Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 18. nóvember 2024 11:45 Á þessu ári eru liðin 30 ár frá því ég hóf störf á vettvangi sveitarfélaga. Á þessum tíma hafa mér verið falin ábyrgðar- og trúnaðarstörf, m.a. sem bæjarstjóri í 16 ár og stjórnarmaður hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til átta ára. Í gegnum störfin hef ég fengið tækifæri til að eiga náin samskipti við ráðuneyti og stofnanir ríkisins, samskipti sem oft hafa reynt á þolinmæðina og líka leitt til jákvæðrar niðurstöðu, en ekki alltaf. Samskipti sem heilt yfir hafa litast af ójafnvægi milli þessara tveggja annars jafnsettu stjórnsýslustiga og þannig myndað togstreitu. Reynsla mín og þekking á samstarfi sveitarfélaga við ríkisvaldið er því þó nokkur. Samskipti ríkis og sveitarfélaga á Íslandi eru flókin og einkennast af fjölmörgum áskorunum og hagsmunaárekstrum. Á sama tíma og sveitarfélögin gegna mikilvægu hlutverki í stjórnsýslunni og veita fjölbreytta grunnþjónustu, koma oft upp deilur á milli ríkis og sveitarfélaga varðandi verkaskiptingu, fjármál og ábyrgð. Hér á hinsvegar að ríkja jafnræði enda um að ræða tvö jafngild stjórnsýslustig. Verkaskipting og lagaleg ábyrgð Ein af helstu áskorunum í samskiptum ríkis og sveitarfélaga snýr að verkaskiptingu og lögbundinni ábyrgð hvors aðila um sig. Sveitarfélög bera ábyrgð á mörgum mikilvægustu verkefnum samfélagsins, svo sem menntun, félagsþjónustu og skipulagsmálum. Hins vegar kemur oft upp óánægja hjá sveitarfélögum þegar ríkisvaldið setur fram nýjar reglugerðir eða lög, sem leggja auknar skyldur á herðar þeirra, án þess að tryggja fullnægjandi fjármögnun til framkvæmdanna. Þetta veldur því að sveitarfélögin sitja jafnharðan uppi með nýja ábyrgð og skyldur en hafa um leið ekki alltaf nauðsynlegt fjármagn til að mæta þessum kröfum. Fjármögnun velferðarþjónustu Áskoranir í samskiptum ríkis og sveitarfélaga eru miklar. Velferðarþjónustan og þá helst þjónusta við börn og aldraða er kjörinn vettvangur til að skoða frekar í hverju mesta áskorunin felst. Sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri félagsþjónustu og koma að rekstri hjúkrunarheimila, en kostnaður sveitarfélaga við rekstur þessara þjónustuþátta hefur aukist á undanförnum árum, meðal annars vegna breyttra áherslna ríkisins. Samt sem áður hafa framlög frá ríkinu ekki tekið breytingum í takt við þennan kostnað, sem gerir það að verkum að sveitarfélög þurfa að bera þyngri byrðar. Samskiptaleysi og ákvarðanataka án samráðs Sveitarfélög hafa oft lýst óánægju sinni með að ríkisvaldið taki ákvarðanir sem hafa áhrif á þjónustu þeirra án þess að hafa haft nægilegt samráð við þau. Ríkið hefur í mörgum tilvikum ákveðið breytingar á löggjöf eða sett fram nýjar kröfur sem hafa áhrif á starfsemi sveitarfélaga án þess að leita álits þeirra eða gefa þeim nægan undirbúningstíma. Þetta hefur m.a. komið upp í þjónustu við börn, ungmenni og eldri borgara t.d. með fatlanir og þessu verður að breyta. Lausnir til að bæta samskiptin Til að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga er mikilvægt að þróa sterkara samstarf og auka gagnsæi. Hér eru nokkrar leiðir sem gætu hjálpað til við að bæta úr þessu: Efla samráðsteymi: Með því að efla núverandi samráðsteymi, þar sem fulltrúar bæði ríkis- og sveitarfélaga koma að borðinu, getum við tryggt meira samráð og samræmingu í stefnumótun og ákvarðanatöku. Fjármögnun í takt við skyldur: Ef ríkið krefst aukinnar þjónustu af sveitarfélögum þarf að tryggja að nægar fjárheimildir fylgi með. Þetta getur falið í sér endurskoðun á framlögum ríkissjóðs og mögulegum nýjum tekjustofnum fyrir sveitarfélögin. Sveigjanleiki í verkefnum og þjónustu: Að bjóða sveitarfélögum meiri sveigjanleika í framkvæmd verkefna og þjónustu getur gert þau betur í stakk búin til að mæta þörfum heimamanna á áhrifaríkan hátt. Meiri virðing í samskiptum: Að fulltrúar ríkisins sýni fulltrúum sveitarfélaga fullkomna virðingu með því að virða jafnræði sem á að ríkja á milli þessara tveggja jafnháu stjórnsýslustiga. Öflugri sveitarfélög Styrkja þarf sveitarstjórnarstigið og gera rekstur þess sjálfbærara. Öflug sveitarfélög eru betur í stakk búin til að takast á við lögbundin verkefni og við færum þannig þjónustu og ákvarðanatöku nær íbúunum. Auka þarf aðkomu sveitarfélaga að lykilákvörðunum um uppbyggingu í heimabyggð og það er einfaldlega gert með meiri skilningi og virðingu ríkisins gagnvart sveitarstjórnarstiginu. Viðreisn vill gagnsæi í stjórnsýslu og ákvarðanatöku. Komum áhrifunum beint til fólksins og eflum nærþjónustuna. Það gerum við best með því að efla sveitarstjórnarstigið. Breytum þessu saman! Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi - Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Björn Björgvinsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessu ári eru liðin 30 ár frá því ég hóf störf á vettvangi sveitarfélaga. Á þessum tíma hafa mér verið falin ábyrgðar- og trúnaðarstörf, m.a. sem bæjarstjóri í 16 ár og stjórnarmaður hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til átta ára. Í gegnum störfin hef ég fengið tækifæri til að eiga náin samskipti við ráðuneyti og stofnanir ríkisins, samskipti sem oft hafa reynt á þolinmæðina og líka leitt til jákvæðrar niðurstöðu, en ekki alltaf. Samskipti sem heilt yfir hafa litast af ójafnvægi milli þessara tveggja annars jafnsettu stjórnsýslustiga og þannig myndað togstreitu. Reynsla mín og þekking á samstarfi sveitarfélaga við ríkisvaldið er því þó nokkur. Samskipti ríkis og sveitarfélaga á Íslandi eru flókin og einkennast af fjölmörgum áskorunum og hagsmunaárekstrum. Á sama tíma og sveitarfélögin gegna mikilvægu hlutverki í stjórnsýslunni og veita fjölbreytta grunnþjónustu, koma oft upp deilur á milli ríkis og sveitarfélaga varðandi verkaskiptingu, fjármál og ábyrgð. Hér á hinsvegar að ríkja jafnræði enda um að ræða tvö jafngild stjórnsýslustig. Verkaskipting og lagaleg ábyrgð Ein af helstu áskorunum í samskiptum ríkis og sveitarfélaga snýr að verkaskiptingu og lögbundinni ábyrgð hvors aðila um sig. Sveitarfélög bera ábyrgð á mörgum mikilvægustu verkefnum samfélagsins, svo sem menntun, félagsþjónustu og skipulagsmálum. Hins vegar kemur oft upp óánægja hjá sveitarfélögum þegar ríkisvaldið setur fram nýjar reglugerðir eða lög, sem leggja auknar skyldur á herðar þeirra, án þess að tryggja fullnægjandi fjármögnun til framkvæmdanna. Þetta veldur því að sveitarfélögin sitja jafnharðan uppi með nýja ábyrgð og skyldur en hafa um leið ekki alltaf nauðsynlegt fjármagn til að mæta þessum kröfum. Fjármögnun velferðarþjónustu Áskoranir í samskiptum ríkis og sveitarfélaga eru miklar. Velferðarþjónustan og þá helst þjónusta við börn og aldraða er kjörinn vettvangur til að skoða frekar í hverju mesta áskorunin felst. Sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri félagsþjónustu og koma að rekstri hjúkrunarheimila, en kostnaður sveitarfélaga við rekstur þessara þjónustuþátta hefur aukist á undanförnum árum, meðal annars vegna breyttra áherslna ríkisins. Samt sem áður hafa framlög frá ríkinu ekki tekið breytingum í takt við þennan kostnað, sem gerir það að verkum að sveitarfélög þurfa að bera þyngri byrðar. Samskiptaleysi og ákvarðanataka án samráðs Sveitarfélög hafa oft lýst óánægju sinni með að ríkisvaldið taki ákvarðanir sem hafa áhrif á þjónustu þeirra án þess að hafa haft nægilegt samráð við þau. Ríkið hefur í mörgum tilvikum ákveðið breytingar á löggjöf eða sett fram nýjar kröfur sem hafa áhrif á starfsemi sveitarfélaga án þess að leita álits þeirra eða gefa þeim nægan undirbúningstíma. Þetta hefur m.a. komið upp í þjónustu við börn, ungmenni og eldri borgara t.d. með fatlanir og þessu verður að breyta. Lausnir til að bæta samskiptin Til að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga er mikilvægt að þróa sterkara samstarf og auka gagnsæi. Hér eru nokkrar leiðir sem gætu hjálpað til við að bæta úr þessu: Efla samráðsteymi: Með því að efla núverandi samráðsteymi, þar sem fulltrúar bæði ríkis- og sveitarfélaga koma að borðinu, getum við tryggt meira samráð og samræmingu í stefnumótun og ákvarðanatöku. Fjármögnun í takt við skyldur: Ef ríkið krefst aukinnar þjónustu af sveitarfélögum þarf að tryggja að nægar fjárheimildir fylgi með. Þetta getur falið í sér endurskoðun á framlögum ríkissjóðs og mögulegum nýjum tekjustofnum fyrir sveitarfélögin. Sveigjanleiki í verkefnum og þjónustu: Að bjóða sveitarfélögum meiri sveigjanleika í framkvæmd verkefna og þjónustu getur gert þau betur í stakk búin til að mæta þörfum heimamanna á áhrifaríkan hátt. Meiri virðing í samskiptum: Að fulltrúar ríkisins sýni fulltrúum sveitarfélaga fullkomna virðingu með því að virða jafnræði sem á að ríkja á milli þessara tveggja jafnháu stjórnsýslustiga. Öflugri sveitarfélög Styrkja þarf sveitarstjórnarstigið og gera rekstur þess sjálfbærara. Öflug sveitarfélög eru betur í stakk búin til að takast á við lögbundin verkefni og við færum þannig þjónustu og ákvarðanatöku nær íbúunum. Auka þarf aðkomu sveitarfélaga að lykilákvörðunum um uppbyggingu í heimabyggð og það er einfaldlega gert með meiri skilningi og virðingu ríkisins gagnvart sveitarstjórnarstiginu. Viðreisn vill gagnsæi í stjórnsýslu og ákvarðanatöku. Komum áhrifunum beint til fólksins og eflum nærþjónustuna. Það gerum við best með því að efla sveitarstjórnarstigið. Breytum þessu saman! Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi - Kraganum.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun