Tárvotur Nadal kvaddi: „Góð manneskja frá litlum bæ“ Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2024 09:32 Rafael Nadal þerrar tárin á kveðjustundinni í Málaga í gærkvöld. Getty/Clive Brunskill Spænska tennisgoðsögnin Rafa Nadal kvaddi með tár á hvarmi, og sömuleiðis mátti sjá tár í augum áhorfenda, eftir að hann spilaði sinn síðasta leik í gærkvöld. Nadal, sem vann 22 risamót á sínum frábæra ferli, tilkynnti í október að hann hygðist leggja tennisspaðann á hilluna. Á glæsilegum ferli settu meiðsli stórt strik í reikninginn síðustu misserin. „Raunin er sú að þetta hafa verið erfið ár, sérstaklega tvö síðustu. Ég held að ég hafi ekki getað spilað tennis af fullum þrótti,“ sagði Nadal þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Hinn 38 ára gamli Nadal lauk 23 ára ferli sem atvinnumaður á því að spila með spænska landsliðinu í Davis Cup, á heimavelli í Málaga. Hann endaði á tapi gegn Botic van de Zandschulp frá Hollandi í 8-liða úrslitum, 6-4 og 6-4. „Hringnum er þar með lokað“ „Ég tapaði fyrsta leiknum mínum á Davis Cup og núna þeim síðasta. Hringnum er þar með lokað,“ sagði Nadal við blaðamenn í gærkvöld eftir að aðdáendur höfðu kyrjað nafn hans og hyllt hann. Rafa Nadal with tears in his eyes as he says goodbye to tennis. His family is in tears. We’re all in tears for this man. The greatest fighter in history… Rafael Nadal Parera.You. Are. Infinite. 🥹🇪🇸❤️🇪🇸 pic.twitter.com/mMCrqESpLR— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) November 19, 2024 „Sannleikurinn er sá að maður vill aldrei að það komi að þessum tímapunkti. Ég er ekki þreyttur á að spila tennis en líkaminn minn vill ekki spila lengur og maður verður að sætta sig við það,“ sagði Nadal en bætti við að það væru forréttindi að hafa getað spilað svona lengi. Aðspurður hvernig hann vildi að sín yrði minnst svaraði Spánverjinn geðugi: „Ég myndi óska að fólk myndi eftir mér sem góðri manneskju frá litlum bæ í Mallorca. Að ég hefði átt þetta líf. Ég átti frænda sem var tennisþjálfari í bænum mínum þegar ég var lítill krakki. Bara krakki sem að elti drauminn sinn og lagði allt í sölurnar til að ná þangað sem ég hef náð. Það er þannig að margir leggja hart að sér, reyna sitt allra besta alla daga. Ég er einn af þeim sem varð heppinn,“ sagði Nadal. Tennis Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Nadal, sem vann 22 risamót á sínum frábæra ferli, tilkynnti í október að hann hygðist leggja tennisspaðann á hilluna. Á glæsilegum ferli settu meiðsli stórt strik í reikninginn síðustu misserin. „Raunin er sú að þetta hafa verið erfið ár, sérstaklega tvö síðustu. Ég held að ég hafi ekki getað spilað tennis af fullum þrótti,“ sagði Nadal þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Hinn 38 ára gamli Nadal lauk 23 ára ferli sem atvinnumaður á því að spila með spænska landsliðinu í Davis Cup, á heimavelli í Málaga. Hann endaði á tapi gegn Botic van de Zandschulp frá Hollandi í 8-liða úrslitum, 6-4 og 6-4. „Hringnum er þar með lokað“ „Ég tapaði fyrsta leiknum mínum á Davis Cup og núna þeim síðasta. Hringnum er þar með lokað,“ sagði Nadal við blaðamenn í gærkvöld eftir að aðdáendur höfðu kyrjað nafn hans og hyllt hann. Rafa Nadal with tears in his eyes as he says goodbye to tennis. His family is in tears. We’re all in tears for this man. The greatest fighter in history… Rafael Nadal Parera.You. Are. Infinite. 🥹🇪🇸❤️🇪🇸 pic.twitter.com/mMCrqESpLR— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) November 19, 2024 „Sannleikurinn er sá að maður vill aldrei að það komi að þessum tímapunkti. Ég er ekki þreyttur á að spila tennis en líkaminn minn vill ekki spila lengur og maður verður að sætta sig við það,“ sagði Nadal en bætti við að það væru forréttindi að hafa getað spilað svona lengi. Aðspurður hvernig hann vildi að sín yrði minnst svaraði Spánverjinn geðugi: „Ég myndi óska að fólk myndi eftir mér sem góðri manneskju frá litlum bæ í Mallorca. Að ég hefði átt þetta líf. Ég átti frænda sem var tennisþjálfari í bænum mínum þegar ég var lítill krakki. Bara krakki sem að elti drauminn sinn og lagði allt í sölurnar til að ná þangað sem ég hef náð. Það er þannig að margir leggja hart að sér, reyna sitt allra besta alla daga. Ég er einn af þeim sem varð heppinn,“ sagði Nadal.
Tennis Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira