Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. nóvember 2024 23:48 Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens. vísir/ívar Útboð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á myndgreiningarþjónustu hefur verið stöðvað. Verulegar líkur hafa verið leiddar að brotum gegn lögum um opinber innkaup með útboðinu. Þetta kemur fram í ákvörðun kærunefndar útboðsmála sem gefin var út í dag. Intuens Segulómun kærði útboð Fjársýslu ríkisins, fyrir hönd SÍ, á myndgreiningarþjónustu í október á þessu ári. Forsvarsmenn Intuens sögðu útboðið sérsniðið að starfandi aðilum á markið og því ólögmætt. Intuens hélt fram að ákveðnir skilmálar í útboðsgögnunum væru ólögmætir og að þeir væru sérstaklega sniðnir að ákveðnum fyrirtækjum. Var því krafist að útboðið yrði auglýst á nýjan leik án skilmálanna. Loks var krafist af Intuens að innkaupaferlið yrði stöðvað alfarið. SÍ var fyrr í mánuðinum gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki. Sex skilmálar til þess gerðir að útiloka fyrirtækið Einungis hefur verið fallist á stöðvunarkröfu Intuens en leyst verður úr öðrum kröfum með úrskurði þegar endanleg sjónarmið fyrirtækisins hafa komið fram og allir aðilar hafa skilað tilskyldum gögnum. Í kröfu sinni telur Intuens upp sex skilmála sem séu til þess gerðir að útiloka fyrirtækið og þar með ólögmætir. SÍ hafnaði öllum kröfum Intuens og héldu því fram að framkvæmd útboðsins væri í samræmi við lög. Kærunefndin tók ekki undir rök SÍ en í fimm af sex atriðum taldi nefndin verulegar líkur hafa verið leiddar að því að skilmálarnir færu í bága við lög um opinber innkaup. Fagnar niðurstöðunni Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, fagnar niðurstöðunni í samtali við Vísi. Starfsemi segulómunarfyrirtækisins Intuens rataði í fréttir fyrir ári síðan, eftir að læknar stigu fram og gagnrýndu fyrirtækið fyrir að bjóða upp á heilskimun með segulómun, sem margir sögðu peningaplokk. Fréttir voru fluttar af því að fyrirtækið hefði gert grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í kjölfarið. Intuens sótti loks um að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands vegna hefðbundinna segulómrannsókna, sem Sjúkratryggingar eru þegar með við þrjú önnur fyrirtæki en því var hafnað. Intuens kærði Sjúkratryggingar til kærunefndar útboðsmála, krafðist þess að samningar við hin fyrirtækin yrðu lýstir óvirkir og að farið yrði í útboð. „Hvað er eiginlega planið með þessu?“ „Þetta er vissulega sigur fyrir okkur. Við höfum alltaf bara haldið því fram að við höfum verið beitt órétti í þessu máli allan þennan tíma. Nú er SÍ búið að fá þessa niðurstöðu til sín og þá spyr maður sig bara, hvað er eiginlega planið með þessu? Hvað er planið með að vera með ólöglega samninga til tuttugu ára og vilja svo ekki semja við ný fyrirtæki þegar þau koma inn á markaðinn og setja út útboð sem er ólöglegt?“ Hún tekur fram að SÍ þurfi að svara fyrir þetta og hvernig þau verji skattpeningum ríkisins. „Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir þau. Við erum pínu lítið sprotafyrirtæki sem er að koma upp um þessa starfsemi og leggja áherslu á hvernig starfsemi sé þarna í gangi. Við sem pínu lítið fyrirtæki erum að berjast fyrir því að leita réttar okkar trekk í trekk.“ Hún segist vonast til þess að Intuens fái nú að blómstra á sama grundvelli og önnur myndgreiningarfyrirtæki á Íslandi. Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Þetta kemur fram í ákvörðun kærunefndar útboðsmála sem gefin var út í dag. Intuens Segulómun kærði útboð Fjársýslu ríkisins, fyrir hönd SÍ, á myndgreiningarþjónustu í október á þessu ári. Forsvarsmenn Intuens sögðu útboðið sérsniðið að starfandi aðilum á markið og því ólögmætt. Intuens hélt fram að ákveðnir skilmálar í útboðsgögnunum væru ólögmætir og að þeir væru sérstaklega sniðnir að ákveðnum fyrirtækjum. Var því krafist að útboðið yrði auglýst á nýjan leik án skilmálanna. Loks var krafist af Intuens að innkaupaferlið yrði stöðvað alfarið. SÍ var fyrr í mánuðinum gert að greiða 41 milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki. Sex skilmálar til þess gerðir að útiloka fyrirtækið Einungis hefur verið fallist á stöðvunarkröfu Intuens en leyst verður úr öðrum kröfum með úrskurði þegar endanleg sjónarmið fyrirtækisins hafa komið fram og allir aðilar hafa skilað tilskyldum gögnum. Í kröfu sinni telur Intuens upp sex skilmála sem séu til þess gerðir að útiloka fyrirtækið og þar með ólögmætir. SÍ hafnaði öllum kröfum Intuens og héldu því fram að framkvæmd útboðsins væri í samræmi við lög. Kærunefndin tók ekki undir rök SÍ en í fimm af sex atriðum taldi nefndin verulegar líkur hafa verið leiddar að því að skilmálarnir færu í bága við lög um opinber innkaup. Fagnar niðurstöðunni Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, fagnar niðurstöðunni í samtali við Vísi. Starfsemi segulómunarfyrirtækisins Intuens rataði í fréttir fyrir ári síðan, eftir að læknar stigu fram og gagnrýndu fyrirtækið fyrir að bjóða upp á heilskimun með segulómun, sem margir sögðu peningaplokk. Fréttir voru fluttar af því að fyrirtækið hefði gert grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í kjölfarið. Intuens sótti loks um að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands vegna hefðbundinna segulómrannsókna, sem Sjúkratryggingar eru þegar með við þrjú önnur fyrirtæki en því var hafnað. Intuens kærði Sjúkratryggingar til kærunefndar útboðsmála, krafðist þess að samningar við hin fyrirtækin yrðu lýstir óvirkir og að farið yrði í útboð. „Hvað er eiginlega planið með þessu?“ „Þetta er vissulega sigur fyrir okkur. Við höfum alltaf bara haldið því fram að við höfum verið beitt órétti í þessu máli allan þennan tíma. Nú er SÍ búið að fá þessa niðurstöðu til sín og þá spyr maður sig bara, hvað er eiginlega planið með þessu? Hvað er planið með að vera með ólöglega samninga til tuttugu ára og vilja svo ekki semja við ný fyrirtæki þegar þau koma inn á markaðinn og setja út útboð sem er ólöglegt?“ Hún tekur fram að SÍ þurfi að svara fyrir þetta og hvernig þau verji skattpeningum ríkisins. „Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir þau. Við erum pínu lítið sprotafyrirtæki sem er að koma upp um þessa starfsemi og leggja áherslu á hvernig starfsemi sé þarna í gangi. Við sem pínu lítið fyrirtæki erum að berjast fyrir því að leita réttar okkar trekk í trekk.“ Hún segist vonast til þess að Intuens fái nú að blómstra á sama grundvelli og önnur myndgreiningarfyrirtæki á Íslandi.
Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira