Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:02 Kvennamorð eru hrottalegasta og grófasta birtingarmynd ofbeldis gegn konum og stúlkum og bein afleiðing kynjamismununar, kynbundins ofbeldis og úreltra hugmynda um kynhlutverk. Í fyrra voru að minnsta kosti 51.100 konur myrtar af maka eða nákomnum ættingja, ein kona á tíu mínútna fresti. Kvennamorð eru framin um allan heim og ekkert ríki heims er undanskilið. Ekki einu sinni Ísland. Árið 2023 var kona drepin á 10 mínútna fresti. Árið 2022 var kona drepin á 11 mínútna fresti. Árið 2021 var kona drepin á 12 mínútna fresti. Hvað eru kvennamorð, kunna sum að spyrja sig? Kvennamorð eru morð framin í nánum samböndum, nauðgunarmorð, heiðursmorð, morð framin vegna heimanmundar, morð á konum sem sakaðar eru um galdra, morð og pyntingar á konum á átakasvæðum (samanber Mjanmar og Sýrland), morð á þolendum mansals og konum í vændi. Í Evrópu er gerandinn í 64% tilfella einstaklingur sem tengist konunni fjölskylduböndum, til dæmis maki eða náinn ættingi. Oftast er líkamlegt, andlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi undanfari kvennamorða. Ungar stúlkur eru í sérstökum áhættuhópi þegar kemur að ofbeldi í nánum samböndum. Ein af hverjum fjórum unglingsstúlkum á heimsvísu hefur verið beitt líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi fyrir 19 ára aldur. Ný skýrsla á vegum UN Women og UNODC, Fíkniefna- og sakamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, um kvennamorð sem framin voru árið 2023 sýnir að af þeim 85.000 konum sem myrtar voru af ásettu ráði, voru 60% myrtar af maka eða öðrum nánum ættingja (föður, móður, frændum eða bræðrum), alls 51.100 konur. Gögn frá þremur ríkjum – Frakklandi, Suður-Afríku og Kólumbíu – sýna að marktækur hluti kvenna sem myrtar voru af maka (22-37%) höfðu áður tilkynnt heimilisofbeldi til yfirvalda. Þetta bendir til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða fjölda kvenna ef úrræðum á borð við nálgunarbann hefði verið beitt strax í upphafi. Aðstæður þar sem ofbeldi í nánum samböndum getur endað með kvennamorði hafa verið rannsakaðar af afbrotafræðingum. Þær rannsóknir sýna að saga um heimilisofbeldi, hótanir um ofbeldi og yfirvofandi sambandsslit eru talin til áhættuþátta. Þó viðvörunarbjöllurnar klingi lágt í fyrstu, fer hljómur þeirra stigmagnandi þar til afleiðingar ofbeldisins verða með öllu óafturkræfar. Það er á okkar ábyrgð sem samfélags að leggja við hlustir þegar viðvörunarbjöllurnar fara af stað og bregðast strax við. Ein kona er drepin af hendi maka eða náins ættingja á 10 mínútna fresti. Þetta er ekki aðeins sorgleg tölfræðileg staðreynd, þetta eru líf sem hægt hefði verið að bjarga ef kynbundið ofbeldi fengi ekki að viðgangast um allan heim eins og það hefur gert hingað til. 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi hefst í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Alþjóðleg yfirskrift 16 daga átaksins í ár er Every 10 Minutes, a woman is killed.#NoExcuse. UNiTE to End Violence against Women. Nú er tími til að sameinast í eitt skipti fyrir öll um það að kynbundið ofbeldi fái ekki að þrífast lengur! Ég hvet öll til að mæta í Ljósagöngu UN Women á Íslandi í dag klukkan 17:00 og sýna þannig samstöðu í verki. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Kvennamorð eru hrottalegasta og grófasta birtingarmynd ofbeldis gegn konum og stúlkum og bein afleiðing kynjamismununar, kynbundins ofbeldis og úreltra hugmynda um kynhlutverk. Í fyrra voru að minnsta kosti 51.100 konur myrtar af maka eða nákomnum ættingja, ein kona á tíu mínútna fresti. Kvennamorð eru framin um allan heim og ekkert ríki heims er undanskilið. Ekki einu sinni Ísland. Árið 2023 var kona drepin á 10 mínútna fresti. Árið 2022 var kona drepin á 11 mínútna fresti. Árið 2021 var kona drepin á 12 mínútna fresti. Hvað eru kvennamorð, kunna sum að spyrja sig? Kvennamorð eru morð framin í nánum samböndum, nauðgunarmorð, heiðursmorð, morð framin vegna heimanmundar, morð á konum sem sakaðar eru um galdra, morð og pyntingar á konum á átakasvæðum (samanber Mjanmar og Sýrland), morð á þolendum mansals og konum í vændi. Í Evrópu er gerandinn í 64% tilfella einstaklingur sem tengist konunni fjölskylduböndum, til dæmis maki eða náinn ættingi. Oftast er líkamlegt, andlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi undanfari kvennamorða. Ungar stúlkur eru í sérstökum áhættuhópi þegar kemur að ofbeldi í nánum samböndum. Ein af hverjum fjórum unglingsstúlkum á heimsvísu hefur verið beitt líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi fyrir 19 ára aldur. Ný skýrsla á vegum UN Women og UNODC, Fíkniefna- og sakamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, um kvennamorð sem framin voru árið 2023 sýnir að af þeim 85.000 konum sem myrtar voru af ásettu ráði, voru 60% myrtar af maka eða öðrum nánum ættingja (föður, móður, frændum eða bræðrum), alls 51.100 konur. Gögn frá þremur ríkjum – Frakklandi, Suður-Afríku og Kólumbíu – sýna að marktækur hluti kvenna sem myrtar voru af maka (22-37%) höfðu áður tilkynnt heimilisofbeldi til yfirvalda. Þetta bendir til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða fjölda kvenna ef úrræðum á borð við nálgunarbann hefði verið beitt strax í upphafi. Aðstæður þar sem ofbeldi í nánum samböndum getur endað með kvennamorði hafa verið rannsakaðar af afbrotafræðingum. Þær rannsóknir sýna að saga um heimilisofbeldi, hótanir um ofbeldi og yfirvofandi sambandsslit eru talin til áhættuþátta. Þó viðvörunarbjöllurnar klingi lágt í fyrstu, fer hljómur þeirra stigmagnandi þar til afleiðingar ofbeldisins verða með öllu óafturkræfar. Það er á okkar ábyrgð sem samfélags að leggja við hlustir þegar viðvörunarbjöllurnar fara af stað og bregðast strax við. Ein kona er drepin af hendi maka eða náins ættingja á 10 mínútna fresti. Þetta er ekki aðeins sorgleg tölfræðileg staðreynd, þetta eru líf sem hægt hefði verið að bjarga ef kynbundið ofbeldi fengi ekki að viðgangast um allan heim eins og það hefur gert hingað til. 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi hefst í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Alþjóðleg yfirskrift 16 daga átaksins í ár er Every 10 Minutes, a woman is killed.#NoExcuse. UNiTE to End Violence against Women. Nú er tími til að sameinast í eitt skipti fyrir öll um það að kynbundið ofbeldi fái ekki að þrífast lengur! Ég hvet öll til að mæta í Ljósagöngu UN Women á Íslandi í dag klukkan 17:00 og sýna þannig samstöðu í verki. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar