Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 06:33 Shi Ming fær nú möguleika á því að taka þátt í UFC bardagakvöldi eftir sigur sinn. Getty/ Jeff Bottari Bardagakonan Shi Ming fagnaði sigri í stórum MMA bardaga á dögunum en bardaginn var hluti af „Road to UFC tournament“ sem er forkeppni fyrir UFC bardagakvöldin. Ming náði frábæru sparki sem gerði út um bardagann og sendi mótherja hennar Feng Xiaocan upp á sjúkrahús. Það bárust seinna fréttir af því að Feng Xiaocan væri óbrotin og gæti hreyft alla útlimi. Frábær sigur hennar Ming vakti vissulega athygli en ekki síst kringumstæðurnar í lífi hennar utan búrsins. Hin þrítuga Ming vinnur nefnilega sem læknir og henni var ekki spáð góðu gengi. Hin 22 ára gömlu Feng Xiaocan var spáð sigri í bardaganum. Það fór þó ekki svo. Sparkið kom óvænt og var fast þannig að Feng steinlá. Hún var flutt í burtu á börnum og með kraga um hálsinn. Shi Ming hafði miklar áhyggjur af örlögum mótherja síns eftir bardagann. „Ég er virkilega ánægð en um leið hef ég miklar áhyggjur af andstæðingi mínum. Ég vona að hún sé í lagi. Hún er svo ung .... fyrirgefðu mér,“ sagði Ming eftir bardagann augljóslega í talsverðu uppnámi. Það kom einnig í ljós að foreldrar Ming vissu ekki að hún væri bardagakona því hún lifir tvöföldu lífi. Læknir í vinnunni og frábær bardagakona í frítímanum. Sigur hennar í þessum bardaga tryggir henni hins vegar UFC samning og því gæti hún mögulega orðið atvinnubardagakona í næstu framtíð. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) MMA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Sjá meira
Ming náði frábæru sparki sem gerði út um bardagann og sendi mótherja hennar Feng Xiaocan upp á sjúkrahús. Það bárust seinna fréttir af því að Feng Xiaocan væri óbrotin og gæti hreyft alla útlimi. Frábær sigur hennar Ming vakti vissulega athygli en ekki síst kringumstæðurnar í lífi hennar utan búrsins. Hin þrítuga Ming vinnur nefnilega sem læknir og henni var ekki spáð góðu gengi. Hin 22 ára gömlu Feng Xiaocan var spáð sigri í bardaganum. Það fór þó ekki svo. Sparkið kom óvænt og var fast þannig að Feng steinlá. Hún var flutt í burtu á börnum og með kraga um hálsinn. Shi Ming hafði miklar áhyggjur af örlögum mótherja síns eftir bardagann. „Ég er virkilega ánægð en um leið hef ég miklar áhyggjur af andstæðingi mínum. Ég vona að hún sé í lagi. Hún er svo ung .... fyrirgefðu mér,“ sagði Ming eftir bardagann augljóslega í talsverðu uppnámi. Það kom einnig í ljós að foreldrar Ming vissu ekki að hún væri bardagakona því hún lifir tvöföldu lífi. Læknir í vinnunni og frábær bardagakona í frítímanum. Sigur hennar í þessum bardaga tryggir henni hins vegar UFC samning og því gæti hún mögulega orðið atvinnubardagakona í næstu framtíð. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther)
MMA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Sjá meira