunni hvort hún styður vopnakaup eða ekki. Við þurfum enga heimild til að birta slíkt svar. Ekki tók við betra hjá Höllu Signý Kristjánsdóttur frambjóðanda Framsóknarflokksins í sama kjördæmi. Hún vildi ekki svara spurningunni. Konurnar eru í framboði til alþingis Íslendinga og því er það ekki þeirra einkamál hvar þær standa í svo mikilvægu máli sem ógnar allri framtíð þjóðarinnar. Fólk sem ekki getur komið heiðarlega fram við kjósendur á ekkert erindi á Alþingi. Moðreykur Samtaka herstöðvaandstæðinga Samtök herstöðvaandstæðinga láta stjórnmálamenn komast upp með algeran moðreyk í svörum við spurningum um vopnakaup. Án nokkurra athugasemda birta samtökin fagurgala lygasvör sem ganga þvert á það sem hermangsliðið í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki gerðu á Alþingi fyrr í þessum mánuði. Forseta Íslands var sent frumvarp með sjö milljarða króna stuðningi við vopnakaup og hernaði gegn Rússlandi. Mun forseti Íslands egna til árásar á landið? Hvorki friðarsamtök né aðrir eiga að láta stjórnmálafólk komast upp með að blinda kjósendur með fagurgala sem er stórhættulegur þegar á reynir. Það sama á við forseta Íslands. Samþykki Halla Tómasdóttir þetta ráðabrugg er hún að egna til árásar með kjarnorkuvopnum á landið og útrýmingu smáþjóðarinnar sem byggir Ísland. Nánari upplýsingar á austurvollur.is Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun