„Það má Guð vita“ Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 25. nóvember 2024 19:05 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari (t.h.), segir ómögulegt að segja til um hvenær aðilar nái saman í deilu kennara við ríki og sveitarfélög. Vísir/Vilhelm Unnið er hörðum höndum að því að ná saman kjarasamningi við lækna sem reyndist flóknari en talið var í upphafi. Samningsaðilar eru þó vongóðir. Sömuleiðis eru bundnar vonir um að jákvæð niðurstaða náist í deilu sveitarfélaga og ríkis við kennara. „Það er þannig að þetta læknamál er búið að vera lengi í vinnslu og gengur mjög vel. Við erum komin á síðasta kaflann í að ganga frá kjarasamningi þar. Það eru hins vegar mjög flóknar og umfangsmiklar breytingar á launamyndunarkerfi og vinnutímakerfi sem varðar lækna, sem eru tæknilega flóknar í úrlausn. Þannig að það er bara seinleg lokavinna sem stendur enn yfir og gengur mjög vel,“ sagði Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vel hafi gengið í viðræðum gærdagsins sem staðið hafi fram á gærkvöldið. Því hafi verið ákveðið að hætta fyrr í dag, hvílast, og setjast aftur við borðið klukkan níu í fyrramálið. En einbeittur samningsvilji hjá báðum aðilum? „Ég verð ekki var við annað.“ Ekkert svar sé líka svar Öllu hægari gangur er í viðræðum kennara við ríki og sveitarfélög. Kennarar lýstu sig um helgina tilbúna til þess að hætta verkfallsaðgerðum í fjórum leikskólum, þar sem ótímabundin verkföll hafa staðið yfir, gegn því að sveitarfélögin sem skólarnir eru í greiddu laun þeirra leikskólakennara sem hafa verið í verkfalli frá lokum október. Kennarar veittu sveitarfélögunum frest til hádegis í dag til að svara tilboðinu, en engin svör bárust. Ástráður segist á laugardag hafa ákveðið að setja fjölmiðlabann í deilu kennara við ríki og sveitarfélög. „Það er gert í þeim tilgangi að reyna að tryggja að það skapist einhver vinnufriður og að fólk geti reynt að tala saman en ekki í sundur. Þessi tilmæli leikskólakennara sem bárust sveitarfélögunum eru að sínu leyti bara hluti af þessari deilu sem hér er til umfjöllunar. Þess vegna held ég að menn hafi bara litið svo á að þeir ættu ekkert að tjá sig um það heldur en annað,“ segir Ástráður. Hann segir ljóst að þegar tilboð séu sett fram með tímafresti til að svara, og menn kjósi að svara því ekki, þá felist í því ákveðið svar. Ómögulegt að segja til um tímaramma Ástráður segir ekki ljóst hversu langan tíma muni taka að leysa úr deilunni. „Á laugardaginn náðum við að koma á einhvers konar samkomulagi um viðtalsgrundvöll í sambandi við þá deilu. Við erum ennþá stödd þar. Það gengur hægt, menn fara varlega af stað. En það hafa samt gengið sendingar á milli manna í dag sem ég vona að leiði til þess að við getum þokað þessu áfram, en það er ómögulegt að segja hversu langan tíma það tekur.“ Heldur þú að ný ríkisstjórn þurfi að eiga við verkföll þessara stétta? „Það má Guð vita,“ sagði Ástráður að lokum. Læknaverkfall 2024 Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Tengdar fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. 23. nóvember 2024 17:03 KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands segja að það sé „rannsóknarefni“ að formaður samninganefndar sveitarfélaga hafi hugmyndaflug til að tjá sig eins og hún hafi gert í dag. Er vísað til ummæla Ingu Rúnar Ólafsdóttur um að það að KÍ hafi tilkynnt að félagið væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum gerði lítið úr verkfallsrétti félagsmanna. 23. nóvember 2024 14:42 Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir Kennarasambandið gera lítið úr verkfallsrétti félagsmanna með nýjasta útspili sínu. Kennarasambandið tilkynnti í gær að það væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum. 23. nóvember 2024 12:19 Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
„Það er þannig að þetta læknamál er búið að vera lengi í vinnslu og gengur mjög vel. Við erum komin á síðasta kaflann í að ganga frá kjarasamningi þar. Það eru hins vegar mjög flóknar og umfangsmiklar breytingar á launamyndunarkerfi og vinnutímakerfi sem varðar lækna, sem eru tæknilega flóknar í úrlausn. Þannig að það er bara seinleg lokavinna sem stendur enn yfir og gengur mjög vel,“ sagði Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vel hafi gengið í viðræðum gærdagsins sem staðið hafi fram á gærkvöldið. Því hafi verið ákveðið að hætta fyrr í dag, hvílast, og setjast aftur við borðið klukkan níu í fyrramálið. En einbeittur samningsvilji hjá báðum aðilum? „Ég verð ekki var við annað.“ Ekkert svar sé líka svar Öllu hægari gangur er í viðræðum kennara við ríki og sveitarfélög. Kennarar lýstu sig um helgina tilbúna til þess að hætta verkfallsaðgerðum í fjórum leikskólum, þar sem ótímabundin verkföll hafa staðið yfir, gegn því að sveitarfélögin sem skólarnir eru í greiddu laun þeirra leikskólakennara sem hafa verið í verkfalli frá lokum október. Kennarar veittu sveitarfélögunum frest til hádegis í dag til að svara tilboðinu, en engin svör bárust. Ástráður segist á laugardag hafa ákveðið að setja fjölmiðlabann í deilu kennara við ríki og sveitarfélög. „Það er gert í þeim tilgangi að reyna að tryggja að það skapist einhver vinnufriður og að fólk geti reynt að tala saman en ekki í sundur. Þessi tilmæli leikskólakennara sem bárust sveitarfélögunum eru að sínu leyti bara hluti af þessari deilu sem hér er til umfjöllunar. Þess vegna held ég að menn hafi bara litið svo á að þeir ættu ekkert að tjá sig um það heldur en annað,“ segir Ástráður. Hann segir ljóst að þegar tilboð séu sett fram með tímafresti til að svara, og menn kjósi að svara því ekki, þá felist í því ákveðið svar. Ómögulegt að segja til um tímaramma Ástráður segir ekki ljóst hversu langan tíma muni taka að leysa úr deilunni. „Á laugardaginn náðum við að koma á einhvers konar samkomulagi um viðtalsgrundvöll í sambandi við þá deilu. Við erum ennþá stödd þar. Það gengur hægt, menn fara varlega af stað. En það hafa samt gengið sendingar á milli manna í dag sem ég vona að leiði til þess að við getum þokað þessu áfram, en það er ómögulegt að segja hversu langan tíma það tekur.“ Heldur þú að ný ríkisstjórn þurfi að eiga við verkföll þessara stétta? „Það má Guð vita,“ sagði Ástráður að lokum.
Læknaverkfall 2024 Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Tengdar fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. 23. nóvember 2024 17:03 KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands segja að það sé „rannsóknarefni“ að formaður samninganefndar sveitarfélaga hafi hugmyndaflug til að tjá sig eins og hún hafi gert í dag. Er vísað til ummæla Ingu Rúnar Ólafsdóttur um að það að KÍ hafi tilkynnt að félagið væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum gerði lítið úr verkfallsrétti félagsmanna. 23. nóvember 2024 14:42 Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir Kennarasambandið gera lítið úr verkfallsrétti félagsmanna með nýjasta útspili sínu. Kennarasambandið tilkynnti í gær að það væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum. 23. nóvember 2024 12:19 Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. 23. nóvember 2024 17:03
KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands segja að það sé „rannsóknarefni“ að formaður samninganefndar sveitarfélaga hafi hugmyndaflug til að tjá sig eins og hún hafi gert í dag. Er vísað til ummæla Ingu Rúnar Ólafsdóttur um að það að KÍ hafi tilkynnt að félagið væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum gerði lítið úr verkfallsrétti félagsmanna. 23. nóvember 2024 14:42
Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir Kennarasambandið gera lítið úr verkfallsrétti félagsmanna með nýjasta útspili sínu. Kennarasambandið tilkynnti í gær að það væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum. 23. nóvember 2024 12:19
Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26