Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2024 22:04 Björgvin Páll Gústavsson vildi ekki kenna neinum einum um tapað stig í kvöld. Vísir/Anton Brink Landsliðsmarkvörurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að það sé ekki annað hægt að segja en að það hafi verið svekkjandi að fá aðeins eitt stig á móti stórliði Vardar í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld. Valur og Vardar gerðu 34-34 jafntefli þar sem gestirnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var búinn. Valsmenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn, en þurftu að sætta sig við jafntefli. „Þetta var mjög svekkjandi, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við vorum eiginlega sjálfum okkur verstir,“ sagði Björgvin Páll í leikslok. „Mér fannst við vera með þennan leik og mér fannst þeir ekki vera neitt spes í kvöld. Akkúrat núna eru allir mjög pirraðir út í sjálfa sig inni í klefa og að hugsa um hvað þeir hefðu getað gert betur. Með betri einstaklingsframmistöðu hjá einstaka leikmönnum, þar á meðal mér, þá hefðum við bara átt að klára þetta.“ Sjálfur átti Björgvin engan stjörnuleik, en datt aðeins í gang um miðbik seinni hálfleiks. Hann endaði leikinn með 13 varin skot, þar af eitt víti. „Ég var bara aldrei almennilega í takt við leikinn. Þeir voru að komast svolítið í skot sem mér finnst erfitt að eiga við, en ég var meira að verja dauðafærin en hitt. Svo eru þeir líka bara góðir með góðar skyttur og ég var persónulega í vandræðum.“ „Ég horfi á þetta þannig að ef ég hefði átt stórleik í kvöld þá hefðum við unnið og ég held að við þurfum allir að líta þannig á þetta og líta í eigin barm. Það geta allir sagt að þeir hefðu átt að skora einu meira eða verja einu meira eða brjóta einu sinni í viðbót. Það er súrt að detta þannig út,“ bætti Björgvin við, en úrslitin þýða að Valsmenn eiga ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Valsmenn höfðu eins marks forystu þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og náðu að brjóta í síðustu sókn Vardar. Kristófer Máni Jónasson gerðist hins vegar sekur um slæm mistök þegar hann slengdi fæti í boltann áður en gestirnir gátu tekið aukakastið. Þar af leiðandi fengu gestirnir vítakast þegar leiktíminn var liðinn og Kristófer Máni fékk að líta beint rautt spjald. Marko Srdanovic skoraði úr vítinu og tryggði gestunum stig. „Það eru allir með eitt eða tvö svona atvik í leiknum. Hvort sem það er á fyrstu eða síðustu mínútunni. Máni er stríðsmaður og einn af uppáhaldsgaurunum mínum og auðvitað leiðinlegt að hann þurfi að lenda í þessu. Þetta hefði aldrei komið til ef ég hefði varið tvo bolta í viðbót. Og ef ég hefði varið síðasta vítið þá hefði þetta ekki skipt neinu máli. Við erum lítið að pæla í síðasta atvikinu og meira leiknum í heild sinni.“ Hann segist þó ekki hafa nákvæmar skýringar á því af hverju Valsliðið náði ekki að klára leikinn eftir að hafa haft yfirhöndina nánast allan tímann. „Það var kannski smá reynsluleysi hjá okkur á meðan það er mikil reynsla hjá þeim. Þeir gerðu vel og voru klókir undir lokin. Voru að taka tíma af klukkunni og fiska okkur út af. Lágu eftir og voru klókir á meðan það vantaði kannski bara klókindi hjá okkur.“ „Við vorum eiginlega allan leikinn að taka eina til tvær slæma ákvarðanir á hverjum tíu mínútna kafla. Erum að skjóta tvisvar of snemma í yfirtölu og svo eru þetta þrjú eða fjögur augnablik sem eru að kosta okkur. Þetta var hörkuleikur og jafnt allan tímann, það eru þessi litlu atriði í þessum blessaða handbolta sem skipta svo miklu máli. Ég hefði viljað sjá okkur vinna þennan leik með 5-6 mörkum ef allt hefði verið eðlilegt.“ Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Valur og Vardar gerðu 34-34 jafntefli þar sem gestirnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var búinn. Valsmenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn, en þurftu að sætta sig við jafntefli. „Þetta var mjög svekkjandi, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við vorum eiginlega sjálfum okkur verstir,“ sagði Björgvin Páll í leikslok. „Mér fannst við vera með þennan leik og mér fannst þeir ekki vera neitt spes í kvöld. Akkúrat núna eru allir mjög pirraðir út í sjálfa sig inni í klefa og að hugsa um hvað þeir hefðu getað gert betur. Með betri einstaklingsframmistöðu hjá einstaka leikmönnum, þar á meðal mér, þá hefðum við bara átt að klára þetta.“ Sjálfur átti Björgvin engan stjörnuleik, en datt aðeins í gang um miðbik seinni hálfleiks. Hann endaði leikinn með 13 varin skot, þar af eitt víti. „Ég var bara aldrei almennilega í takt við leikinn. Þeir voru að komast svolítið í skot sem mér finnst erfitt að eiga við, en ég var meira að verja dauðafærin en hitt. Svo eru þeir líka bara góðir með góðar skyttur og ég var persónulega í vandræðum.“ „Ég horfi á þetta þannig að ef ég hefði átt stórleik í kvöld þá hefðum við unnið og ég held að við þurfum allir að líta þannig á þetta og líta í eigin barm. Það geta allir sagt að þeir hefðu átt að skora einu meira eða verja einu meira eða brjóta einu sinni í viðbót. Það er súrt að detta þannig út,“ bætti Björgvin við, en úrslitin þýða að Valsmenn eiga ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Valsmenn höfðu eins marks forystu þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og náðu að brjóta í síðustu sókn Vardar. Kristófer Máni Jónasson gerðist hins vegar sekur um slæm mistök þegar hann slengdi fæti í boltann áður en gestirnir gátu tekið aukakastið. Þar af leiðandi fengu gestirnir vítakast þegar leiktíminn var liðinn og Kristófer Máni fékk að líta beint rautt spjald. Marko Srdanovic skoraði úr vítinu og tryggði gestunum stig. „Það eru allir með eitt eða tvö svona atvik í leiknum. Hvort sem það er á fyrstu eða síðustu mínútunni. Máni er stríðsmaður og einn af uppáhaldsgaurunum mínum og auðvitað leiðinlegt að hann þurfi að lenda í þessu. Þetta hefði aldrei komið til ef ég hefði varið tvo bolta í viðbót. Og ef ég hefði varið síðasta vítið þá hefði þetta ekki skipt neinu máli. Við erum lítið að pæla í síðasta atvikinu og meira leiknum í heild sinni.“ Hann segist þó ekki hafa nákvæmar skýringar á því af hverju Valsliðið náði ekki að klára leikinn eftir að hafa haft yfirhöndina nánast allan tímann. „Það var kannski smá reynsluleysi hjá okkur á meðan það er mikil reynsla hjá þeim. Þeir gerðu vel og voru klókir undir lokin. Voru að taka tíma af klukkunni og fiska okkur út af. Lágu eftir og voru klókir á meðan það vantaði kannski bara klókindi hjá okkur.“ „Við vorum eiginlega allan leikinn að taka eina til tvær slæma ákvarðanir á hverjum tíu mínútna kafla. Erum að skjóta tvisvar of snemma í yfirtölu og svo eru þetta þrjú eða fjögur augnablik sem eru að kosta okkur. Þetta var hörkuleikur og jafnt allan tímann, það eru þessi litlu atriði í þessum blessaða handbolta sem skipta svo miklu máli. Ég hefði viljað sjá okkur vinna þennan leik með 5-6 mörkum ef allt hefði verið eðlilegt.“
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira