Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar 19. nóvember 2024 08:45 Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir því að taka stórar ákvarðanir á næstunni sem geta mótað efnahagslega framtíð landsins um ókomna tíð. Hugmyndir um að ráðast í stóraukna húsnæðisuppbyggingu, virkjanaframkvæmdir og jafnvel lækkun skatta, ásamt því að útdeila eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka samtímis til almennings, vekja skiljanlenlega áhuga kjósenda nú rétt fyrir Alþingiskosningar. Hvað þýða þessar hugmyndir í samhengi við stöðu ríkisfjármála og íslenskan vinnumarkað? Ríkissjóður Íslands hefur verið að jafna sig smátt og smátt eftir áskoranir undanfarinna ára, þar á meðal heimsfaraldur og aukinn hallarekstur því samhliða. Þó að halli ríkissjóðs hafi minnkað á síðasta ári, er skuldastaða hans ennþá mikil áskorun að vinna á. Aukin húsnæðisuppbygging og virkjanaframkvæmdir eru þó mikilvæg skref fyrir langtíma hagvöxt. Aukið framboð á húsnæði gæti dregið úr þrýstingi á fasteignamarkaði og fjárfestingar í orkuinnviðum gætu skapað ný tækifæri fyrir ýmsar atvinnugreinar. Hins vegar er ljóst að slík áform krefjast mikils vinnuafls, sem íslenskur vinnumarkaður á erfitt með að mæta. Á meðan atvinnuleysi er í lágmarki eins og staðan er nú á vinnumarkaði er óhjákvæmilegt að flytja inn erlenda starfsmenn. Ef skattalækkanir eru framkvæmdar, samhliða stórfelldum fjárfestingum í húsnæði og virkjunum, skapar það aukna fjárhagslega byrði fyrir ríkissjóð. Minnkandi tekjur ríkissjóðs og aukin útgjöld leiða til þess að ríkið þyrfti annað hvort að skera óhóflega niður í sínum rekstri eða auka lántökur, sem hækka þá aftur skuldir ríkisins og vaxtakostnað. Að útdeila hlutabréfum í Íslandsbanka með þjóðinni hefur verið kynnt sem hugmynd sem eykur jöfnuð og þátttöku almennings í eignarhaldi. Þó að þetta hljómi vel í eyrum kjósenda, þá myndi slíkt skerða framtíðararðgreiðslur til ríkissjóðs og mögulega veikja stöðu bankans á markaði. Þessa eign ætti frekar að nýta til að fjármagna framkvæmdir eða styrkja innviði í samfélaginu. Hvað ber að gera? Mikilvægt er að forgangsraða verkefnum ríkisins með skýrri stefnu og varkárni. Að fara í framkvæmdir án þess að skapa of mikla þenslu og tryggja sjálfbærni ríkisfjármála er lykilatriði. Fjárfestingar í húsnæði og orkuinnviðum eru nauðsynlegar, en þær ættu að fara fram í samræmi við skýra áætlun um fjármögnun og mannafla. Þjóðhagslegur stöðugleiki og ábyrg hagstjórn verða að vera leiðarljósið. Það er verkefni okkar allra að leggja grunn að sjálfbæru hagkerfi sem þjónar bæði nútíð og framtíð. Það liggur í augum uppi að ekki er mögulegt að fara samtímis í að virkja meira, byggja meira, lækka skatta og útdeila eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka til almennings nema að það fari illa fyrir íslensku þjóðarbúi. Að halda öðru fram er rökvilla! Höfundur er byggingarverkfræðingur og stuðningsmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir því að taka stórar ákvarðanir á næstunni sem geta mótað efnahagslega framtíð landsins um ókomna tíð. Hugmyndir um að ráðast í stóraukna húsnæðisuppbyggingu, virkjanaframkvæmdir og jafnvel lækkun skatta, ásamt því að útdeila eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka samtímis til almennings, vekja skiljanlenlega áhuga kjósenda nú rétt fyrir Alþingiskosningar. Hvað þýða þessar hugmyndir í samhengi við stöðu ríkisfjármála og íslenskan vinnumarkað? Ríkissjóður Íslands hefur verið að jafna sig smátt og smátt eftir áskoranir undanfarinna ára, þar á meðal heimsfaraldur og aukinn hallarekstur því samhliða. Þó að halli ríkissjóðs hafi minnkað á síðasta ári, er skuldastaða hans ennþá mikil áskorun að vinna á. Aukin húsnæðisuppbygging og virkjanaframkvæmdir eru þó mikilvæg skref fyrir langtíma hagvöxt. Aukið framboð á húsnæði gæti dregið úr þrýstingi á fasteignamarkaði og fjárfestingar í orkuinnviðum gætu skapað ný tækifæri fyrir ýmsar atvinnugreinar. Hins vegar er ljóst að slík áform krefjast mikils vinnuafls, sem íslenskur vinnumarkaður á erfitt með að mæta. Á meðan atvinnuleysi er í lágmarki eins og staðan er nú á vinnumarkaði er óhjákvæmilegt að flytja inn erlenda starfsmenn. Ef skattalækkanir eru framkvæmdar, samhliða stórfelldum fjárfestingum í húsnæði og virkjunum, skapar það aukna fjárhagslega byrði fyrir ríkissjóð. Minnkandi tekjur ríkissjóðs og aukin útgjöld leiða til þess að ríkið þyrfti annað hvort að skera óhóflega niður í sínum rekstri eða auka lántökur, sem hækka þá aftur skuldir ríkisins og vaxtakostnað. Að útdeila hlutabréfum í Íslandsbanka með þjóðinni hefur verið kynnt sem hugmynd sem eykur jöfnuð og þátttöku almennings í eignarhaldi. Þó að þetta hljómi vel í eyrum kjósenda, þá myndi slíkt skerða framtíðararðgreiðslur til ríkissjóðs og mögulega veikja stöðu bankans á markaði. Þessa eign ætti frekar að nýta til að fjármagna framkvæmdir eða styrkja innviði í samfélaginu. Hvað ber að gera? Mikilvægt er að forgangsraða verkefnum ríkisins með skýrri stefnu og varkárni. Að fara í framkvæmdir án þess að skapa of mikla þenslu og tryggja sjálfbærni ríkisfjármála er lykilatriði. Fjárfestingar í húsnæði og orkuinnviðum eru nauðsynlegar, en þær ættu að fara fram í samræmi við skýra áætlun um fjármögnun og mannafla. Þjóðhagslegur stöðugleiki og ábyrg hagstjórn verða að vera leiðarljósið. Það er verkefni okkar allra að leggja grunn að sjálfbæru hagkerfi sem þjónar bæði nútíð og framtíð. Það liggur í augum uppi að ekki er mögulegt að fara samtímis í að virkja meira, byggja meira, lækka skatta og útdeila eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka til almennings nema að það fari illa fyrir íslensku þjóðarbúi. Að halda öðru fram er rökvilla! Höfundur er byggingarverkfræðingur og stuðningsmaður Framsóknar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun