Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 18. nóvember 2024 07:00 Ef þú ert með kvíða eða þunglyndi sem hamlar lífsgæði þín að einhverju leyti og hefur þau áhrif að hið daglega líf þitt sem einu sinni var gott er nú í einhverskonar óreiðu eða er að falla að einhverju leyti úr skorðum að þá fellur þú undir það hugtak að vera með og kljást við geðsjúkdóm/geðröskun. Stór hluti þjóðarinnar notar gríðarlegt magn af bæði þunglyndislyfjum og kvíðalyfjum. Einnig hefur verið þreföld aukning í notkun ADHD lyfja alveg frá árinu 2001. Það má því réttilega segja að Íslendingar slá met í notkun ADHD lyfja af öllum Norðurlanda þjóðunum og einnig notkun þunglyndis og kvíðalyfja. Notkun þunglyndislyfja er t.d. sú mesta meðal OWCD-landanna og hefur aukist um þriðjung síðustu tvo áratugi: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-07-06-notkun-thunglyndislyfja-aukist-um-thridjung-sidustu-tvo-aratugi-417183 Og eins er með kvíðalyf. Hægt er að sjá tölfræðina á síðu heilsuvera.is/síðu landlæknisembættisins. Margir halda að þegar rætt er um geðsjúkdóma eða geðraskanir að þá sé einungis átt við geðsjúkdóma eins og geðklofa eða geðhvarfasýki. En aðrar persónuleikaraskanir eins og þunglyndi, kvíði, ofvirkni og athyglisbrestur og ADHD falla einnig undir hugtakið geðröskun. Misnotkun á fíkniefnum og áfengi getur einnig leitt til ýmissa geðkvilla. Til að mynda getur leitt mikil langtíma notkun af grasi til geðhvarfasýki og einnig einkenni geðklofa. Sumir þjást af mjög alvarlegum geðkvillum og þurfa að koma inn á geðdeildir í lengri eða styttri tíma, en í mörgum tilvikum leitar fólk til heimilislæknis síns sér til aðstoðar sem nær að einhverju leyti að koma einstaklingnum í jafnvægi með "jafnvægislyfjum" vegna til að mynda þunglyndi og kvíða. Það er mikið af fordómum í samfélaginu þegar fólk heyrir hugtakið geðröskun eða geðveiki. Einstaklingurinn reynir þá að fela það en í dag sem betur fer eru hlutirnir öðruvísi og telur greinarhöfundur að það sé vegna þess að almenningur hefur gert sér grein fyrir því hvað geðröskun raunverulega er. Eitthvað sem allir kljást við í minni eða stærri mæli yfir lífið. Dæmi um geðraskanir eru til að mynda: Kvíði, ofsakvíði (felmtunröskun), þunglyndi, athyglisbrestur og ofvirkni, áráttu og þráhyggjuröskun, ofsahræðsla, ADHD, persónuleikaraskanir, geðhvarfasýki og síðan geðklofi svo fátt sé nefnt. Þegar talað er um geðlæknisfræðina að þá hefur oft verið talað um hana sem gervivísindi af því að allir þessir sjúkdómar eða frekar einkenni eru á einhverju rófi sem er ekki hægt að festa fast. Við t.d. erum með klukku sem mælir tíma jafnt og örugglega en geðröskun eins og kvíði og þunglyndi getur verið misjafn hjá fólki og farið upp og niður ásamt öðrum einkennum. Hann getur komið í svokölluðum köstum en er ekki eitthvað fast í hendi eins og allt annað sem hægt er að mæla eins og lengd og hæð. Það er því með án efa hægt að segja að þú sért með geðsjúkdóm ef líf þitt fer úr skorðum vegna einhvers að ofangreindum sjúkdómum. Einnig ef þú getur ekki fyllt reglum samfélagsins (andfélagslegur) eða ert einfaldlega ekki í almennu jafnvægi. Því má segja réttilega að ALLIR þjást af geðsjúkdómi einhvern hluta af ævinni eða jafnvel allt sitt líf. Þannig þeir sem dæma aðra ættu að líta í eigin barm. Heilinn eða miðtaugakerfið er flókið fyrirbæri sem læknar eiga erfitt með að rannsaka til fulls. Hann er með milljónir taugabrauta og þessar brautir hafa mismunandi virkni á svæði í heilanum og gefa frá sér mismunandi efni og efnaskipti eins og seratónín og dópamín sem hefur áhrif á hugsun og hegðun. Þannig að geðröskun eða geðveiki er fyrst og fremst líkamlegur sjúkdómur (heilasjúkdómur) og því ,,orsök vandans" og andlega hliðin er því ,,afleiðingin" af mismunandi virkni heilans. Þanni allir Íslendingar og allir jarðarbúar ef út í það er farið sitja því í sama báti þegar kemur að geðröskunum eða geðveiki. Spurningin er bara hve lengi þú ert í bátnum. Stutt tímabil yfir ævina eða alla ævina. Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ef þú ert með kvíða eða þunglyndi sem hamlar lífsgæði þín að einhverju leyti og hefur þau áhrif að hið daglega líf þitt sem einu sinni var gott er nú í einhverskonar óreiðu eða er að falla að einhverju leyti úr skorðum að þá fellur þú undir það hugtak að vera með og kljást við geðsjúkdóm/geðröskun. Stór hluti þjóðarinnar notar gríðarlegt magn af bæði þunglyndislyfjum og kvíðalyfjum. Einnig hefur verið þreföld aukning í notkun ADHD lyfja alveg frá árinu 2001. Það má því réttilega segja að Íslendingar slá met í notkun ADHD lyfja af öllum Norðurlanda þjóðunum og einnig notkun þunglyndis og kvíðalyfja. Notkun þunglyndislyfja er t.d. sú mesta meðal OWCD-landanna og hefur aukist um þriðjung síðustu tvo áratugi: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-07-06-notkun-thunglyndislyfja-aukist-um-thridjung-sidustu-tvo-aratugi-417183 Og eins er með kvíðalyf. Hægt er að sjá tölfræðina á síðu heilsuvera.is/síðu landlæknisembættisins. Margir halda að þegar rætt er um geðsjúkdóma eða geðraskanir að þá sé einungis átt við geðsjúkdóma eins og geðklofa eða geðhvarfasýki. En aðrar persónuleikaraskanir eins og þunglyndi, kvíði, ofvirkni og athyglisbrestur og ADHD falla einnig undir hugtakið geðröskun. Misnotkun á fíkniefnum og áfengi getur einnig leitt til ýmissa geðkvilla. Til að mynda getur leitt mikil langtíma notkun af grasi til geðhvarfasýki og einnig einkenni geðklofa. Sumir þjást af mjög alvarlegum geðkvillum og þurfa að koma inn á geðdeildir í lengri eða styttri tíma, en í mörgum tilvikum leitar fólk til heimilislæknis síns sér til aðstoðar sem nær að einhverju leyti að koma einstaklingnum í jafnvægi með "jafnvægislyfjum" vegna til að mynda þunglyndi og kvíða. Það er mikið af fordómum í samfélaginu þegar fólk heyrir hugtakið geðröskun eða geðveiki. Einstaklingurinn reynir þá að fela það en í dag sem betur fer eru hlutirnir öðruvísi og telur greinarhöfundur að það sé vegna þess að almenningur hefur gert sér grein fyrir því hvað geðröskun raunverulega er. Eitthvað sem allir kljást við í minni eða stærri mæli yfir lífið. Dæmi um geðraskanir eru til að mynda: Kvíði, ofsakvíði (felmtunröskun), þunglyndi, athyglisbrestur og ofvirkni, áráttu og þráhyggjuröskun, ofsahræðsla, ADHD, persónuleikaraskanir, geðhvarfasýki og síðan geðklofi svo fátt sé nefnt. Þegar talað er um geðlæknisfræðina að þá hefur oft verið talað um hana sem gervivísindi af því að allir þessir sjúkdómar eða frekar einkenni eru á einhverju rófi sem er ekki hægt að festa fast. Við t.d. erum með klukku sem mælir tíma jafnt og örugglega en geðröskun eins og kvíði og þunglyndi getur verið misjafn hjá fólki og farið upp og niður ásamt öðrum einkennum. Hann getur komið í svokölluðum köstum en er ekki eitthvað fast í hendi eins og allt annað sem hægt er að mæla eins og lengd og hæð. Það er því með án efa hægt að segja að þú sért með geðsjúkdóm ef líf þitt fer úr skorðum vegna einhvers að ofangreindum sjúkdómum. Einnig ef þú getur ekki fyllt reglum samfélagsins (andfélagslegur) eða ert einfaldlega ekki í almennu jafnvægi. Því má segja réttilega að ALLIR þjást af geðsjúkdómi einhvern hluta af ævinni eða jafnvel allt sitt líf. Þannig þeir sem dæma aðra ættu að líta í eigin barm. Heilinn eða miðtaugakerfið er flókið fyrirbæri sem læknar eiga erfitt með að rannsaka til fulls. Hann er með milljónir taugabrauta og þessar brautir hafa mismunandi virkni á svæði í heilanum og gefa frá sér mismunandi efni og efnaskipti eins og seratónín og dópamín sem hefur áhrif á hugsun og hegðun. Þannig að geðröskun eða geðveiki er fyrst og fremst líkamlegur sjúkdómur (heilasjúkdómur) og því ,,orsök vandans" og andlega hliðin er því ,,afleiðingin" af mismunandi virkni heilans. Þanni allir Íslendingar og allir jarðarbúar ef út í það er farið sitja því í sama báti þegar kemur að geðröskunum eða geðveiki. Spurningin er bara hve lengi þú ert í bátnum. Stutt tímabil yfir ævina eða alla ævina. Höfundur er eilífðarstúdent.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun