Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Árni Sæberg skrifar 25. nóvember 2024 11:41 Fjölskyldan var í fríi á Adeje-ströndinni á Tenerife. Getty/Miracsaglam Fertug íslensk kona sætir gæsluvarðhaldi á Tenerife á Spáni vegna gruns um að hafa ráðist á tengdamóður sína og mágkonu á föstudagskvöld. Vitni lýsir því að herbergi á hóteli fjölskyldunnar hafi verið þakið blóði eftir árásina. Heimildir Vísis herma að konan sé enn í gæsluvarðhaldi og mál hennar verði tekið fyrir í dómi í dag, þar sem tekin verður ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald. Að sögn Ægis Þórs Eysteinssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, er ekkert mál tengt íslenskri konu í gæsluvarðhaldi á Tenerife komið inn á borð borgaraþjónustunnar. Réðst á þrjá Í gögnum frá lögreglunni á Spáni sem Vísir hefur undir höndum segir að atvik málsins hafi gerst um klukkan 23:30 á föstudagskvöld. Haft er eftir vitni að fjölskyldan hafi verið heima í mestu rólegheitum þegar konan fór skyndilega í uppnám vegna þess að sonur hennar var enn vakandi. Þegar mágkona hennar hafi lagt til að hún svæfði barnið hafi hún fyrirvaralaust ráðist á mágkonuna, rifið í hana, hrint henni á vegg og þaðan á gólfið og hent tveimur vínglösum í átt að henni og tengdamóður sinni. Tengdamóðirin hafi þá reynt að róa konuna niður en hún rifið í hana og hrint henni í gólfið, og hugsanlega kýlt hana í augað í leiðinni. Loks hafi tengdafaðir hennar reynt að skerast í leikinn og konan hrint honum í gólfið. Hann hafi ekki kært atvikið. Er með geðhvörf Í gögnum segir að bróðir konunnar hafi þá komið á vettvang, en hann hafi dvalið á öðru hóteli á Tenerife, róað konuna niður og farið með hana frá vettvangi. Hann hafi séð að herbergið hafi verið alþakið blóði og tengdamóðirin hafi þá tekið eftir skurði á vinstri framhandlegg hennar. Það hefði getað gerst þegar konan kastaði glasinu í hana, en ekki sé hægt að fullyrða það. Loks segir að konan þjáist af geðhvörfum og hafi áður ráðist á fólk. Hún sé á lyfjum vegna geðhvarfanna. Kanaríeyjar Spánn Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Heimildir Vísis herma að konan sé enn í gæsluvarðhaldi og mál hennar verði tekið fyrir í dómi í dag, þar sem tekin verður ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald. Að sögn Ægis Þórs Eysteinssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, er ekkert mál tengt íslenskri konu í gæsluvarðhaldi á Tenerife komið inn á borð borgaraþjónustunnar. Réðst á þrjá Í gögnum frá lögreglunni á Spáni sem Vísir hefur undir höndum segir að atvik málsins hafi gerst um klukkan 23:30 á föstudagskvöld. Haft er eftir vitni að fjölskyldan hafi verið heima í mestu rólegheitum þegar konan fór skyndilega í uppnám vegna þess að sonur hennar var enn vakandi. Þegar mágkona hennar hafi lagt til að hún svæfði barnið hafi hún fyrirvaralaust ráðist á mágkonuna, rifið í hana, hrint henni á vegg og þaðan á gólfið og hent tveimur vínglösum í átt að henni og tengdamóður sinni. Tengdamóðirin hafi þá reynt að róa konuna niður en hún rifið í hana og hrint henni í gólfið, og hugsanlega kýlt hana í augað í leiðinni. Loks hafi tengdafaðir hennar reynt að skerast í leikinn og konan hrint honum í gólfið. Hann hafi ekki kært atvikið. Er með geðhvörf Í gögnum segir að bróðir konunnar hafi þá komið á vettvang, en hann hafi dvalið á öðru hóteli á Tenerife, róað konuna niður og farið með hana frá vettvangi. Hann hafi séð að herbergið hafi verið alþakið blóði og tengdamóðirin hafi þá tekið eftir skurði á vinstri framhandlegg hennar. Það hefði getað gerst þegar konan kastaði glasinu í hana, en ekki sé hægt að fullyrða það. Loks segir að konan þjáist af geðhvörfum og hafi áður ráðist á fólk. Hún sé á lyfjum vegna geðhvarfanna.
Kanaríeyjar Spánn Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira