Vargöldin á Haítí versnar hratt Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2024 08:47 Íbúar Port-au-Prince vinna að því að reisa vegartálma til að halda aftur af þungvopnuðum glæpamönnum. AP/Odelyn Joseph Þegar lögregluþjónar frá Kenía mættu til Haítí fyrr á þessu ári voru íbúar ríkisins nokkuð vongóðir um að nú gæti dregið úr gífurlega umfangsmiklu ofbeldi glæpagengja þar. Þær vonir hafa ekki raungerst enn og búa íbúar Haítí enn og aftur við mikla óvissu. Ofbeldið hefur einungis aukist og árásir glæpagengja á fangelsi, lögreglustöðvar og stærsta flugvöll landsins hafa lamað Port-au-Prince, höfuðborg Haítí og hefur krísan þar í landi eingöngu náð nýjum hæðum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Mikil óreiða hefur ríkt á Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Ariel Henry, síðasti forsætisráðherrann sem Moise skipaði, sat lengi í embætti forseta en steig til hliðar fyrr á þessu ári. Nýr bráðabirgðaforseti var skipaður af stjórnarráði og hefur hann skipað tvo forsætisráðherra síðan þá. Sá síðasti tók við fyrr í þessum mánuði og hefur hann fengið það erfiða verkefni að reyna að koma skikki á hlutina. Hömlulaus glæpagengi Staðan á Haítí er einstaklega alvarleg og eru hömlulaus glæpagengi orðin gífurlega öflug. Gengi stjórna nærri því allri höfuðborg landsins og mörgum öðrum byggðum þess. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Áætlað er að um sjö hundruð þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín á undanförnum árum vegna ofbeldis glæpamanna og er hungur að verða sífellt meira vandamál meðal ellefu milljóna íbúa Haítí. Lokun flugvallarins í Port-au-Prince hefur verulega dregið úr flæði hjálpargagna. Fyrr í haust myrtu glæpamenn úr einu gengi að minnsta kosti sjötíu manns þegar þeir gengu berserksgang á götum Pont-Sonde og skutu fólk af handahófi. Sérfræðingar sem ræddu við AP fréttaveituna segja ástandið á Haítí, sem hefur séð tímana tvenna, hafi aldrei verið jafn slæmt. Stjórnvöld landsins geti litlu sem engu áorkað og verkefni Sameinuðu þjóðanna sem styður fámenn og vanbúin lögregluembætti á Haítí hafi engan veginn nægt fjármagn. Sameinuðu þjóðirnar segja að í annarri viku nóvember hafi tuttugu þúsund manns þurft að flýja heimili sín í höfuðborginni og að minnsta kosti 150 létu lífið vegna ofbeldisins þar. Vitað er til þess að 4.500 manns hafi verið myrtir á Haítí á þessu ári. Þá tilkynntu Læknar án landamæra (MSF) á dögunum að þeir væru að draga úr starfsemi sinni í Port-au-Prince vegna ógnana frá lögreglunni gegn starfsfólki og sjúklingum samtakanna. Er það í fyrsta sinn í rúm þrjátíu ár sem samtökin grípa til slíkra aðgerða á Haítí. Áætlað er að að minnsta kosti 4.500 manns hafi verið myrtir á Haítí á þessu ári.AP/Odelyn Joseph Í einu tilfelli, þegar sjálfboðaliðar MSF voru að flytja særða menn sem taldir voru vera meðlimir glæpagengis til aðhlynningar, réðst æstur múgur á þá, sprautaði táragasi á þá og voru særðu mennirnir myrtir. AP hefur eftir yfirmanni MSF að um harmleik sé að ræða. Íbúar Haítí hafi verulega takmarkaðan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Fáir lögregluþjónar frá Kenía komnir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti seint í fyrra að senda fjölþjóðlegt lið lögregluþjóna, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þessi hópur á að hjálpa til við að binda enda á óöldina í landinu og eru á fjórða hundruð lögreglumanna komnir til Haítí. Um 2.500 manns eiga að taka þátt í verkefninu þegar og ef það kemst á fullt skrið. Sjá einnig: Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina á Haítí Sendiherra Kanada á Haítí sagði í samtali við AP að þetta fámenna lið hefði „gert kraftaverk“ á skömmum tíma og þá sérstaklega miðað við umfang vandans sem þeir standa frammi fyrir og hversu fámennt liðið er, enn sem komið er. Lögregluþjónarnir eru sagðir hafa farið í eftirlitsferðir í Port-au-Prince og hefur nýmynduð ríkisstjórn forsætisráðherrans Alix Didier Fils-Aimé gefið út að áhersla verði lögð á að tryggja öryggi með helstu vegum höfuðborgarinnar. Alix Didier Fils-Aime, nýr forsætisráðherra Haítí.AP/Odelyn Joseph Sú yfirlýsing var gefin út á fimmtudaginn, nokkrum dögum eftir að hópur glæpamanna réðst á hverfi þar sem auðugri íbúar höfuðborgarinnar búa. Þá tóku íbúar höndum saman með lögregluþjónum og börðust gegn glæpamönnunum með byssum og sveðjum. Að minnsta kosti 28 glæpamenn voru felldir. Haítí Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Ofbeldið hefur einungis aukist og árásir glæpagengja á fangelsi, lögreglustöðvar og stærsta flugvöll landsins hafa lamað Port-au-Prince, höfuðborg Haítí og hefur krísan þar í landi eingöngu náð nýjum hæðum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Mikil óreiða hefur ríkt á Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Ariel Henry, síðasti forsætisráðherrann sem Moise skipaði, sat lengi í embætti forseta en steig til hliðar fyrr á þessu ári. Nýr bráðabirgðaforseti var skipaður af stjórnarráði og hefur hann skipað tvo forsætisráðherra síðan þá. Sá síðasti tók við fyrr í þessum mánuði og hefur hann fengið það erfiða verkefni að reyna að koma skikki á hlutina. Hömlulaus glæpagengi Staðan á Haítí er einstaklega alvarleg og eru hömlulaus glæpagengi orðin gífurlega öflug. Gengi stjórna nærri því allri höfuðborg landsins og mörgum öðrum byggðum þess. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Áætlað er að um sjö hundruð þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín á undanförnum árum vegna ofbeldis glæpamanna og er hungur að verða sífellt meira vandamál meðal ellefu milljóna íbúa Haítí. Lokun flugvallarins í Port-au-Prince hefur verulega dregið úr flæði hjálpargagna. Fyrr í haust myrtu glæpamenn úr einu gengi að minnsta kosti sjötíu manns þegar þeir gengu berserksgang á götum Pont-Sonde og skutu fólk af handahófi. Sérfræðingar sem ræddu við AP fréttaveituna segja ástandið á Haítí, sem hefur séð tímana tvenna, hafi aldrei verið jafn slæmt. Stjórnvöld landsins geti litlu sem engu áorkað og verkefni Sameinuðu þjóðanna sem styður fámenn og vanbúin lögregluembætti á Haítí hafi engan veginn nægt fjármagn. Sameinuðu þjóðirnar segja að í annarri viku nóvember hafi tuttugu þúsund manns þurft að flýja heimili sín í höfuðborginni og að minnsta kosti 150 létu lífið vegna ofbeldisins þar. Vitað er til þess að 4.500 manns hafi verið myrtir á Haítí á þessu ári. Þá tilkynntu Læknar án landamæra (MSF) á dögunum að þeir væru að draga úr starfsemi sinni í Port-au-Prince vegna ógnana frá lögreglunni gegn starfsfólki og sjúklingum samtakanna. Er það í fyrsta sinn í rúm þrjátíu ár sem samtökin grípa til slíkra aðgerða á Haítí. Áætlað er að að minnsta kosti 4.500 manns hafi verið myrtir á Haítí á þessu ári.AP/Odelyn Joseph Í einu tilfelli, þegar sjálfboðaliðar MSF voru að flytja særða menn sem taldir voru vera meðlimir glæpagengis til aðhlynningar, réðst æstur múgur á þá, sprautaði táragasi á þá og voru særðu mennirnir myrtir. AP hefur eftir yfirmanni MSF að um harmleik sé að ræða. Íbúar Haítí hafi verulega takmarkaðan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Fáir lögregluþjónar frá Kenía komnir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti seint í fyrra að senda fjölþjóðlegt lið lögregluþjóna, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þessi hópur á að hjálpa til við að binda enda á óöldina í landinu og eru á fjórða hundruð lögreglumanna komnir til Haítí. Um 2.500 manns eiga að taka þátt í verkefninu þegar og ef það kemst á fullt skrið. Sjá einnig: Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina á Haítí Sendiherra Kanada á Haítí sagði í samtali við AP að þetta fámenna lið hefði „gert kraftaverk“ á skömmum tíma og þá sérstaklega miðað við umfang vandans sem þeir standa frammi fyrir og hversu fámennt liðið er, enn sem komið er. Lögregluþjónarnir eru sagðir hafa farið í eftirlitsferðir í Port-au-Prince og hefur nýmynduð ríkisstjórn forsætisráðherrans Alix Didier Fils-Aimé gefið út að áhersla verði lögð á að tryggja öryggi með helstu vegum höfuðborgarinnar. Alix Didier Fils-Aime, nýr forsætisráðherra Haítí.AP/Odelyn Joseph Sú yfirlýsing var gefin út á fimmtudaginn, nokkrum dögum eftir að hópur glæpamanna réðst á hverfi þar sem auðugri íbúar höfuðborgarinnar búa. Þá tóku íbúar höndum saman með lögregluþjónum og börðust gegn glæpamönnunum með byssum og sveðjum. Að minnsta kosti 28 glæpamenn voru felldir.
Haítí Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira