The Onion kaupir InfoWars Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2024 14:53 Alex Jones, fyrrverandi eigandi InfoWars segist ætla að halda áfram að framleiða efni á netinu. AP/David J. Phillip, Útgáfufélag ádeilumiðilsins The Onion keypti í morgun rekstrarfélag InfoWars, sem var áður í eigu Alex Jones. Kaupin voru gerð með stuðningi fjölskyldna barna sem dóu í Sandy Hook árásinni á árum áður en Jones skuldar þeim á annan milljarð dala. Jones var dæmdur til að greiða foreldrum barna sem dóu í árásinni umfangsmiklar skaðabætur fyrir að hafa dreift samsæriskenningum um foreldrana og börn þeirra. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones notaði InfoWars til að dreifa sögum um að börnin sem voru myrt hefðu ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra væri leikarar. Foreldrarnir stóðu lengi frammi fyrir áreiti og ógnunum frá áhorfendum Jones. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar árið 2022 að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,5 milljarða dala. Jones dró fæturna í að greiða foreldrunum þessar upphæðir og sagðist ekki hafa efni á því, á sama tíma og hann lifði í vellystingum. Í september var svo ákveðið að InfoWars og tengdar eignir Jones yrðu seldar á uppboði. Sjá einnig: InfoWars á uppboð í nóvember upp í skuld við syrgjandi fjölskyldur InfoWars var sett á uppboð í morgun og keypt af The Onion. Til stendur að opna miðilinn á nýjan leik á næsta ári. Þá verður miðillinn rekinn með stuðningi samtakanna Everytown for Gun Safety, sem berjast fyrir hertum lögum varðandi skotvopnaeign í Bandaríkjunum. The Onion keypti bæði miðilinn og aðrar eignir hans, eins og upptökuver og fæðubótarefnasöludeild. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur verð miðilsins ekki fyrir. Í frétt New York Times segir að til standi að reka InfoWars sem háðsíðu af þeirri upprunalegu. Gera eigi grín að frægu og „skrítnu“ fólki á netinu sem geri út á samsæriskenningar og sölu fæðubótarefna. Ben Collins, einn eigenda Onion, tísti um kaupin í morgun þar sem hann spurði hvort einhvern vantaði fæðubótarefni, sem var vinsæl söluvara Alex Jones. Does anybody need millions of dollars worth of supplements?— follow @bencollins on bluesky (@oneunderscore__) November 14, 2024 You better fucking subscribe to The Onion. This is the kind of thing we will do with your money.It allowed us to buy InfoWars. Now help us staff it. https://t.co/pEoO4ZPmLq— follow @bencollins on bluesky (@oneunderscore__) November 14, 2024 Bandaríkin Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Jones var dæmdur til að greiða foreldrum barna sem dóu í árásinni umfangsmiklar skaðabætur fyrir að hafa dreift samsæriskenningum um foreldrana og börn þeirra. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones notaði InfoWars til að dreifa sögum um að börnin sem voru myrt hefðu ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra væri leikarar. Foreldrarnir stóðu lengi frammi fyrir áreiti og ógnunum frá áhorfendum Jones. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar árið 2022 að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,5 milljarða dala. Jones dró fæturna í að greiða foreldrunum þessar upphæðir og sagðist ekki hafa efni á því, á sama tíma og hann lifði í vellystingum. Í september var svo ákveðið að InfoWars og tengdar eignir Jones yrðu seldar á uppboði. Sjá einnig: InfoWars á uppboð í nóvember upp í skuld við syrgjandi fjölskyldur InfoWars var sett á uppboð í morgun og keypt af The Onion. Til stendur að opna miðilinn á nýjan leik á næsta ári. Þá verður miðillinn rekinn með stuðningi samtakanna Everytown for Gun Safety, sem berjast fyrir hertum lögum varðandi skotvopnaeign í Bandaríkjunum. The Onion keypti bæði miðilinn og aðrar eignir hans, eins og upptökuver og fæðubótarefnasöludeild. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur verð miðilsins ekki fyrir. Í frétt New York Times segir að til standi að reka InfoWars sem háðsíðu af þeirri upprunalegu. Gera eigi grín að frægu og „skrítnu“ fólki á netinu sem geri út á samsæriskenningar og sölu fæðubótarefna. Ben Collins, einn eigenda Onion, tísti um kaupin í morgun þar sem hann spurði hvort einhvern vantaði fæðubótarefni, sem var vinsæl söluvara Alex Jones. Does anybody need millions of dollars worth of supplements?— follow @bencollins on bluesky (@oneunderscore__) November 14, 2024 You better fucking subscribe to The Onion. This is the kind of thing we will do with your money.It allowed us to buy InfoWars. Now help us staff it. https://t.co/pEoO4ZPmLq— follow @bencollins on bluesky (@oneunderscore__) November 14, 2024
Bandaríkin Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira