Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Árni Sæberg skrifar 20. nóvember 2024 16:59 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi. Vísir/Vilhelm Dómur í umfangsmiklu skattalagabrotamáli á hendur þremur konum gekk í gær. Ein þeirra gat sýnt fram á að himinháar greiðslur frá spænskum auðjöfri hafi getað verið lán og var því sýknuð. Mæðgur gátu það hins vegar ekki og voru sektaðar um á sjönda tug milljóna. Mál kvennanna þriggja hefur vakið talsverða athygli, enda var um að ræða greiðslur upp á þriðja hundrað milljóna króna, sem ekki voru taldar fram á skattframtölum kvennanna. Héraðssaksóknari ákærði konurnar þrjár í október síðasta árs fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Einni þeirra, 27 ára konu skráðri til heimilis á Selfossi, var gefið að sök að hafa ekki talið fram 132 milljónir króna tekjuárin 2016 og 2017. Auk konunnar sæta íslenskar mæðgur ákæru fyrir svipuð brot. Um er að ræða Írisi Heru Norðfjörð Jónsdóttur, sem rak veitingastaðinn Kryddlegin hjörtu við góðan orðstír í fjölda ára, og dóttur hennar Brynju Norðfjörð Gunnarsdóttir. Þær voru ákærðar fyrir að ekki talið fram gjafir upp á fimmtíu milljónir króna annars vegar og þrjátíu hins vegar. Brynja steig fram í viðtali við DV skömmu eftir að ákæra var gefin út og sagði málið henni og móður sinni afar þungbært. Hún hafi hreinlega ekki vitað að telja þyrfti gjafir fram sem tekjur. Gat framvísað samningi um lán Konan sem fékk mest lagt inn á reikning sinn frá auðmanninum var sem áður segir sýknuð. Því er hún ekki nafngreind í dóminum. Í dóminum segir að konan hafi borið fyrir sig að um lánagreiðslur hafi verið að ræða og framvísað samningi þess efnis. Í málinu hafi legið fyrir skattframtöl konunnar fyrir árin sem um ræddi. Þar hafi hún talið umræddar fjárhæðir frá auðmanninum fram sem skuldir. Líklega gjöf Í dóminum segir að af gögnum málsins, sem og hinum „mjög svo óvenjulega“ lánasamningi sem lá fyrir í málinu, mætti vissulega draga þá ályktun að líklegt sé að um hafi verið að ræða gjöf en ekki lán, enda liggi fyrir að skattyfirvöld, þar með talið Yfirskattanefnd, hafi hafnað því að um hafi verið að ræða lán. Því hafi verið slegið föstu við meðferð málsins hjá skattyfirvöldum að um hafi verið að ræða gjöf og fjármunirnir hafi verið skattlagðir samkvæmt því. Í sakamáli verði hins vegar ekki sakfellt nema fram sé komin nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, um hvert það atriði sem varðar sekt ákærðs manns. Að mati dómsins væri ekki fram komin nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, um að téðir fjármunir hafi verið gjöf en ekki lán og þar með ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að konan hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru. Því var hún sýknuð. Önnur játaði Brynja játaði skýlaust þá háttsemi sem henni var gefin að sök í ákæru og því var talin komin fram sönnun fyrir því að hún væri sek. Hún lét undir höfuð leggjast að telja fram sem skattskyldar gjafir greiðslur frá auðmanninum, 13.145.000 krónur á gjaldárinu 2016 og 16.304.900 krónur á gjaldárinu 2018, eða samtals 29.449.900 krónur. Með því kom hún sér undan greiðslu um ellefu milljóna króna í tekjuskatt. Hún var dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 22 milljóna króna fésektar í ríkissjóð. Móðirin skuldar talsvert meira Í dóminum segir að Íris Hera hafi aftur á móti haldið uppi vörnum í málinu og borið fyrir sig að um lán en ekki gjafir hafi verið að ræða. Ekki hafi legið fyrir neinn skriflegur samningur eða nein skjalleg gögn sem geti rennt stoðum undir ætlaða lánveitingu.Í þessu efni beri þó að nefna að í gögnum málsins sé að finna óundirritað og ódagsett skjal hvers efni sé að maðurinn staðfesti að hafa lánað Írisi heru 421.638 bandaríkjadali, en í yfirlýsingunni segi að lánið sé opið, á ensku „open ended“, það er að hún muni endurgreiða þegar hún geti það í framtíðinni. Að mati dómsins lýsi efni þessa skjals ekki láni heldur gjöf. Með vísan til þess og atvika málsins taldi dómurinn að sannað væri að Íris Hera hafi framið þau brot sem lýst var í ákæru. Hún var því dæmd til tíu mánaða skilorðsbundinnar refsingar og greiðslu 42 milljóna króna fésektar í ríkissjóð. Hún vantaldi greiðslur upp á alls 52 milljónir króna og kom sér hjá greiðslu 21 milljónar króna. Árborg Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Mál kvennanna þriggja hefur vakið talsverða athygli, enda var um að ræða greiðslur upp á þriðja hundrað milljóna króna, sem ekki voru taldar fram á skattframtölum kvennanna. Héraðssaksóknari ákærði konurnar þrjár í október síðasta árs fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Einni þeirra, 27 ára konu skráðri til heimilis á Selfossi, var gefið að sök að hafa ekki talið fram 132 milljónir króna tekjuárin 2016 og 2017. Auk konunnar sæta íslenskar mæðgur ákæru fyrir svipuð brot. Um er að ræða Írisi Heru Norðfjörð Jónsdóttur, sem rak veitingastaðinn Kryddlegin hjörtu við góðan orðstír í fjölda ára, og dóttur hennar Brynju Norðfjörð Gunnarsdóttir. Þær voru ákærðar fyrir að ekki talið fram gjafir upp á fimmtíu milljónir króna annars vegar og þrjátíu hins vegar. Brynja steig fram í viðtali við DV skömmu eftir að ákæra var gefin út og sagði málið henni og móður sinni afar þungbært. Hún hafi hreinlega ekki vitað að telja þyrfti gjafir fram sem tekjur. Gat framvísað samningi um lán Konan sem fékk mest lagt inn á reikning sinn frá auðmanninum var sem áður segir sýknuð. Því er hún ekki nafngreind í dóminum. Í dóminum segir að konan hafi borið fyrir sig að um lánagreiðslur hafi verið að ræða og framvísað samningi þess efnis. Í málinu hafi legið fyrir skattframtöl konunnar fyrir árin sem um ræddi. Þar hafi hún talið umræddar fjárhæðir frá auðmanninum fram sem skuldir. Líklega gjöf Í dóminum segir að af gögnum málsins, sem og hinum „mjög svo óvenjulega“ lánasamningi sem lá fyrir í málinu, mætti vissulega draga þá ályktun að líklegt sé að um hafi verið að ræða gjöf en ekki lán, enda liggi fyrir að skattyfirvöld, þar með talið Yfirskattanefnd, hafi hafnað því að um hafi verið að ræða lán. Því hafi verið slegið föstu við meðferð málsins hjá skattyfirvöldum að um hafi verið að ræða gjöf og fjármunirnir hafi verið skattlagðir samkvæmt því. Í sakamáli verði hins vegar ekki sakfellt nema fram sé komin nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, um hvert það atriði sem varðar sekt ákærðs manns. Að mati dómsins væri ekki fram komin nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, um að téðir fjármunir hafi verið gjöf en ekki lán og þar með ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að konan hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru. Því var hún sýknuð. Önnur játaði Brynja játaði skýlaust þá háttsemi sem henni var gefin að sök í ákæru og því var talin komin fram sönnun fyrir því að hún væri sek. Hún lét undir höfuð leggjast að telja fram sem skattskyldar gjafir greiðslur frá auðmanninum, 13.145.000 krónur á gjaldárinu 2016 og 16.304.900 krónur á gjaldárinu 2018, eða samtals 29.449.900 krónur. Með því kom hún sér undan greiðslu um ellefu milljóna króna í tekjuskatt. Hún var dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 22 milljóna króna fésektar í ríkissjóð. Móðirin skuldar talsvert meira Í dóminum segir að Íris Hera hafi aftur á móti haldið uppi vörnum í málinu og borið fyrir sig að um lán en ekki gjafir hafi verið að ræða. Ekki hafi legið fyrir neinn skriflegur samningur eða nein skjalleg gögn sem geti rennt stoðum undir ætlaða lánveitingu.Í þessu efni beri þó að nefna að í gögnum málsins sé að finna óundirritað og ódagsett skjal hvers efni sé að maðurinn staðfesti að hafa lánað Írisi heru 421.638 bandaríkjadali, en í yfirlýsingunni segi að lánið sé opið, á ensku „open ended“, það er að hún muni endurgreiða þegar hún geti það í framtíðinni. Að mati dómsins lýsi efni þessa skjals ekki láni heldur gjöf. Með vísan til þess og atvika málsins taldi dómurinn að sannað væri að Íris Hera hafi framið þau brot sem lýst var í ákæru. Hún var því dæmd til tíu mánaða skilorðsbundinnar refsingar og greiðslu 42 milljóna króna fésektar í ríkissjóð. Hún vantaldi greiðslur upp á alls 52 milljónir króna og kom sér hjá greiðslu 21 milljónar króna.
Árborg Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira