Trump Greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X.
Politico greindi frá því fyrr í kvöld að miklar líkur væru á því að Trump myndi velja Kennedy, þó endanleg ákvörðun lægi ekki fyrir. Miðillinn sagði að valið gæti farið fyrir brjóstið á mörgum sérfræðingum í heilbrigðismálum sérstaklega vegna þess að Kennedy hefur verið gagnrýnin á bólusetningar.
„Hann mun gera Bandaríkin heilsuhraust á ný. Hann vill gera ýmislegt, og við ætlum að leyfa honum að gera það,“ sagði Trump um Kennedy í sigurræðu sinni á kosninganótt.
Robert F. Kennedy yngri er sonur Roberts F. Kennedy, bróður Johns F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þeir voru báðir ráðnir af dögum.
Kennedy yngri bauð sig fram til forseta í nýliðnum kosningum vestanhafs, en hann dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Trump.