Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2024 11:37 Það komast ekki allir á kjörstað til þess að nýta kosningaréttinn. Það getur verið kostnaðarsamt. Vísir/Anton Brink Íslenskur öryrki sem er búsettur í Brasilíu furðar sig á því að þurfa að greiða 6.500 krónur fyrir að kjósa utan kjörfundar í komandi alþingiskosningum. Þórhallur Steingrímsson býr að jafnaði í nokkra mánuði á ári í Ríó í Brasilíu með konu sinni, Rósu. Hann Hafði samband við Vísi eftir að hafa greitt atkvæði hjá ræðismanni Íslands í Brasilíu. Ferlið hafi gengið smurt fyrir sig og hann hafi notið góðrar aðstoðar ræðismannsins. Hann hafi aftur á móti þurft að greiða 6.500 krónur fyrir að senda atkvæði sitt til Íslands með ábyrgðarpósti. Hann furðar sig á þessu og spyr sig hvort jafnt eigi ekki yfir alla að ganga þegar kemur að því að nýta kosningaréttinn. Fjöldi fólks með kosningarétt erlendis Samkvæmt kosningalögum heldur íslenskur ríkisborgari kosningarétti sínum í sextán ár frá því að hann flytur lögheimili af landinu. Eftir það getur hann sótt um hjá Þjóðskrá að vera tekinn á kjörskrá. Alþingi samþykkti á dögunum breytingu á kosningalögum sem gerir Þjóðskrá kleift að taka umsækjendur á kjörskrá í tæka tíð fyrir kosningarnar nú. Áður sagði í lögunum að samþykktar umsóknir tækju gildi 1. desember eftir að sótt var um. Kosningar fara fram 30. nóvember og því ljóst að enginn hefði fengið kosningarétt ef ekki hefði komið til breytinganna. Fleiri í sama báti og Þórhallur Á vef landskjörstjórnar segir að kjósandi sem kýs utan kjörfundar beri ábyrgð á því að koma atkvæði sínu á réttan stað. Hægt sé að setja bréfið í póst, eða afhenda það einhverjum sem kjósandi felur að koma því til skila. Fram að kjördegi sé kjörstjóra skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst. Vísir hefur rætt við kjósendur víðar. Einn þeirra greiddi fimm hundruð krónur fyrir að koma atkvæði frá Danmörku í pósti og annar 9.700 krónur fyrir að koma bréfi frá Kanada. Sá lenti í því að kanadíski pósturinn var í verkfalli og því þurfti hann að senda atkvæðið með flutningafyrirtæki, með tilheyrandi kostnaði. Alþingiskosningar 2024 Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Þórhallur Steingrímsson býr að jafnaði í nokkra mánuði á ári í Ríó í Brasilíu með konu sinni, Rósu. Hann Hafði samband við Vísi eftir að hafa greitt atkvæði hjá ræðismanni Íslands í Brasilíu. Ferlið hafi gengið smurt fyrir sig og hann hafi notið góðrar aðstoðar ræðismannsins. Hann hafi aftur á móti þurft að greiða 6.500 krónur fyrir að senda atkvæði sitt til Íslands með ábyrgðarpósti. Hann furðar sig á þessu og spyr sig hvort jafnt eigi ekki yfir alla að ganga þegar kemur að því að nýta kosningaréttinn. Fjöldi fólks með kosningarétt erlendis Samkvæmt kosningalögum heldur íslenskur ríkisborgari kosningarétti sínum í sextán ár frá því að hann flytur lögheimili af landinu. Eftir það getur hann sótt um hjá Þjóðskrá að vera tekinn á kjörskrá. Alþingi samþykkti á dögunum breytingu á kosningalögum sem gerir Þjóðskrá kleift að taka umsækjendur á kjörskrá í tæka tíð fyrir kosningarnar nú. Áður sagði í lögunum að samþykktar umsóknir tækju gildi 1. desember eftir að sótt var um. Kosningar fara fram 30. nóvember og því ljóst að enginn hefði fengið kosningarétt ef ekki hefði komið til breytinganna. Fleiri í sama báti og Þórhallur Á vef landskjörstjórnar segir að kjósandi sem kýs utan kjörfundar beri ábyrgð á því að koma atkvæði sínu á réttan stað. Hægt sé að setja bréfið í póst, eða afhenda það einhverjum sem kjósandi felur að koma því til skila. Fram að kjördegi sé kjörstjóra skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst. Vísir hefur rætt við kjósendur víðar. Einn þeirra greiddi fimm hundruð krónur fyrir að koma atkvæði frá Danmörku í pósti og annar 9.700 krónur fyrir að koma bréfi frá Kanada. Sá lenti í því að kanadíski pósturinn var í verkfalli og því þurfti hann að senda atkvæðið með flutningafyrirtæki, með tilheyrandi kostnaði.
Alþingiskosningar 2024 Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira