Erlent

Fara fram á tveggja vikna gæslu­varð­hald yfir stjúpsyninum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hinn 27 ára Marius Borg Høiby er sonur Mette-Marit, eiginkonu Hákonar krónprins, úr fyrra sambandi.
Hinn 27 ára Marius Borg Høiby er sonur Mette-Marit, eiginkonu Hákonar krónprins, úr fyrra sambandi. EPA

Lögreglan í Noregi hefur farið fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir Mariusi Borg Høiby, stjúpsyni Hákonar krónprins. Høiby var handtekinn á mánudagskvöld en tvær nauðganir eru nú til rannsóknar í máli hans. 

Samkvæmt heimildum VG átti meint nauðgun sér stað á pálmasunnudag, þann 24. mars síðastliðinn, í íbúð í miðborg Óslór, þar sem brotaþoli var með skráð lögheimili. Miðillinn hefur eftir lögreglu að rannsókn á öðru nauðgunarmáli hafi hafist í gærkvöldi. 

Greint var frá því í gær að Høiby hefði verið handtekinn á mánudagskvöld og vistaður í fangageymslu vegna gruns um nauðgun. 

Sjá einnig: Stjúp­sonur norska krón­prinsins aftur hand­tekinn

Jafnframt hafi verið gerð húsleit í tengslum við málið. Í umfjöllun Dagbladet kom fram að Høiby sé grunaður um að hafa nauðgað konu þegar hún var meðvitundarlaus eða gat ekki af öðrum ástæðum veitt mótstöðu. Høiby er að auki grunaður um að hafa beitt konu ofbeldi í íbúð í ágúst síðastliðnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×