„Bara svona skítatilfinning“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2024 22:36 Vísir/Anton Brink Úlfar Páll Monsi Þórðarson var súr og svekktur eftir 34-34 jafntefli Vals gegn Vardar í Evrópukeppni karla í handbolta í kvöld. „Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði, sérstaklega miðað við það að við vorum bara með þetta í okkar höndum,“ sagði Úlfar eftir leikinn. „Þetta er bara svona skítatilfinning.“ Valsmenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik áður en liðið náði aftur upp þriggja marka forskoti í þeim síðari. „Mér fannst slæmi kaflinn hjá okkur kannski vera fulllangur. Hann kemur í hverjum leik, en við vorum kannski bara of lengi að stoppa blæðinguna.“ Valsliðið hafði eins marks forystu þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum, en Kristófer Máni Jónasson gerðist þá sekur um slæm mistök. Hann slengdi þá fæti í boltann og tafði töku aukakasts gestanna, sem varð til þess að Vardar fékk víti og Kristófer fékk beint rautt spjald. Víti sem gestirnir skoruðu úr og tryggðu sér annað stigið. „Þetta var bara eitthvað sem gerist alveg í hita leiksins. Það var bara allt í botni. Ég sá þetta ekki alveg nógu vel, en ég held að ég hefði gert nákvæmlega það sama og Máni ef ég hefði verið í hans stöðu. Hann var bara óheppinn að þetta leit svona illa út.“ Þá var Úlfar sammála þjálfara Vals, Óskari Bjarna Óskarssyni, sem sagði að líklega liði of langt á milli þessarra spennuleikja í handbolta til að menn hefðu reynslu af því hvað skyldi gera á síðustu sekúndunum. „Þetta er ágætispunktur. Í raun og veru er þetta fyrsti leikurinn okkar á þessu tímabili þar sem það er allt undir. Þannig já, kannski reynsluleysi eða eitthvað taktleysi.“ Þrátt fyrir að vera í raun fallnir úr leik í Evrópudeildinni eiga Valsmenn þó einn leik eftir þegar liðið heimsækir Þorstein Leó Gunnarsson og félaga í Porto. Úlfar segir mikilvægt að sýna sínar bestu hliðar í þeim leik þrátt fyrir að ekkert sé undir. „Ég held að það sé kannski bara aðeins öðruvísi að gíra sig í þann leik núna. Núna snýst þetta bara um að klára verkefnið með stæl og gera þetta faglega. Við erum Valur og eigum að sýna fagmennsku, fyrst og fremst,“ sagði Úlfar að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði, sérstaklega miðað við það að við vorum bara með þetta í okkar höndum,“ sagði Úlfar eftir leikinn. „Þetta er bara svona skítatilfinning.“ Valsmenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik áður en liðið náði aftur upp þriggja marka forskoti í þeim síðari. „Mér fannst slæmi kaflinn hjá okkur kannski vera fulllangur. Hann kemur í hverjum leik, en við vorum kannski bara of lengi að stoppa blæðinguna.“ Valsliðið hafði eins marks forystu þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum, en Kristófer Máni Jónasson gerðist þá sekur um slæm mistök. Hann slengdi þá fæti í boltann og tafði töku aukakasts gestanna, sem varð til þess að Vardar fékk víti og Kristófer fékk beint rautt spjald. Víti sem gestirnir skoruðu úr og tryggðu sér annað stigið. „Þetta var bara eitthvað sem gerist alveg í hita leiksins. Það var bara allt í botni. Ég sá þetta ekki alveg nógu vel, en ég held að ég hefði gert nákvæmlega það sama og Máni ef ég hefði verið í hans stöðu. Hann var bara óheppinn að þetta leit svona illa út.“ Þá var Úlfar sammála þjálfara Vals, Óskari Bjarna Óskarssyni, sem sagði að líklega liði of langt á milli þessarra spennuleikja í handbolta til að menn hefðu reynslu af því hvað skyldi gera á síðustu sekúndunum. „Þetta er ágætispunktur. Í raun og veru er þetta fyrsti leikurinn okkar á þessu tímabili þar sem það er allt undir. Þannig já, kannski reynsluleysi eða eitthvað taktleysi.“ Þrátt fyrir að vera í raun fallnir úr leik í Evrópudeildinni eiga Valsmenn þó einn leik eftir þegar liðið heimsækir Þorstein Leó Gunnarsson og félaga í Porto. Úlfar segir mikilvægt að sýna sínar bestu hliðar í þeim leik þrátt fyrir að ekkert sé undir. „Ég held að það sé kannski bara aðeins öðruvísi að gíra sig í þann leik núna. Núna snýst þetta bara um að klára verkefnið með stæl og gera þetta faglega. Við erum Valur og eigum að sýna fagmennsku, fyrst og fremst,“ sagði Úlfar að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira