„Bara svona skítatilfinning“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2024 22:36 Vísir/Anton Brink Úlfar Páll Monsi Þórðarson var súr og svekktur eftir 34-34 jafntefli Vals gegn Vardar í Evrópukeppni karla í handbolta í kvöld. „Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði, sérstaklega miðað við það að við vorum bara með þetta í okkar höndum,“ sagði Úlfar eftir leikinn. „Þetta er bara svona skítatilfinning.“ Valsmenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik áður en liðið náði aftur upp þriggja marka forskoti í þeim síðari. „Mér fannst slæmi kaflinn hjá okkur kannski vera fulllangur. Hann kemur í hverjum leik, en við vorum kannski bara of lengi að stoppa blæðinguna.“ Valsliðið hafði eins marks forystu þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum, en Kristófer Máni Jónasson gerðist þá sekur um slæm mistök. Hann slengdi þá fæti í boltann og tafði töku aukakasts gestanna, sem varð til þess að Vardar fékk víti og Kristófer fékk beint rautt spjald. Víti sem gestirnir skoruðu úr og tryggðu sér annað stigið. „Þetta var bara eitthvað sem gerist alveg í hita leiksins. Það var bara allt í botni. Ég sá þetta ekki alveg nógu vel, en ég held að ég hefði gert nákvæmlega það sama og Máni ef ég hefði verið í hans stöðu. Hann var bara óheppinn að þetta leit svona illa út.“ Þá var Úlfar sammála þjálfara Vals, Óskari Bjarna Óskarssyni, sem sagði að líklega liði of langt á milli þessarra spennuleikja í handbolta til að menn hefðu reynslu af því hvað skyldi gera á síðustu sekúndunum. „Þetta er ágætispunktur. Í raun og veru er þetta fyrsti leikurinn okkar á þessu tímabili þar sem það er allt undir. Þannig já, kannski reynsluleysi eða eitthvað taktleysi.“ Þrátt fyrir að vera í raun fallnir úr leik í Evrópudeildinni eiga Valsmenn þó einn leik eftir þegar liðið heimsækir Þorstein Leó Gunnarsson og félaga í Porto. Úlfar segir mikilvægt að sýna sínar bestu hliðar í þeim leik þrátt fyrir að ekkert sé undir. „Ég held að það sé kannski bara aðeins öðruvísi að gíra sig í þann leik núna. Núna snýst þetta bara um að klára verkefnið með stæl og gera þetta faglega. Við erum Valur og eigum að sýna fagmennsku, fyrst og fremst,“ sagði Úlfar að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
„Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði, sérstaklega miðað við það að við vorum bara með þetta í okkar höndum,“ sagði Úlfar eftir leikinn. „Þetta er bara svona skítatilfinning.“ Valsmenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik áður en liðið náði aftur upp þriggja marka forskoti í þeim síðari. „Mér fannst slæmi kaflinn hjá okkur kannski vera fulllangur. Hann kemur í hverjum leik, en við vorum kannski bara of lengi að stoppa blæðinguna.“ Valsliðið hafði eins marks forystu þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum, en Kristófer Máni Jónasson gerðist þá sekur um slæm mistök. Hann slengdi þá fæti í boltann og tafði töku aukakasts gestanna, sem varð til þess að Vardar fékk víti og Kristófer fékk beint rautt spjald. Víti sem gestirnir skoruðu úr og tryggðu sér annað stigið. „Þetta var bara eitthvað sem gerist alveg í hita leiksins. Það var bara allt í botni. Ég sá þetta ekki alveg nógu vel, en ég held að ég hefði gert nákvæmlega það sama og Máni ef ég hefði verið í hans stöðu. Hann var bara óheppinn að þetta leit svona illa út.“ Þá var Úlfar sammála þjálfara Vals, Óskari Bjarna Óskarssyni, sem sagði að líklega liði of langt á milli þessarra spennuleikja í handbolta til að menn hefðu reynslu af því hvað skyldi gera á síðustu sekúndunum. „Þetta er ágætispunktur. Í raun og veru er þetta fyrsti leikurinn okkar á þessu tímabili þar sem það er allt undir. Þannig já, kannski reynsluleysi eða eitthvað taktleysi.“ Þrátt fyrir að vera í raun fallnir úr leik í Evrópudeildinni eiga Valsmenn þó einn leik eftir þegar liðið heimsækir Þorstein Leó Gunnarsson og félaga í Porto. Úlfar segir mikilvægt að sýna sínar bestu hliðar í þeim leik þrátt fyrir að ekkert sé undir. „Ég held að það sé kannski bara aðeins öðruvísi að gíra sig í þann leik núna. Núna snýst þetta bara um að klára verkefnið með stæl og gera þetta faglega. Við erum Valur og eigum að sýna fagmennsku, fyrst og fremst,“ sagði Úlfar að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira