„Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2024 22:53 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur eftir að hafa horft á sína menn kasta frá sér sigrinum gegn stórliði Vardar í Evrópukeppni karla í handbolta í kvöld. „Maður hafði góða tilfinningu þegar við komumst í 29-26. Við hefðum kannski átt að vera búnir að skipta aðeins fyrr, en þegar maður er í taktinum þá er það erfitt,“ sagði Óskar Bjarni í leikslok. „Þá hafði ég bara á tilfinningunni að við ættum að vinna þá með 4-5 mörkum og fannst við vera komnir með smá tak á þeim. Svo missum við leikinn frá okkur, missum mann út af og vorum komnir undir. Þannig mér fannst líka karakter að snúa þessu aftur við.“ „Ég sá ekki þetta bíó þarna í lokin, en dómararnir sáu þetta og þetta var líklega rétt, en við áttum að vera búnir að gera út um leikinn fyrr. Ekki setja sjálfa okkur í þessa stöðu,“ bætti Óskar við. Reynsluleysi í spennu Bíóið sem Óskar talar um var atvik á síðustu sekúndunum þar sem Kristófer Máni Jónasson tafði töku aukakasts Vardar og fékk fyrir það dæmt á sig víti og beint rautt spjald þegar laiktíminn var liðinn. Víti sem Vardar skoraði úr og jafnaði þar með leikinn. „Það sem gerist þarna hjá okkur er bara það að ef við berum saman til dæmis handbolta og körfubolta þá er nánast í hverjum einasta leik í körfunni einhver spenna í lokin á meðan það líða kannski 40 leikir á milli þess í handboltanum. Það gerist bara of sjaldan.“ „Eins og ég segi þá sá ég þetta ekki, en við áttum bara að vera búnir að gera út um leikinn. Það er ekkert við Mána að sakast. Þetta er bara leiðinlegt atvik og leiðinlegt að þeir nái að jafna á þessu því að með sigri þá hefðum við farið til Portúgal enn með möguleika á því að fara áfram. Það hefði verið skemmtileg pressa og að vinna heimaleik hefði líka bara verið gaman. En það er margt gott í þessu og það má ekki alveg tapa sér.“ Þá vill Óskar meina að Valsliðið hafi verið sinn versti óvinur í leik kvöldsins. „Ég vil nú meina að þetta hafi bara verið okkur að kenna. Við erum klaufar, erum í undirtölu og förum með tvær sóknir allt of snemma í fyrri hálfleik og missum þetta hratt niður. Erum líka svolítið að koma með menn kalda inn og það er hægt að skrifa það á mig.“ „Í stöðunni 29-26 hleypum við þeim aftur of snemma inn í þetta og erum með aulatæknifeila. Mér fannst þegar við náðum góðu tempói í sóknarleikinn og skoti á mark þá endaði boltinn eiginlega alltaf inni. Það var algjör óþarfi að vera með einhverja tæknfeila því þeir voru ekki að verja vel,“ bætti Óskar við. Ætla að klára keppnina með stæl Þrátt fyrir að möguleiki Vals um að komast upp úr riðlinum sé úr sögunni á liðið þá enn einn leik eftir þegar liðið heimsækir Þorstein Leó Gunnarsson og félaga í Porto. „Við förum til Porto og mætum þar stórliði með marga frábæra leikmenn og Þorstein Leó. Þeir spila í skemmtilegri höll og við skemmtilegar aðstæður. Það gefur okkar liði mjög mikið.“ „Sumir eru mjög reyndir í þessari keppni eins og Björgvin Páll og Alexander Petersson, en svo eru aðrir sem eru bara að fá nasaþefinn. Auðvitað hefði verið gaman að vera með aðeins meira í húfi, en fyrirfram bjuggumst við ekkert við því að það yrði eitthvað svoleiðis þegar það var dregið í riðla. Ég vil samt meina að við hefðum getað gert betur í mörgum af þessum leikjum. Örlítið betur. Alltaf vill maður meira,“ sagði Óskar að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
„Maður hafði góða tilfinningu þegar við komumst í 29-26. Við hefðum kannski átt að vera búnir að skipta aðeins fyrr, en þegar maður er í taktinum þá er það erfitt,“ sagði Óskar Bjarni í leikslok. „Þá hafði ég bara á tilfinningunni að við ættum að vinna þá með 4-5 mörkum og fannst við vera komnir með smá tak á þeim. Svo missum við leikinn frá okkur, missum mann út af og vorum komnir undir. Þannig mér fannst líka karakter að snúa þessu aftur við.“ „Ég sá ekki þetta bíó þarna í lokin, en dómararnir sáu þetta og þetta var líklega rétt, en við áttum að vera búnir að gera út um leikinn fyrr. Ekki setja sjálfa okkur í þessa stöðu,“ bætti Óskar við. Reynsluleysi í spennu Bíóið sem Óskar talar um var atvik á síðustu sekúndunum þar sem Kristófer Máni Jónasson tafði töku aukakasts Vardar og fékk fyrir það dæmt á sig víti og beint rautt spjald þegar laiktíminn var liðinn. Víti sem Vardar skoraði úr og jafnaði þar með leikinn. „Það sem gerist þarna hjá okkur er bara það að ef við berum saman til dæmis handbolta og körfubolta þá er nánast í hverjum einasta leik í körfunni einhver spenna í lokin á meðan það líða kannski 40 leikir á milli þess í handboltanum. Það gerist bara of sjaldan.“ „Eins og ég segi þá sá ég þetta ekki, en við áttum bara að vera búnir að gera út um leikinn. Það er ekkert við Mána að sakast. Þetta er bara leiðinlegt atvik og leiðinlegt að þeir nái að jafna á þessu því að með sigri þá hefðum við farið til Portúgal enn með möguleika á því að fara áfram. Það hefði verið skemmtileg pressa og að vinna heimaleik hefði líka bara verið gaman. En það er margt gott í þessu og það má ekki alveg tapa sér.“ Þá vill Óskar meina að Valsliðið hafi verið sinn versti óvinur í leik kvöldsins. „Ég vil nú meina að þetta hafi bara verið okkur að kenna. Við erum klaufar, erum í undirtölu og förum með tvær sóknir allt of snemma í fyrri hálfleik og missum þetta hratt niður. Erum líka svolítið að koma með menn kalda inn og það er hægt að skrifa það á mig.“ „Í stöðunni 29-26 hleypum við þeim aftur of snemma inn í þetta og erum með aulatæknifeila. Mér fannst þegar við náðum góðu tempói í sóknarleikinn og skoti á mark þá endaði boltinn eiginlega alltaf inni. Það var algjör óþarfi að vera með einhverja tæknfeila því þeir voru ekki að verja vel,“ bætti Óskar við. Ætla að klára keppnina með stæl Þrátt fyrir að möguleiki Vals um að komast upp úr riðlinum sé úr sögunni á liðið þá enn einn leik eftir þegar liðið heimsækir Þorstein Leó Gunnarsson og félaga í Porto. „Við förum til Porto og mætum þar stórliði með marga frábæra leikmenn og Þorstein Leó. Þeir spila í skemmtilegri höll og við skemmtilegar aðstæður. Það gefur okkar liði mjög mikið.“ „Sumir eru mjög reyndir í þessari keppni eins og Björgvin Páll og Alexander Petersson, en svo eru aðrir sem eru bara að fá nasaþefinn. Auðvitað hefði verið gaman að vera með aðeins meira í húfi, en fyrirfram bjuggumst við ekkert við því að það yrði eitthvað svoleiðis þegar það var dregið í riðla. Ég vil samt meina að við hefðum getað gert betur í mörgum af þessum leikjum. Örlítið betur. Alltaf vill maður meira,“ sagði Óskar að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni