Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 12:50 Undanfarna áratugi hafa framfarir á sviði lækninga verið gríðarlegar. Sjúkdómar sem áður voru nánast dauðadómur eru meðhöndlaðir í dag og batalíkur hafa stóraukist. Lyfjameðmerðir eiga m.a. þarna stóran þátt og sjúklingar finna að batalíkur aukast sem er stór þáttur í baráttunni við að fást við alvarleg veikindi. Þessum framförum fylgir meiri umsýsla sem kallar á betri aðbúnað fyrir lækna, sjúklinga og aðstandendur. Er þá ekki rétt að dæla meiri fjármunum inní kerfið? Virtur læknir segir, ef við setjum eingöngu meira fjármagn í heilbrigðikerfið, breytast hlutirnir lítið til batnaðar. Heilbrigðiskerfið sjálft þarf að endurskipuleggja frá grunni, á þann hátt nýtast peningarnir betur og þjónustan við sjúklinga verður markvissari og árangur vænlegri. Öll þekkjum við langa biðlista eftir t.d. liðskipta aðgerðum, fíknimeðferðum og viðtölum við lækna á heilsugæslustöðum, svo eitthvað sé nefnt. Þessi ,,biðlistamenning“ er ekki bara tilkomin vegna skorts á fjármagni heldur líka vegna flókins skipulags líkt og áður segir. Einnig hefur pólitíksk sýn ráðherra undanfarinna ára flækt hlutina og aukið kostnað við t.d. liðskiptaaðgerðir um meira en helming í mörgum tillfellum. Sá málaflokkur heilbrigðisþjónustu sem ég hef mest fjallað um á mínum þingmanns ferli eru meðferðir fíknisjúkdóma. Þar hafa biðlistar staðið í stað eða aukist undanfarinn áratug. Á þeim biðlistum eru 700-800 einstaklingar. Margir deyja vegna af völdum sjúkdómsins á þeim biðlista. Vegna þessarar sorglegu staðreyndar veltir maður fyrir sér hvert er verðmætamat á eintakling sem er veikur fíkill að betla sér mat eða í innbrotum til að fjármagna eigin neyslu, eða einstaklingur sem er kominn á sjúkrahús vegna afleiðinga langvarandi áfengis eða annara fíkniefnaneyslu? Hvert er verðmætamat á einsakling sem kominn er frá neyslu fíkniefna og heilsan það góð að sá hinn sami er kominn í vinnu sjálum sér og sinni fjölskyldu til framdráttar? Útreikningar sýna að aukinn aðgangur að meðferðum og heilbrigðisþjónustu almennt stóreykur ,,verðmætagildi“ sjúklings á batavegi, bæði efnahagslega, heilsufarslega og þjóðfélagslega. Heilbrigð sál í hraustum líkama er ómetanleg! Áfram Ísland! Höfundur er varaþingmaður og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hafa framfarir á sviði lækninga verið gríðarlegar. Sjúkdómar sem áður voru nánast dauðadómur eru meðhöndlaðir í dag og batalíkur hafa stóraukist. Lyfjameðmerðir eiga m.a. þarna stóran þátt og sjúklingar finna að batalíkur aukast sem er stór þáttur í baráttunni við að fást við alvarleg veikindi. Þessum framförum fylgir meiri umsýsla sem kallar á betri aðbúnað fyrir lækna, sjúklinga og aðstandendur. Er þá ekki rétt að dæla meiri fjármunum inní kerfið? Virtur læknir segir, ef við setjum eingöngu meira fjármagn í heilbrigðikerfið, breytast hlutirnir lítið til batnaðar. Heilbrigðiskerfið sjálft þarf að endurskipuleggja frá grunni, á þann hátt nýtast peningarnir betur og þjónustan við sjúklinga verður markvissari og árangur vænlegri. Öll þekkjum við langa biðlista eftir t.d. liðskipta aðgerðum, fíknimeðferðum og viðtölum við lækna á heilsugæslustöðum, svo eitthvað sé nefnt. Þessi ,,biðlistamenning“ er ekki bara tilkomin vegna skorts á fjármagni heldur líka vegna flókins skipulags líkt og áður segir. Einnig hefur pólitíksk sýn ráðherra undanfarinna ára flækt hlutina og aukið kostnað við t.d. liðskiptaaðgerðir um meira en helming í mörgum tillfellum. Sá málaflokkur heilbrigðisþjónustu sem ég hef mest fjallað um á mínum þingmanns ferli eru meðferðir fíknisjúkdóma. Þar hafa biðlistar staðið í stað eða aukist undanfarinn áratug. Á þeim biðlistum eru 700-800 einstaklingar. Margir deyja vegna af völdum sjúkdómsins á þeim biðlista. Vegna þessarar sorglegu staðreyndar veltir maður fyrir sér hvert er verðmætamat á eintakling sem er veikur fíkill að betla sér mat eða í innbrotum til að fjármagna eigin neyslu, eða einstaklingur sem er kominn á sjúkrahús vegna afleiðinga langvarandi áfengis eða annara fíkniefnaneyslu? Hvert er verðmætamat á einsakling sem kominn er frá neyslu fíkniefna og heilsan það góð að sá hinn sami er kominn í vinnu sjálum sér og sinni fjölskyldu til framdráttar? Útreikningar sýna að aukinn aðgangur að meðferðum og heilbrigðisþjónustu almennt stóreykur ,,verðmætagildi“ sjúklings á batavegi, bæði efnahagslega, heilsufarslega og þjóðfélagslega. Heilbrigð sál í hraustum líkama er ómetanleg! Áfram Ísland! Höfundur er varaþingmaður og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar