Hvernig hætti ég að feika það? Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 20:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Spurning barst frá lesenda „Er komin í nýtt samband en frá byrjun er ég búin að feika fullnægingu og finnst of seint og erfitt að segja honum frá því núna, vil ekki særa hann. Með fyrrverandi manninum mínum fékk ég fullnægingar því hann var betri í að gefa mér munnmök. Ég er búin að reyna að segja nýja kærastanum til en hann hlustar ekki eða byrjar eins og ég vil en fer svo í eitthvað annað. Ég er bara í því að þóknast honum, held ég, og vil ekki særa hann. Hvernig nálgast ég þetta án þess að særa manninn?” Þú ert ekki ein um að gera þér upp fullnægingu í kynlífi en í nýlegri rannsókn kom í ljós að 61,9% kvenna létu eins og þær hafi fengið fullnægingu í kynlífi þegar þær í raun fengu það ekki! Þegar við skoðum rannsóknir á fullnægingum kemur í ljós ákveðin gjá er á milli karla og kvenna þegar það kemur að því að fá fullnægingu í kynlífi. Þau sem eru áhugasömum geta slegið inn leitarorðin orgasm gap og lesið sig meira til. Þegar gagnkynja pör eru spurð út í það hvort þau hafi fengið fullnægingu síðast þegar þau stunduðu kynlíf kemur í ljós að 95% karla höfðu fengið fullnægingu á móti 65% kvenna (niðurstöður fyrir önnur kyn voru ekki skoðuð í þessari rannsókn). Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Það er klárlega kominn tími til að draga úr fullnægingargjánni milli kvenna og karla.Vísir/Getty En snúum okkur aftur að spurningunni. Það er ótrúlega skiljanlegt að vilja ekki særa tilfinningar makans og mörg tengja við það að finna fyrir ákveðinni pressu að kynlíf endi með fullnægingu. Mér finnst mikilvægt að minna á að kynlíf þarf alls ekki að enda með fullnægingu. Kynlíf á fyrst og fremst að snúast um unað! Á meðan þú heldur áfram að láta eins og þú sért að fá fullnægingu breytist ekki neitt. Þú hefur reynt að leiðbeina honum en það hljómar eins og þú þurfir að vera heiðarlegri við hann. Vissulega er gott að nálgast samtalið af nærgætni en fyrir flest pör þá leiða samtöl þar sem við berskjöldum okkur yfirleitt til dýpri tengingar og betra kynlífs! Nokkrir punktar til að hafa í huga í þessu samtali: Það er alltaf gott að byrja á því að tala um það sem þú ert ánægð með. Þegar þú skoðar sambandið, kynlífið og nándina ykkar: Hvað er gott? Hvað er að virka vel fyrir þig? Það er í góðu lagi að útskýra að þér finnist erfitt að ræða þetta við hann. Sért hrædd um að særa hann en þér þyki mikilvægara að geta rætt við hann um þína líðan og það sem kemur upp í ykkar sambandi. Útskýrðu fyrir honum að þú þurfir öðruvísi/meiri örvun á snípinn eða lengri munnmök eða hvað það er sem þú telur þig þurfa frá honum til að geta fengið fullnægingu með honum. En hér er gott að muna að forleikurinn hefst löööngu áður. Hvernig eru þið að byggja upp spennu og tilhlökkun fyrir kynlíf? Hvað kveikir í þér yfir daginn? Rétt fyrir kynlífið og á meðan? Ábyrgðin er ekki bara hans eða þín. Þessar aðstæður koma upp þegar okkur langar ekki til að særa maka og náum ekki að miðla nægilega vel hvað það er sem við viljum. Hann á líka hluta af ábyrgðinni sem tengist því að hlusta og fylgja þínum leiðbeiningum. Þetta gæti verið góður tími til að tala aðeins um kynlífið ykkar og þess sem þið hlakkið til að upplifa saman. Aldrei slæmt að enda samtalið á góðum nótum! Það má alltaf bjóða upp á sýnikennslu.Vísir/Getty Ég hvet fólk alltaf til að reyna að tala saman og eiga heiðarleg samtöl um kynlíf, þarfir og langanir. En ég skil að það er ekki eitthvað sem öll treysta sér í. Lúmskari leið væri þá að halda áfram að leiðbeina í kynlífi og minna hann á þegar hann hættir að gera það sem þú hefur beðið hann um. Þú gætir talað um það fyrir kynlíf hversu gott þér þykir það þegar hann gerir akkúrat það sem þú vilt fá meira af! Síðan má alltaf bjóða upp á sýnikennslu og fróa þér fyrir framan hann - bæði hægt að stilla því upp sem skemmtilegri tilbreytingu en í leiðinni getur þú sýnt hvernig þú færð fullnægingu með þér! Ávinningurinn er mikill. Þegar þú hættir að þykjast fá fullnægingu og byrjar að setja fókus á þinn unað verður kynlífið betra! Þú nýtur þess meira og það er mikið frelsi að geta látið vita ef það koma dagar/skipti þar sem þú finnur að þú ert bara ekki að fara að fá það. Hversu frelsandi er að geta þá sagt „ég finn að ég er ekki að fara að fá það núna en ég vil halda áfram að njóta!” Minni pressa og meiri unaður! Gangi þér vel <3 Kynlíf Kynlífið með Aldísi Tengdar fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Spurning barst frá lesenda: „Tilhugsunin um kynlíf með makanum er meira sexí en þegar á hólminn er komið. Eins og ég girnist hann ekki eða ég laðast ekki að honum þannig. Getur þú útskýrt?”- 36 ára kona. 12. nóvember 2024 20:00 Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Mér finnst gott að nota dildó á sjálfan mig. Mér finnst það mjög tabú meðal gagnkynhneigðra karla, en er það algengt eða er það bara fyrir samkynhneigða karla?” - 30 ára karl 29. október 2024 20:01 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Þú ert ekki ein um að gera þér upp fullnægingu í kynlífi en í nýlegri rannsókn kom í ljós að 61,9% kvenna létu eins og þær hafi fengið fullnægingu í kynlífi þegar þær í raun fengu það ekki! Þegar við skoðum rannsóknir á fullnægingum kemur í ljós ákveðin gjá er á milli karla og kvenna þegar það kemur að því að fá fullnægingu í kynlífi. Þau sem eru áhugasömum geta slegið inn leitarorðin orgasm gap og lesið sig meira til. Þegar gagnkynja pör eru spurð út í það hvort þau hafi fengið fullnægingu síðast þegar þau stunduðu kynlíf kemur í ljós að 95% karla höfðu fengið fullnægingu á móti 65% kvenna (niðurstöður fyrir önnur kyn voru ekki skoðuð í þessari rannsókn). Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Það er klárlega kominn tími til að draga úr fullnægingargjánni milli kvenna og karla.Vísir/Getty En snúum okkur aftur að spurningunni. Það er ótrúlega skiljanlegt að vilja ekki særa tilfinningar makans og mörg tengja við það að finna fyrir ákveðinni pressu að kynlíf endi með fullnægingu. Mér finnst mikilvægt að minna á að kynlíf þarf alls ekki að enda með fullnægingu. Kynlíf á fyrst og fremst að snúast um unað! Á meðan þú heldur áfram að láta eins og þú sért að fá fullnægingu breytist ekki neitt. Þú hefur reynt að leiðbeina honum en það hljómar eins og þú þurfir að vera heiðarlegri við hann. Vissulega er gott að nálgast samtalið af nærgætni en fyrir flest pör þá leiða samtöl þar sem við berskjöldum okkur yfirleitt til dýpri tengingar og betra kynlífs! Nokkrir punktar til að hafa í huga í þessu samtali: Það er alltaf gott að byrja á því að tala um það sem þú ert ánægð með. Þegar þú skoðar sambandið, kynlífið og nándina ykkar: Hvað er gott? Hvað er að virka vel fyrir þig? Það er í góðu lagi að útskýra að þér finnist erfitt að ræða þetta við hann. Sért hrædd um að særa hann en þér þyki mikilvægara að geta rætt við hann um þína líðan og það sem kemur upp í ykkar sambandi. Útskýrðu fyrir honum að þú þurfir öðruvísi/meiri örvun á snípinn eða lengri munnmök eða hvað það er sem þú telur þig þurfa frá honum til að geta fengið fullnægingu með honum. En hér er gott að muna að forleikurinn hefst löööngu áður. Hvernig eru þið að byggja upp spennu og tilhlökkun fyrir kynlíf? Hvað kveikir í þér yfir daginn? Rétt fyrir kynlífið og á meðan? Ábyrgðin er ekki bara hans eða þín. Þessar aðstæður koma upp þegar okkur langar ekki til að særa maka og náum ekki að miðla nægilega vel hvað það er sem við viljum. Hann á líka hluta af ábyrgðinni sem tengist því að hlusta og fylgja þínum leiðbeiningum. Þetta gæti verið góður tími til að tala aðeins um kynlífið ykkar og þess sem þið hlakkið til að upplifa saman. Aldrei slæmt að enda samtalið á góðum nótum! Það má alltaf bjóða upp á sýnikennslu.Vísir/Getty Ég hvet fólk alltaf til að reyna að tala saman og eiga heiðarleg samtöl um kynlíf, þarfir og langanir. En ég skil að það er ekki eitthvað sem öll treysta sér í. Lúmskari leið væri þá að halda áfram að leiðbeina í kynlífi og minna hann á þegar hann hættir að gera það sem þú hefur beðið hann um. Þú gætir talað um það fyrir kynlíf hversu gott þér þykir það þegar hann gerir akkúrat það sem þú vilt fá meira af! Síðan má alltaf bjóða upp á sýnikennslu og fróa þér fyrir framan hann - bæði hægt að stilla því upp sem skemmtilegri tilbreytingu en í leiðinni getur þú sýnt hvernig þú færð fullnægingu með þér! Ávinningurinn er mikill. Þegar þú hættir að þykjast fá fullnægingu og byrjar að setja fókus á þinn unað verður kynlífið betra! Þú nýtur þess meira og það er mikið frelsi að geta látið vita ef það koma dagar/skipti þar sem þú finnur að þú ert bara ekki að fara að fá það. Hversu frelsandi er að geta þá sagt „ég finn að ég er ekki að fara að fá það núna en ég vil halda áfram að njóta!” Minni pressa og meiri unaður! Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlíf Kynlífið með Aldísi Tengdar fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Spurning barst frá lesenda: „Tilhugsunin um kynlíf með makanum er meira sexí en þegar á hólminn er komið. Eins og ég girnist hann ekki eða ég laðast ekki að honum þannig. Getur þú útskýrt?”- 36 ára kona. 12. nóvember 2024 20:00 Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Mér finnst gott að nota dildó á sjálfan mig. Mér finnst það mjög tabú meðal gagnkynhneigðra karla, en er það algengt eða er það bara fyrir samkynhneigða karla?” - 30 ára karl 29. október 2024 20:01 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Spurning barst frá lesenda: „Tilhugsunin um kynlíf með makanum er meira sexí en þegar á hólminn er komið. Eins og ég girnist hann ekki eða ég laðast ekki að honum þannig. Getur þú útskýrt?”- 36 ára kona. 12. nóvember 2024 20:00
Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01
Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Mér finnst gott að nota dildó á sjálfan mig. Mér finnst það mjög tabú meðal gagnkynhneigðra karla, en er það algengt eða er það bara fyrir samkynhneigða karla?” - 30 ára karl 29. október 2024 20:01