Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 11:07 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari kom á fjölmiðlabanni í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga í gær. Vísir/Vilhelm Stór dagur er runninn upp í Karphúsinu. Vinnufundir í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga hófust í morgun og samninganefndir hafa svo verið boðaðar til eiginlegs samningafundar klukkan 12. Þá funda læknar og ríkið einnig í kapphlaupi við tímann. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir við fréttastofu nú í morgun að á kennarafundinum í dag verði byggt á þeim grundvelli sem sæst var á í gær, þegar nokkur framgangur hafi loks orðið í viðræðum. Þá eru samninganefndir lækna og ríkis einnig byrjaðar að funda í húsinu. Þar er unnið í kapphlaupi við tímann, boðað verkfall lækna hefst á miðnætti. Ekki náðist í Steinunni Þórðardóttur formann Læknafélags Íslands í morgun en hún sagði við Vísi í gær að ekki væri útilokað að samningar næðust í dag, og þar með yrði verkfalli aflýst. Inntur eftir því hvort hann sé bjartsýnn á gott gengi í dag svarar ríkissáttasemjari á almennum nótum; hann sé bjartsýnn að eðlisfari - fallegt veður sé úti og allt í góðu standi. Kjaramál Læknaverkfall 2024 Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Steinunn Þórðardóttir formaður læknafélags Íslands segir að fundur félagsins með samninganefnd ríkisins í dag hafi gengið vel og hún horfir bjartsýn á morgundaginn. Náist samningar á morgun verður ekkert af boðuðu verkfalli lækna sem annars myndi hefjast á miðnætti annað kvöld. 23. nóvember 2024 22:36 Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. 23. nóvember 2024 17:03 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Sjá meira
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir við fréttastofu nú í morgun að á kennarafundinum í dag verði byggt á þeim grundvelli sem sæst var á í gær, þegar nokkur framgangur hafi loks orðið í viðræðum. Þá eru samninganefndir lækna og ríkis einnig byrjaðar að funda í húsinu. Þar er unnið í kapphlaupi við tímann, boðað verkfall lækna hefst á miðnætti. Ekki náðist í Steinunni Þórðardóttur formann Læknafélags Íslands í morgun en hún sagði við Vísi í gær að ekki væri útilokað að samningar næðust í dag, og þar með yrði verkfalli aflýst. Inntur eftir því hvort hann sé bjartsýnn á gott gengi í dag svarar ríkissáttasemjari á almennum nótum; hann sé bjartsýnn að eðlisfari - fallegt veður sé úti og allt í góðu standi.
Kjaramál Læknaverkfall 2024 Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Steinunn Þórðardóttir formaður læknafélags Íslands segir að fundur félagsins með samninganefnd ríkisins í dag hafi gengið vel og hún horfir bjartsýn á morgundaginn. Náist samningar á morgun verður ekkert af boðuðu verkfalli lækna sem annars myndi hefjast á miðnætti annað kvöld. 23. nóvember 2024 22:36 Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. 23. nóvember 2024 17:03 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Sjá meira
Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Steinunn Þórðardóttir formaður læknafélags Íslands segir að fundur félagsins með samninganefnd ríkisins í dag hafi gengið vel og hún horfir bjartsýn á morgundaginn. Náist samningar á morgun verður ekkert af boðuðu verkfalli lækna sem annars myndi hefjast á miðnætti annað kvöld. 23. nóvember 2024 22:36
Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. 23. nóvember 2024 17:03