Í tilkynningu á vef Hlífar segir að félagið telji samninginn vel ásættanlegan og að allflestum samningsmarkmiðum hafi verið náð. Mikilvægasta ákvæðið snúi að tryggingu undirbúningstíma leikskóla- og frístundaliða og stuðningsfulltrúa í leikskólum.
Samningurinn verði kynntur næstu daga. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefjist um miðja viku.