„Þessi strákur er bara algjört grín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2024 19:47 Luke Littler spilaði frábærlega í mótinu og vann mjög sannfærandi sigur. Getty/Justin Setterfield Táningurinn Luke Littler er ekkert að gefa eftir í pílukastinu. Nú styttist í heimsmeistaramótið og Luke sýndi að hann er í flotti formi þegar fagnaði tímamótasigri í gær eftir stórbrotna frammistöðu. Hinn sautján ára gamli Littler vann afar öruggan sigur á Martin Lukeman í úrslitaleik „Grand Slam of Darts“ mótsins. Littler vann úrslitaleikinn 16-3 en það tók hann aðeins 34 mínútur og 43 sekúndur að tryggja sér sigurinn í gullleiknum. Meðaltal hans var upp á 107,08 og hann var með 45,7 prósent árangur við að klára sett með því að hitta í tvöfaldan reit. Lukeman var felmtri sleginn í viðtali eftir leikinn enda átti hann ekki möguleika í Littler í slíku stuði. „Hann fékk sér orkudrykk, máltíð dagsins, kurrý, nammibita og mætir síðan og fer svona með mig. Þessi strákur er bara algjört grín,“ sagði Martin Lukeman. „Ég tek hatt minn ofan fyrir honum. Hann er algjörlega stórkostlegur og ég óska honum alls hins besta,“ sagði Lukeman. „Þessi strákur er bara öðruvísi. Hann er enginn Michael van Gerwen. Ef hann heldur haus þá getum við gleymt því að hann sé eitthvað að pæla í metum Van Gerwen því þá verður hann að taka metin af Phil Taylor,“ sagði Lukeman. „Ef hann heldur sér frá drykkju og kvenfólki og öðru slíku þá getur þessi strákur náð mjög mjög langt,“ sagði Lukeman. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Pílukast Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Hinn sautján ára gamli Littler vann afar öruggan sigur á Martin Lukeman í úrslitaleik „Grand Slam of Darts“ mótsins. Littler vann úrslitaleikinn 16-3 en það tók hann aðeins 34 mínútur og 43 sekúndur að tryggja sér sigurinn í gullleiknum. Meðaltal hans var upp á 107,08 og hann var með 45,7 prósent árangur við að klára sett með því að hitta í tvöfaldan reit. Lukeman var felmtri sleginn í viðtali eftir leikinn enda átti hann ekki möguleika í Littler í slíku stuði. „Hann fékk sér orkudrykk, máltíð dagsins, kurrý, nammibita og mætir síðan og fer svona með mig. Þessi strákur er bara algjört grín,“ sagði Martin Lukeman. „Ég tek hatt minn ofan fyrir honum. Hann er algjörlega stórkostlegur og ég óska honum alls hins besta,“ sagði Lukeman. „Þessi strákur er bara öðruvísi. Hann er enginn Michael van Gerwen. Ef hann heldur haus þá getum við gleymt því að hann sé eitthvað að pæla í metum Van Gerwen því þá verður hann að taka metin af Phil Taylor,“ sagði Lukeman. „Ef hann heldur sér frá drykkju og kvenfólki og öðru slíku þá getur þessi strákur náð mjög mjög langt,“ sagði Lukeman. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Pílukast Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira