Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 10:30 Samkvæmt Lýðheilsuvísi embættis landlæknis upplifa 12,1% fullorðinna einstaklinga oft eða mjög oft einmanaleika árið 2024. Einstaklingar finna oft fyrir einmanaleika þegar þeir upplifa skort á félagslegum tengslum, en þau gegna mikilvægu hlutverki í að auka lífsgæði okkar og stuðla að góðri andlegri og líkamlegri heilsu. Félagsleg einangrun og einmanaleiki geta nefnilega tekið líkamlegan og andlegan toll og eru oft tengd við langvarandi heilsufarsvandamál. Einmanaleiki getur einnig skert félagslega færni, sem gerir einstaklingnum erfitt fyrir að mynda tengsl og viðhalda þeim, svo þeir festast í vítahring einmanaleika. Félagsleg verkefni Rauða krossins vinna markvisst að því að reyna að rjúfa einangrun einstaklinga með heimsóknum, göngutúrum, símtölum, tónlist og félagsskap hunda. Markmið verkefnanna er að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Fjölbreytt starf með ríka sögu Félagsleg verkefni Rauða krossins á Íslandi, einnig þekkt sem vinaverkefnin, eru 25 ára í ár. Uppruna hugmyndafræðinnar má rekja til bandarískra Rauða kross kvenna sem voru með félagslegt hjálparstarf á sjúkrahúsum í fyrri og seinni heimstyrjöldinni, en hér á landi var það kvennadeild Rauða krossins sem hóf heimsóknir á sjúkrahúsin árið 1966 og þá kölluðu þær sig sjúkravini. Félagslega verkefnið heimsóknarvinir fór síðan af stað hjá Rauða krossinum árið 1999 og er í dag stærsta verkefnið. Sjálfboðaliðar fara í heimsóknir til einstaklinga sem óska eftir því og svo er það undir gestgjafanum komið út á hvað hún gengur. Heimsóknin getur snúist um að spjalla, að spila, fara í léttan göngutúr, á kaffihús og margt, margt fleira. Heimsóknarvinur með hund hófst árið 2006 og þar fer sjálfboðaliði með eigin hund í heimsóknir til þeirra sem óska eftir því. Heimsóknin getur verið einkaheimsókn, göngutúr eða hópheimsóknir. Gönguvinaverkefnið var svo sett í gang árið 2016 og eins og nafnið gefur til kynna þá fer sjálfboðaliðinn út að ganga með sínum gestgjafa. Þeir sem taka þátt í þessum þremur verkefnum hitta gestgjafa sinn að jafnaði einu sinni í viku í klukkutíma í senn. Heimsóknirnar geta til dæmis farið fram á einkaheimilum, dvalarheimilum eða sjálfstæðum íbúðakjörnum. Ný verkefni enn að fæðast Símavinaverkefnið var einnig sett á fót árið 2016, en eins og nafnið gefur til kynna þá heyrast símavinir í síma, en það gera þeir tvisvar sinnum í viku og spjalla í um 30 mínútur í senn. Í þessu verkefni skiptir fjarlægðin engu máli, sem getur verið mikill kostur fyrir marga. Nýjasta verkefnið, tónlistarvinir, fór svo af stað í byrjun þessa árs. Í þessu verkefni eru einstaklingar og/eða hópar sem hafa lítil sem engin tök á að fara frá heimili sínu til þess að njóta lifandi tónlistar heimsóttir af einhverjum sem getur spilað fyrir þá. Langvarandi vinátta verður til Í dag eru um 205 sjálfboðaliðar í verkefnunum á öllu landinu. Það þýðir að um 200 einstaklingar fá annað hvort heimsókn einu sinni í viku eða símtal tvisvar í viku. Bara á þessu ári hafa rúmlega 100 manns verið „paraðir“ við sjálfboðaliða, en hinir hafa fengið heimsóknir mun lengur. Þegar sjálfboðaliðar taka að sér heimsóknir skuldbinda þeir sig í ár og eftir það taka þeir ákvörðun um það hvort þeir vilji halda áfram heimsóknum til sama einstaklings eða fara inn í annað verkefni. Flestir kjósa að halda áfram að fara í heimsóknir og í flestum tilfellum verður vináttan mikil og jafnvel til lífstíðar. Ein þannig heimsókn hófst árið 2007 en sú heimsókn var með hund, ein af þeim fyrstu sem farið var í þegar hundavinaverkefnið byrjaði. Þá fór Bjarni með hundinn sinn, hana Ídu, í heimsókn til hans Jóns. Þegar Ída dó hélt Bjarni samt áfram að fara í heimsóknir til Jóns og í dag hittast þeir ennþá í hverri viku og fara yfir vikuna og kíkja jafnvel á rúntinn. Mikil hlýja og gagnkvæm virðing er á milli þessara manna og þeir hafa brallað ýmislegt skemmtilegt saman í gegnum árin. „Nú hlakka ég til einhvers“ Árangur heimsóknanna er mjög góður. Bæði þau sem fá heimsóknirnar og þau sem fara í heimsóknirnar eru ánægð og 55% sjálfboðaliða segjast sjá jákvæðar breytingar á heimsóknarvini sínum frá því þeir byrjuðu að fara í heimsóknir. Setningar eins og „nú hlakka ég til einhvers“, „þetta brýtur upp vikuna og er tilhlökkunarefni í hverri viku “ og „nú er ég ekki eins einmana“ eru meðal þess sem sjálfboðaliðar hafa fengið að heyra frá gestgjöfum sínum. Það er alltaf þörf fyrir fleiri sjálfboðaliða í verkefnin, en eins og staðan er í dag þá eru rétt tæplega 80 manns að bíða eftir því að fá heimsókn og/eða símtal. Þörfin hefur aldrei verið meiri en eins og áður sagði getur félagsleg einangrun og einmanaleiki haft mjög skaðleg áhrif, svo þessi verkefni hafa mikið gildi sem heilbrigðisþjónusta en samt þarf enga sérfræðimenntun til að taka þátt. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt er hægt að sækja um sem sjálfboðaliði á heimasíðu Rauða krossins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í félagsverkefnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Lýðheilsuvísi embættis landlæknis upplifa 12,1% fullorðinna einstaklinga oft eða mjög oft einmanaleika árið 2024. Einstaklingar finna oft fyrir einmanaleika þegar þeir upplifa skort á félagslegum tengslum, en þau gegna mikilvægu hlutverki í að auka lífsgæði okkar og stuðla að góðri andlegri og líkamlegri heilsu. Félagsleg einangrun og einmanaleiki geta nefnilega tekið líkamlegan og andlegan toll og eru oft tengd við langvarandi heilsufarsvandamál. Einmanaleiki getur einnig skert félagslega færni, sem gerir einstaklingnum erfitt fyrir að mynda tengsl og viðhalda þeim, svo þeir festast í vítahring einmanaleika. Félagsleg verkefni Rauða krossins vinna markvisst að því að reyna að rjúfa einangrun einstaklinga með heimsóknum, göngutúrum, símtölum, tónlist og félagsskap hunda. Markmið verkefnanna er að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Fjölbreytt starf með ríka sögu Félagsleg verkefni Rauða krossins á Íslandi, einnig þekkt sem vinaverkefnin, eru 25 ára í ár. Uppruna hugmyndafræðinnar má rekja til bandarískra Rauða kross kvenna sem voru með félagslegt hjálparstarf á sjúkrahúsum í fyrri og seinni heimstyrjöldinni, en hér á landi var það kvennadeild Rauða krossins sem hóf heimsóknir á sjúkrahúsin árið 1966 og þá kölluðu þær sig sjúkravini. Félagslega verkefnið heimsóknarvinir fór síðan af stað hjá Rauða krossinum árið 1999 og er í dag stærsta verkefnið. Sjálfboðaliðar fara í heimsóknir til einstaklinga sem óska eftir því og svo er það undir gestgjafanum komið út á hvað hún gengur. Heimsóknin getur snúist um að spjalla, að spila, fara í léttan göngutúr, á kaffihús og margt, margt fleira. Heimsóknarvinur með hund hófst árið 2006 og þar fer sjálfboðaliði með eigin hund í heimsóknir til þeirra sem óska eftir því. Heimsóknin getur verið einkaheimsókn, göngutúr eða hópheimsóknir. Gönguvinaverkefnið var svo sett í gang árið 2016 og eins og nafnið gefur til kynna þá fer sjálfboðaliðinn út að ganga með sínum gestgjafa. Þeir sem taka þátt í þessum þremur verkefnum hitta gestgjafa sinn að jafnaði einu sinni í viku í klukkutíma í senn. Heimsóknirnar geta til dæmis farið fram á einkaheimilum, dvalarheimilum eða sjálfstæðum íbúðakjörnum. Ný verkefni enn að fæðast Símavinaverkefnið var einnig sett á fót árið 2016, en eins og nafnið gefur til kynna þá heyrast símavinir í síma, en það gera þeir tvisvar sinnum í viku og spjalla í um 30 mínútur í senn. Í þessu verkefni skiptir fjarlægðin engu máli, sem getur verið mikill kostur fyrir marga. Nýjasta verkefnið, tónlistarvinir, fór svo af stað í byrjun þessa árs. Í þessu verkefni eru einstaklingar og/eða hópar sem hafa lítil sem engin tök á að fara frá heimili sínu til þess að njóta lifandi tónlistar heimsóttir af einhverjum sem getur spilað fyrir þá. Langvarandi vinátta verður til Í dag eru um 205 sjálfboðaliðar í verkefnunum á öllu landinu. Það þýðir að um 200 einstaklingar fá annað hvort heimsókn einu sinni í viku eða símtal tvisvar í viku. Bara á þessu ári hafa rúmlega 100 manns verið „paraðir“ við sjálfboðaliða, en hinir hafa fengið heimsóknir mun lengur. Þegar sjálfboðaliðar taka að sér heimsóknir skuldbinda þeir sig í ár og eftir það taka þeir ákvörðun um það hvort þeir vilji halda áfram heimsóknum til sama einstaklings eða fara inn í annað verkefni. Flestir kjósa að halda áfram að fara í heimsóknir og í flestum tilfellum verður vináttan mikil og jafnvel til lífstíðar. Ein þannig heimsókn hófst árið 2007 en sú heimsókn var með hund, ein af þeim fyrstu sem farið var í þegar hundavinaverkefnið byrjaði. Þá fór Bjarni með hundinn sinn, hana Ídu, í heimsókn til hans Jóns. Þegar Ída dó hélt Bjarni samt áfram að fara í heimsóknir til Jóns og í dag hittast þeir ennþá í hverri viku og fara yfir vikuna og kíkja jafnvel á rúntinn. Mikil hlýja og gagnkvæm virðing er á milli þessara manna og þeir hafa brallað ýmislegt skemmtilegt saman í gegnum árin. „Nú hlakka ég til einhvers“ Árangur heimsóknanna er mjög góður. Bæði þau sem fá heimsóknirnar og þau sem fara í heimsóknirnar eru ánægð og 55% sjálfboðaliða segjast sjá jákvæðar breytingar á heimsóknarvini sínum frá því þeir byrjuðu að fara í heimsóknir. Setningar eins og „nú hlakka ég til einhvers“, „þetta brýtur upp vikuna og er tilhlökkunarefni í hverri viku “ og „nú er ég ekki eins einmana“ eru meðal þess sem sjálfboðaliðar hafa fengið að heyra frá gestgjöfum sínum. Það er alltaf þörf fyrir fleiri sjálfboðaliða í verkefnin, en eins og staðan er í dag þá eru rétt tæplega 80 manns að bíða eftir því að fá heimsókn og/eða símtal. Þörfin hefur aldrei verið meiri en eins og áður sagði getur félagsleg einangrun og einmanaleiki haft mjög skaðleg áhrif, svo þessi verkefni hafa mikið gildi sem heilbrigðisþjónusta en samt þarf enga sérfræðimenntun til að taka þátt. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt er hægt að sækja um sem sjálfboðaliði á heimasíðu Rauða krossins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í félagsverkefnum.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun