Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. nóvember 2024 21:05 Bananaræktunin í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði hjá Margréti Erlu gengur ótrúlega vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ræktun á bönunum er hafin í Hafnarfirði en ræktandinn, sem flutti inn til landsins litla plöntu gafst upp á að vera með hana heima hjá sér því hún óx svo hratt. Þá var farið með plöntuna í hesthús eigandans, en þar óx hún líka svo hratt, sem varð til þess að hún endaði í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Plantan hefur gefið af sér tvo hundrað og fimmtíu bananaklasa. Bananaplantan þrífst vel inn í húsnæði Á.B. kranaleigunnar þar sem eigandi plöntunar og kranastjóri hugsar um hana af mikilli natni. En hver er saga plöntunnar? „Ætli það séu ekki komin einhver átta ár, sem að ég og maðurinn minn, einu sinni sem oftar voru á Kanaríeyjum. Svo erum við að fara sem sagt heim á flugvellinum er oft hægt að kaupa eins og kaktusa og eitthvað blómadót til að taka með heim. Það er búið að pakka þessu spes inn og svoleiðis og svo sé ég bananaplöntu og hugsa, það væri gaman að tjékka á þessu,” segir Margrét Erla Júlíusdóttir bananaræktandi og kranastjóri í Hafnarfirði en búsett í Kópavogi. Margrét Erla með Ástþóri Björnssyni, manni sínum, sem hafði ekki mikla trú á ræktuninni hjá konu sinni en annað hefur komið á daginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét keypti plöntuna og flutti heim í Kópavoginn þar sem hún býr og setti plöntuna í pott en bjóst aldrei við að plantan myndi lifa. En vitið menn, hún óx og óx þannig að Margrét ákvað að flytja hana í lausa stíu í hesthúsinu sínu þannig að plássið yrði nóg en nei, það dugði ekki heldur, vaxtarhraðinn var svo mikill, þannig að nú nýtur plantan sín vel í iðnaðarhúsnæðinu þar sem hún getur vaxið til allra átta. „Þetta er bara mjög gaman, bara ótrúlega gaman að vera með þetta hérna á Íslandi, það er bara engin sem trúir þessu að maður sé bara með þetta hérna í Hafnarfirði,” segir Margrét hlæjandi. Sérstök gróðurljós lýsa á plöntuna og Margrét er dugleg að vökva hana, taka dauð blöð í burtu og þá segist hún tala mikið við plöntuna og klappa henni, það sé mikilvægt atriði. Margrét er að fá sína aðra uppskeru núna en í þessum klasa eru um 150 bananar að hennar sögn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er önnur uppskeran, sem er að koma núna, þannig að hér er allt að gerast,” bætir Margrét við. Ekki var hægt að smakka á bönönunum því þeir eru enn svo óþroskaðir en þeir verða orðnir gulir og fínir um jólin. Þannig að það verða bananajól og bananasplitt hjá þér og fjölskyldunni um jólin eða hvað? „Heldur betur, það verða bananar í eftirrétt.” Það er ekki nóg með að Margrét Erla sé að rækta banana sem áhugamál því hún er kranastjóri á einum af stærstu krönum landsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hafnarfjörður Garðyrkja Kanaríeyjar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Bananaplantan þrífst vel inn í húsnæði Á.B. kranaleigunnar þar sem eigandi plöntunar og kranastjóri hugsar um hana af mikilli natni. En hver er saga plöntunnar? „Ætli það séu ekki komin einhver átta ár, sem að ég og maðurinn minn, einu sinni sem oftar voru á Kanaríeyjum. Svo erum við að fara sem sagt heim á flugvellinum er oft hægt að kaupa eins og kaktusa og eitthvað blómadót til að taka með heim. Það er búið að pakka þessu spes inn og svoleiðis og svo sé ég bananaplöntu og hugsa, það væri gaman að tjékka á þessu,” segir Margrét Erla Júlíusdóttir bananaræktandi og kranastjóri í Hafnarfirði en búsett í Kópavogi. Margrét Erla með Ástþóri Björnssyni, manni sínum, sem hafði ekki mikla trú á ræktuninni hjá konu sinni en annað hefur komið á daginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét keypti plöntuna og flutti heim í Kópavoginn þar sem hún býr og setti plöntuna í pott en bjóst aldrei við að plantan myndi lifa. En vitið menn, hún óx og óx þannig að Margrét ákvað að flytja hana í lausa stíu í hesthúsinu sínu þannig að plássið yrði nóg en nei, það dugði ekki heldur, vaxtarhraðinn var svo mikill, þannig að nú nýtur plantan sín vel í iðnaðarhúsnæðinu þar sem hún getur vaxið til allra átta. „Þetta er bara mjög gaman, bara ótrúlega gaman að vera með þetta hérna á Íslandi, það er bara engin sem trúir þessu að maður sé bara með þetta hérna í Hafnarfirði,” segir Margrét hlæjandi. Sérstök gróðurljós lýsa á plöntuna og Margrét er dugleg að vökva hana, taka dauð blöð í burtu og þá segist hún tala mikið við plöntuna og klappa henni, það sé mikilvægt atriði. Margrét er að fá sína aðra uppskeru núna en í þessum klasa eru um 150 bananar að hennar sögn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er önnur uppskeran, sem er að koma núna, þannig að hér er allt að gerast,” bætir Margrét við. Ekki var hægt að smakka á bönönunum því þeir eru enn svo óþroskaðir en þeir verða orðnir gulir og fínir um jólin. Þannig að það verða bananajól og bananasplitt hjá þér og fjölskyldunni um jólin eða hvað? „Heldur betur, það verða bananar í eftirrétt.” Það er ekki nóg með að Margrét Erla sé að rækta banana sem áhugamál því hún er kranastjóri á einum af stærstu krönum landsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hafnarfjörður Garðyrkja Kanaríeyjar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira