„Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Kári Mímisson skrifar 14. nóvember 2024 22:37 Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari Hattar en liðið stóð vel í Stjörnumönnum í kvöld. vísir/Hulda Margrét Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segist vera sáttur með leik sinna manna þrátt fyrir tap gegn Stjörnunni í kvöld. „Ég er fyrst og fremst svekktur með það að tapa en að sama skapi er ég gríðarlega sáttur með frammistöðuna heilt yfir,“ sagði Viðar. Liðin voru jöfn framan af en það fór að skilja á milli þeirra í þriðja leikhluta þegar Stjarnan tók algjörlega yfir leikinn. Viðar segir að liðið hafi átt erfitt með að leysa góðan varnarleik Stjörnunnar sem hann segir að sé eitt besta lið deildarinnar. „Okkar vantaði að finna aðeins lausnir sóknarlega gegn þessum ákveðna varnarleik Stjörnunnar. Við erum náttúrulega að spila á móti einu besta liði deildarinnar. Það var alveg ljóst að þeir myndu koma með runn á móti okkur en ég er ánægður með hvernig okkur tókst að snúa því til baka og gerðum þetta að leik hér undir lokin. Við hefðum mátt komast aðeins nær og gefa þessu séns þá. Mér fannst varnarleikurinn fínn í dag og við hefðum mátt lifa með þessu skoti hans Hlyns en það er bara svona.“ Hlynur Bæringsson skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu undir lok leiksins sem gulltryggði sigurinn. Hann hleypti af á sama tíma við það sem skotklukkan hringdi og gestirnir ósáttir við að karfan hafi fengið að standa. Hvernig sást þú þetta? „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka enda tók hann sér töluverðan tíma í þetta skot. Maður vill bara að rétt sé rétt, kannski hef ég rangt fyrir mér en í svona tilvikum á auðvitað bara að vera IRS kerfi hjá öllum liðum í efstu deild sem gæti auðveldlega skorið úr um þetta. Það er hægt annars staðar í Evrópu. Ég hef tönglast oft áður á þessu en íslenskur körfubolti er kominn á það getustig að þetta á bara að vera til staðar. Kannski vinnur það stundum á móti manni og stundum með en þetta snýst ekki um það heldur að það að rétt skal vera rétt. Dómararnir eru kannski ekki í auðveldri stöðu heldur, þeir geta ekki dæmt eitthvað af því að þeir halda það. Flott skot samt hjá gamla manninum og það var sennilega það sem geirnegldi þetta.“ Höttur hefur átt fínu gegn að fagna á tímabilinu og liðið spilaði mjög vel á köflum í kvöld. Spurður að því hvort liðið sé að spila betur eða verra en hann þorði að vona fyrir tímabilið segir Viðar að þetta komi bylgjum en að liðið sé á svipuðum stað og hann þorði að vona fyrir tímabilið „Þetta er að spilast bara svona svipað og ég hélt. Við tókum full djúpa dýfu í nokkrum leikjum og erum að vinna okkur upp aftur eftir það. Þetta er partur af því að vinna sem lið, þetta gengur í bylgjum og ef við færum alltaf upp á við þá værum við orðnir Íslandsmeistarar fyrir löngu.“ Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst svekktur með það að tapa en að sama skapi er ég gríðarlega sáttur með frammistöðuna heilt yfir,“ sagði Viðar. Liðin voru jöfn framan af en það fór að skilja á milli þeirra í þriðja leikhluta þegar Stjarnan tók algjörlega yfir leikinn. Viðar segir að liðið hafi átt erfitt með að leysa góðan varnarleik Stjörnunnar sem hann segir að sé eitt besta lið deildarinnar. „Okkar vantaði að finna aðeins lausnir sóknarlega gegn þessum ákveðna varnarleik Stjörnunnar. Við erum náttúrulega að spila á móti einu besta liði deildarinnar. Það var alveg ljóst að þeir myndu koma með runn á móti okkur en ég er ánægður með hvernig okkur tókst að snúa því til baka og gerðum þetta að leik hér undir lokin. Við hefðum mátt komast aðeins nær og gefa þessu séns þá. Mér fannst varnarleikurinn fínn í dag og við hefðum mátt lifa með þessu skoti hans Hlyns en það er bara svona.“ Hlynur Bæringsson skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu undir lok leiksins sem gulltryggði sigurinn. Hann hleypti af á sama tíma við það sem skotklukkan hringdi og gestirnir ósáttir við að karfan hafi fengið að standa. Hvernig sást þú þetta? „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka enda tók hann sér töluverðan tíma í þetta skot. Maður vill bara að rétt sé rétt, kannski hef ég rangt fyrir mér en í svona tilvikum á auðvitað bara að vera IRS kerfi hjá öllum liðum í efstu deild sem gæti auðveldlega skorið úr um þetta. Það er hægt annars staðar í Evrópu. Ég hef tönglast oft áður á þessu en íslenskur körfubolti er kominn á það getustig að þetta á bara að vera til staðar. Kannski vinnur það stundum á móti manni og stundum með en þetta snýst ekki um það heldur að það að rétt skal vera rétt. Dómararnir eru kannski ekki í auðveldri stöðu heldur, þeir geta ekki dæmt eitthvað af því að þeir halda það. Flott skot samt hjá gamla manninum og það var sennilega það sem geirnegldi þetta.“ Höttur hefur átt fínu gegn að fagna á tímabilinu og liðið spilaði mjög vel á köflum í kvöld. Spurður að því hvort liðið sé að spila betur eða verra en hann þorði að vona fyrir tímabilið segir Viðar að þetta komi bylgjum en að liðið sé á svipuðum stað og hann þorði að vona fyrir tímabilið „Þetta er að spilast bara svona svipað og ég hélt. Við tókum full djúpa dýfu í nokkrum leikjum og erum að vinna okkur upp aftur eftir það. Þetta er partur af því að vinna sem lið, þetta gengur í bylgjum og ef við færum alltaf upp á við þá værum við orðnir Íslandsmeistarar fyrir löngu.“
Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira