Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 13:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri nýtti tækifærið í morgun og þakka Rannveigu Sigurðdardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fyrir samstarfið. Vísir/Vilhelm Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, sat sinn síðasta kynningarfund peningastefnunefndar í morgun en hún lætur af störfum þegar skipunartími hennar rennur út um áramótin. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri nýtti tækifærið við lok fundarins til að þakka Rannveigu fyrir sitt framlag en enginn hefur lengri reynslu en Rannveig af vettvangi peningastefnunefndar. „Af 125 fundum nefndarinnar frá upphafi þá hef ég setið alla nema einn og tekið ákvarðanir á fjórðungi þeirra. Þannig þetta verður mjög áhugavert að horfa á þetta í febrúar og vita hvort ég geti rétt til um hvað nefndin vilji gera,“ sagði Rannveig létt í bragði við tilefnið. Þá þakkaði hún kollegum sínum fyrir samstarfið og nýtti einnig tækifærið til að þakka fulltrúum greiningardeilda fjármálastofnanna sem viðstaddir voru á kynningarfundinum. Rannveig var ráðin til starfa í Seðlabankanum árið 2002 og var um áratug staðgengill aðalhagfræðings bankans áður en hún var skipuð í embætti aðstoðarseðlabankastjóra 1. júlí 2018. Hún varð síðan varaseðlabankastjóri peningastefnu við sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins 1. janúar 2020. Hefði mátt vera minni verðbólga og minna um áföll „Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími, það hefði mátt vera…“ sagði Rannveig þegar Ásgeir Jónsson greip létt fram í og botnaði setninguna: „…minni verðbólga?“ sagði Ásgeir og uppskar við það hlátur í salnum. „Alltaf minni verðbólga en líka minni áföll,“ hélt Rannveig áfram og rifjaði sérstaklega upp að þegar peningastefnunefndin tók til starfa hafi Ísland verið statt í miðju „fjármálaáfalli“. Þá hafi aðstæður einnig verið krefjandi þegar kórónuveirufaraldurinn reið yfir. „Þar sem við meðal annars fáum lækna á fund til þess að fara yfir málin með okkur sem er ekki mjög venjulegt,“ sagði Rannveig sem nefndi jafnframt að gríðarlegur vöxtur hafi verið í ferðaþjónustunni á tímabilinu. „Þetta er aldrei beina brautin eða lognmolla, það er náttúrlega það sem er svo skemmtilegt við þetta starf er það að það er sjaldan kleinuástand í íslensku hagkerfi,“ sagði Rannveig. Hún var hógvær þegar hún nefndi einnig að sennilega taki hún með sér töluvert stofnanaminni úr Seðlabankanum enda enginn sem hefur setið jafn marga fundi peningastefnunefndar frá upphafi. „Ég vil bara þakka þér kærlega fyrir,“ sagði Ásgeir Jónsson að lokum. Seðlabankinn Efnahagsmál Vistaskipti Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
„Af 125 fundum nefndarinnar frá upphafi þá hef ég setið alla nema einn og tekið ákvarðanir á fjórðungi þeirra. Þannig þetta verður mjög áhugavert að horfa á þetta í febrúar og vita hvort ég geti rétt til um hvað nefndin vilji gera,“ sagði Rannveig létt í bragði við tilefnið. Þá þakkaði hún kollegum sínum fyrir samstarfið og nýtti einnig tækifærið til að þakka fulltrúum greiningardeilda fjármálastofnanna sem viðstaddir voru á kynningarfundinum. Rannveig var ráðin til starfa í Seðlabankanum árið 2002 og var um áratug staðgengill aðalhagfræðings bankans áður en hún var skipuð í embætti aðstoðarseðlabankastjóra 1. júlí 2018. Hún varð síðan varaseðlabankastjóri peningastefnu við sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins 1. janúar 2020. Hefði mátt vera minni verðbólga og minna um áföll „Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími, það hefði mátt vera…“ sagði Rannveig þegar Ásgeir Jónsson greip létt fram í og botnaði setninguna: „…minni verðbólga?“ sagði Ásgeir og uppskar við það hlátur í salnum. „Alltaf minni verðbólga en líka minni áföll,“ hélt Rannveig áfram og rifjaði sérstaklega upp að þegar peningastefnunefndin tók til starfa hafi Ísland verið statt í miðju „fjármálaáfalli“. Þá hafi aðstæður einnig verið krefjandi þegar kórónuveirufaraldurinn reið yfir. „Þar sem við meðal annars fáum lækna á fund til þess að fara yfir málin með okkur sem er ekki mjög venjulegt,“ sagði Rannveig sem nefndi jafnframt að gríðarlegur vöxtur hafi verið í ferðaþjónustunni á tímabilinu. „Þetta er aldrei beina brautin eða lognmolla, það er náttúrlega það sem er svo skemmtilegt við þetta starf er það að það er sjaldan kleinuástand í íslensku hagkerfi,“ sagði Rannveig. Hún var hógvær þegar hún nefndi einnig að sennilega taki hún með sér töluvert stofnanaminni úr Seðlabankanum enda enginn sem hefur setið jafn marga fundi peningastefnunefndar frá upphafi. „Ég vil bara þakka þér kærlega fyrir,“ sagði Ásgeir Jónsson að lokum.
Seðlabankinn Efnahagsmál Vistaskipti Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira