Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2024 12:02 Innflytjendur og aðgerðasinnar mótmæla fyrirætlunum Trump í New York. Getty/Stephanie Keith Ólöglegir og löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum flykkjast nú á námskeið til að fá ráðleggingar um hvað þeir geta gert til að freista þess að verða ekki fluttir úr landinu. Þá hafa háskólar ráðlagt erlendum nemendum að snúa aftur heim úr jólafríi áður en Donald Trump sver embættiseið í janúar. Frá þessu greinir New York Times og ræðir meðal annars við Yaneth Campuzano, 30 ára hugbúnaðarverkfræðing í Houston. Campuzano var aðeins tveggja mánaða gömul þegar hún kom til Bandaríkjanna og var ein þeirra sem féll undir Deferred Action for Childhood Arrivals (DACA), sem komið var á í stjórnartíð Barack Obama. Áætlunin gerði hundruðum þúsunda einstaklinga sem voru fluttir til landsins sem börn kleift að dvelja áfram á vinnuleyfi. DACA sætti hins vegar árásum í fyrri stjórnartíð Trump og málaferli standa yfir um áætlunina, sem gæti auðveldað Trump að afnema hana þegar hann sest aftur í Hvíta húsið. Eitt af stóru málunum í kosningabaráttu Trump var að koma ólöglegum innflytjendum úr landi og á dögunum sagðist hann hafa í hyggju að lýsa yfir neyðarástandi og beita hernum við brottflutninginn. Það eru hins vegar ekki aðeins ólöglegir innflytjendur sem eru uggandi um stöðu sína heldur einnig einstaklingar sem hafa fengið svokallað „græna kort“ en eru ekki ríkisborgarar. Sérfræðingar segja þá ekki síður leita ráðgjafar. Ólöglegir innflytjendur hyggist margir flýta brúðkaupum áður en Trump tekur við og einstaklingar með græna kortið að sækja um ríkisborgararétt. Búa sig undir það versta „Við erum óttaslegnari í þetta sinn, vegna alls þess sem Trump segist munu gera þegar hann öðlast vald á ný,“ segir Silvia Campos, ólöglegur innflytjandi frá Mexíkó, sem býr í Bandaríkjunum með eiginmanni sínum og þremur börnum. Tvö barnanna eru bandarískir ríkisborgarar. Campos sótti fræðslufund á dögunum og skrifaði í kjölfarið upp á yfirlýsingu um að börnin hennar ættu að fara til systur hennar, sem er bandarískur ríkisborgari, ef hún yrði handtekin. Þá hefur hún átt samtal við börnin, sem eru á aldrinum 14 til 17 ára, til að útskýra fyrir þeim hvað gæti gerst. Þeir sem munu líklega fara fyrir málaflokknum í stjórnartíð Trump hafa sagt að það verði forgangsmál að senda úr landi glæpamenn og þá sem þegar hafa fengið tilkynningu um brottvísun. Hins vegar verði einnig ráðist í vinnustaðaheimsóknir og fleiri úrræði í kjölfarið. Yfirvöld í Texas hafa þegar boðið fram land undir umfangsmiklar úrvinnslustöðvar sem stendur til að reisa. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innflytjendamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Þá hafa háskólar ráðlagt erlendum nemendum að snúa aftur heim úr jólafríi áður en Donald Trump sver embættiseið í janúar. Frá þessu greinir New York Times og ræðir meðal annars við Yaneth Campuzano, 30 ára hugbúnaðarverkfræðing í Houston. Campuzano var aðeins tveggja mánaða gömul þegar hún kom til Bandaríkjanna og var ein þeirra sem féll undir Deferred Action for Childhood Arrivals (DACA), sem komið var á í stjórnartíð Barack Obama. Áætlunin gerði hundruðum þúsunda einstaklinga sem voru fluttir til landsins sem börn kleift að dvelja áfram á vinnuleyfi. DACA sætti hins vegar árásum í fyrri stjórnartíð Trump og málaferli standa yfir um áætlunina, sem gæti auðveldað Trump að afnema hana þegar hann sest aftur í Hvíta húsið. Eitt af stóru málunum í kosningabaráttu Trump var að koma ólöglegum innflytjendum úr landi og á dögunum sagðist hann hafa í hyggju að lýsa yfir neyðarástandi og beita hernum við brottflutninginn. Það eru hins vegar ekki aðeins ólöglegir innflytjendur sem eru uggandi um stöðu sína heldur einnig einstaklingar sem hafa fengið svokallað „græna kort“ en eru ekki ríkisborgarar. Sérfræðingar segja þá ekki síður leita ráðgjafar. Ólöglegir innflytjendur hyggist margir flýta brúðkaupum áður en Trump tekur við og einstaklingar með græna kortið að sækja um ríkisborgararétt. Búa sig undir það versta „Við erum óttaslegnari í þetta sinn, vegna alls þess sem Trump segist munu gera þegar hann öðlast vald á ný,“ segir Silvia Campos, ólöglegur innflytjandi frá Mexíkó, sem býr í Bandaríkjunum með eiginmanni sínum og þremur börnum. Tvö barnanna eru bandarískir ríkisborgarar. Campos sótti fræðslufund á dögunum og skrifaði í kjölfarið upp á yfirlýsingu um að börnin hennar ættu að fara til systur hennar, sem er bandarískur ríkisborgari, ef hún yrði handtekin. Þá hefur hún átt samtal við börnin, sem eru á aldrinum 14 til 17 ára, til að útskýra fyrir þeim hvað gæti gerst. Þeir sem munu líklega fara fyrir málaflokknum í stjórnartíð Trump hafa sagt að það verði forgangsmál að senda úr landi glæpamenn og þá sem þegar hafa fengið tilkynningu um brottvísun. Hins vegar verði einnig ráðist í vinnustaðaheimsóknir og fleiri úrræði í kjölfarið. Yfirvöld í Texas hafa þegar boðið fram land undir umfangsmiklar úrvinnslustöðvar sem stendur til að reisa. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innflytjendamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira