Sextán flugferðum aflýst Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. nóvember 2024 20:42 Fjöldi flugferða hefur verið aflýst á morgun. vísir/vilhelm Sextán flugferðum frá Keflavíkurflugvelli sem voru á áætlun í fyrramálið hefur nú verið aflýst sökum veðurs. Búið er að gefa út gula og appelsínugula veðurviðvörun fyrir stóran hluta landsins á morgun. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Inn á vef Isavia er hægt að nálgast upplýsingar um hvaða flugferðum hefur verið aflýst. Flestar flugferðirnar eru á vegum Play og Icelandair en jafnframt hefur einni flugferð SAS verið aflýst. Þá hefur um átján flugferðum verið frestað fram yfir hádegi. Versta veðrið er talið ganga yfir frá 06:00 á morgun og fram yfir hádegi en Guðjón útilokar ekki að fleiri flugferðum verði aflýst og hvetur fólk til að fylgjast með vef Isavia. „Það er slæm spá þarna fram að hádegi en já vetur er kominn, sýnist manni og það er bara þannig og þetta hefur svo sem gerst áður.“ Guðjón tekur fram að veðuraðgerðarstjórn hafi fundað um þrjú í dag. „Veðurstofan fór yfir veðurspánna með fulltrúum okkar, fulltrúum flugfélaganna og flugþjónustufyrirtækjanna. Það var farið yfir veðurspánna og síðan veittu flugfélögin upplýsingar um hvað þau ætluðu að gera. Flugvellinum er auðvitað ekki lokað en hins vegar taka flugfélögin alltaf ákvarðanir um hvað þau gera á grundvelli þeirra upplýsinga sem liggja fyrir.“ Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Inn á vef Isavia er hægt að nálgast upplýsingar um hvaða flugferðum hefur verið aflýst. Flestar flugferðirnar eru á vegum Play og Icelandair en jafnframt hefur einni flugferð SAS verið aflýst. Þá hefur um átján flugferðum verið frestað fram yfir hádegi. Versta veðrið er talið ganga yfir frá 06:00 á morgun og fram yfir hádegi en Guðjón útilokar ekki að fleiri flugferðum verði aflýst og hvetur fólk til að fylgjast með vef Isavia. „Það er slæm spá þarna fram að hádegi en já vetur er kominn, sýnist manni og það er bara þannig og þetta hefur svo sem gerst áður.“ Guðjón tekur fram að veðuraðgerðarstjórn hafi fundað um þrjú í dag. „Veðurstofan fór yfir veðurspánna með fulltrúum okkar, fulltrúum flugfélaganna og flugþjónustufyrirtækjanna. Það var farið yfir veðurspánna og síðan veittu flugfélögin upplýsingar um hvað þau ætluðu að gera. Flugvellinum er auðvitað ekki lokað en hins vegar taka flugfélögin alltaf ákvarðanir um hvað þau gera á grundvelli þeirra upplýsinga sem liggja fyrir.“
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira