Kom til handalögmála í París Valur Páll Eiríksson skrifar 15. nóvember 2024 09:01 Slagsmál brutust út í stúkunni snemma leiks. Það tók um tvær mínútur að leysa úr því og engir eftirmálar urðu. Xavier Laine/Getty Images Á ýmsu gekk í kringum leik Frakklands og Ísrael í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Síst inni á vellinum. Leikurinn fór fram fyrir framan metfjölda áhorfenda, en aldrei hafa færri mætt á fótboltaleik á Stade de France í París. Aðeins 20 þúsund áhorfendur mættu á 80 þúsund manna leikvanginn. Einhverjir þeirra bauluðu á ísraelska þjóðsönginn fyrir leik. Yo @UEFAcom it’s time to ban Israel from international football. Israeli fans are causing trouble in France right now pic.twitter.com/aPNpIttV17— Esheru (@EsheruKwaku) November 14, 2024 Öryggisgæsla var aukin til muna í vikunni eftir slagsmál sem brutust út í Amsterdam í síðustu viku milli mótmælenda sem styðja Palestínu og gesta frá Ísrael sem fylgdu liði Maccabi Tel Aviv sem átti leik í Evrópudeildinni. Hræðsla var um álíka ofbeldi í París í gær og það kom til handalögmála þegar skammt var liðið á leikinn. Talið er að um 50 manns hafi átt þátt í þeim slagsmálum. Því var snögglega brugðist við og urðu af því engir eftirmálar. Talið er að um fjögur þúsund lögreglumenn hafi verið á leik gærkvöldsins. Stuðningsmenn Ísrael báru gular blöðrur og kröfðust þess að gíslum á Gaza skildi skilað heim.Xavier Laine/Getty Images Ísraelar voru varaðir við af stjórnvöldum að ferðast ekki á leikinn en um 100 stuðningsmenn fóru gegn því og voru meðal áhorfenda á tómlegum vellinum. Þeir veifuðu gulum blöðrum og kölluðu „frelsið gíslana“ og vitna þar til Ísraela sem eru í haldi Hamas á Gaza. Nokkrir hundruðir mótmælenda komu saman fyrir utan völlinn fyrir leik og veifuðu palestínskum, líbönskum og alsírskum fánum til að mótmæla stríðinu á Gaza. „Við spilum ekki með þjóðarmorð,“ sagði á einum borða mótmælenda. Mótmælendur sem sýndu Palestínumönnum samstöðu komu saman fyrir utan völlinn.Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Images Fjöldi stjórnmálamanna í Evrópu hefur lýst yfir „endurkomu gyðingahaturs“ í kjölfar þess að ísraelskir stuðningsmenn urðu fyrir aðkasti í Amsterdam fyrir rúmri viku síðan. Samkvæmt skýrslu borgaryfirvalda í Amsterdam voru stuðningsmenn Maccabi sjálfir sekir um skemmdarverk, árás á leigubíl auk þess að rífa niður palestínska fána og kalla hatursorð gegn aröbum. Tíðindaminna var innan vallar þar sem leiknum lauk með steindauðu markalausu jafntefli. Ísrael fékk þannig fyrsta stig liðsins í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ítalir eru efstir með 13 stig, Frakkar næstir með tíu, Belgar fjögur og Ísraelar eitt. Öryggisgæsla var hert til muna eftir atburðarrásina í Amsterdam viku fyrr.Ibrahim Ezzat/Anadolu via Getty Images Palestínskir fánar sáust einnig í stúkunni.Franco Arland/Getty Images Götum í kringum völlinn var lokað og lögregla girti af gönguleið fyrir ísraelska stuðningsmenn eftir leik.Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Images Þjóðadeild karla í fótbolta Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Tengdar fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Leikur Besiktas, frá Tyrklandi, og Maccabi Tel Aviv, frá Ísrael, í Evrópudeild karla í knattspyrnu fer fram fyrir luktum dyrum í Ungverjalandi. Ástæðan eru ólætin sem stuðningsmenn Maccabi voru með þegar liðið sótti Ajax heim í síðustu umferð. 13. nóvember 2024 07:00 Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01 Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi. 8. nóvember 2024 07:55 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Leikurinn fór fram fyrir framan metfjölda áhorfenda, en aldrei hafa færri mætt á fótboltaleik á Stade de France í París. Aðeins 20 þúsund áhorfendur mættu á 80 þúsund manna leikvanginn. Einhverjir þeirra bauluðu á ísraelska þjóðsönginn fyrir leik. Yo @UEFAcom it’s time to ban Israel from international football. Israeli fans are causing trouble in France right now pic.twitter.com/aPNpIttV17— Esheru (@EsheruKwaku) November 14, 2024 Öryggisgæsla var aukin til muna í vikunni eftir slagsmál sem brutust út í Amsterdam í síðustu viku milli mótmælenda sem styðja Palestínu og gesta frá Ísrael sem fylgdu liði Maccabi Tel Aviv sem átti leik í Evrópudeildinni. Hræðsla var um álíka ofbeldi í París í gær og það kom til handalögmála þegar skammt var liðið á leikinn. Talið er að um 50 manns hafi átt þátt í þeim slagsmálum. Því var snögglega brugðist við og urðu af því engir eftirmálar. Talið er að um fjögur þúsund lögreglumenn hafi verið á leik gærkvöldsins. Stuðningsmenn Ísrael báru gular blöðrur og kröfðust þess að gíslum á Gaza skildi skilað heim.Xavier Laine/Getty Images Ísraelar voru varaðir við af stjórnvöldum að ferðast ekki á leikinn en um 100 stuðningsmenn fóru gegn því og voru meðal áhorfenda á tómlegum vellinum. Þeir veifuðu gulum blöðrum og kölluðu „frelsið gíslana“ og vitna þar til Ísraela sem eru í haldi Hamas á Gaza. Nokkrir hundruðir mótmælenda komu saman fyrir utan völlinn fyrir leik og veifuðu palestínskum, líbönskum og alsírskum fánum til að mótmæla stríðinu á Gaza. „Við spilum ekki með þjóðarmorð,“ sagði á einum borða mótmælenda. Mótmælendur sem sýndu Palestínumönnum samstöðu komu saman fyrir utan völlinn.Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Images Fjöldi stjórnmálamanna í Evrópu hefur lýst yfir „endurkomu gyðingahaturs“ í kjölfar þess að ísraelskir stuðningsmenn urðu fyrir aðkasti í Amsterdam fyrir rúmri viku síðan. Samkvæmt skýrslu borgaryfirvalda í Amsterdam voru stuðningsmenn Maccabi sjálfir sekir um skemmdarverk, árás á leigubíl auk þess að rífa niður palestínska fána og kalla hatursorð gegn aröbum. Tíðindaminna var innan vallar þar sem leiknum lauk með steindauðu markalausu jafntefli. Ísrael fékk þannig fyrsta stig liðsins í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ítalir eru efstir með 13 stig, Frakkar næstir með tíu, Belgar fjögur og Ísraelar eitt. Öryggisgæsla var hert til muna eftir atburðarrásina í Amsterdam viku fyrr.Ibrahim Ezzat/Anadolu via Getty Images Palestínskir fánar sáust einnig í stúkunni.Franco Arland/Getty Images Götum í kringum völlinn var lokað og lögregla girti af gönguleið fyrir ísraelska stuðningsmenn eftir leik.Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Images
Þjóðadeild karla í fótbolta Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Tengdar fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Leikur Besiktas, frá Tyrklandi, og Maccabi Tel Aviv, frá Ísrael, í Evrópudeild karla í knattspyrnu fer fram fyrir luktum dyrum í Ungverjalandi. Ástæðan eru ólætin sem stuðningsmenn Maccabi voru með þegar liðið sótti Ajax heim í síðustu umferð. 13. nóvember 2024 07:00 Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01 Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi. 8. nóvember 2024 07:55 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Leikur Besiktas, frá Tyrklandi, og Maccabi Tel Aviv, frá Ísrael, í Evrópudeild karla í knattspyrnu fer fram fyrir luktum dyrum í Ungverjalandi. Ástæðan eru ólætin sem stuðningsmenn Maccabi voru með þegar liðið sótti Ajax heim í síðustu umferð. 13. nóvember 2024 07:00
Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01
Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi. 8. nóvember 2024 07:55
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti