„Við þurfum að fara að vinna leiki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. nóvember 2024 11:31 Kári Jónsson segir Valsmenn harðákveðna í því að komast aftur á sigurbraut. Vísir / Anton Brink „Þetta verður alvöru leikur í kvöld,“ segir Kári Jónsson, leikmaður Vals. Hans menn taka á móti KR að Hlíðarenda klukkan 19:15 í Bónus deild karla. Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar en hafa byrjað leiktíðina brösuglega. Liðið tapaði með sautján stiga mun fyrir Hetti á Egilsstöðum í síðustu umferð og eru með fjögur stig í tíunda sæti deildarinnar. „Við þurfum að fara að vinna leiki. Hver leikur er erfiður í þessari deild eins og hún er. Við þurfum algjörlega að fara að finna leiðir til að vinna leiki. Það er það mikilvægasta í stöðunni. Við erum ekkert ofboðslega mikið að pæla í því hvar við stöndum akkúrat núna í töflunni,“ segir Kári í samtali við íþróttadeild. Valsmenn séu ekki mikið að spá í stöðuna í töflunni þegar svo skammt er liðið á mótið. „Ef við vinnum einn eða tvo leiki fljúgum við örugglega upp í töflunni. Það að fara að vinna leiki, það er það mikilvægasta fyrir okkur. Við þurfum að gera betur en við gerðum á Egilsstöðum og mæta tilbúnir í likinn í kvöld.“ Mikill missir af Finni Frey Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsliðsins, hefur verið í veikindaleyfi frá því að deildarkeppnin hófst og því ekki verið til taks. Aðspurður um ástæður gengisins segir Kári fjarveru Finns augljóslega spila sinn part. Finnur Freyr stýrði Vals til Íslandsmeistaratitils í vor en hefur verið fjarverandi það sem af er hausti.Vísir/Pawel „Það er auðvitað risa partur af því. En þetta eru spilin sem eru gefin okkur. Við erum ekki að fara afsaka okkur eða vorkenna okkur vegna þess. Þetta er staðan sem við erum í. Við erum búnir að vera að vinna úr því og vinna í ákveðnum hlutum til að gera betur,“ „Við áttum fína viku og vonandi náum við að færa það inn í leikinn í kvöld betur en við gerðum síðast. Þá erum við í góðum málum. Við erum með hörkumannskap og fullt af leikmönnum sem kunna alveg á körfubolta og vita um hvað þetta snýst. Það er bara að tengja þetta saman og vera á sömu blaðsíðunni, allir,“ segir Kári. Nimrod Hilliard er á meðal þeirra sem Valsmenn þurfa að takast á við í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Fyrst og fremst býst Kári við hörkuleik milli fornra fjenda er KR-ingar koma í heimsókn. „Þetta leggst mjög vel í mig, ég er spenntur. Þetta eru alltaf skemmtilegir leikir og það verður gaman kljást við KR-ingana í kvöld. Þeir eru búnir að vera sprækir og spila vel. Við þurfum virkilega að vinna fyrir hlutunum. Þeir eru mjög öflugir og duglegir, stóru mennirnir, og svo frábærir bakverðir í Nimrod [Hilliard] og Tóta [Þóri Þorbjarnarsyni]. Að leggja á okkur meira en þeir er held ég númer 1, 2 og 3,“ segir Kári. Leikur KR og Vals er klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 BD. Sá leikur er GAZ-leikur vikunnar þar sem þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leiknum. Bónus-deild karla Valur KR Körfubolti Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar en hafa byrjað leiktíðina brösuglega. Liðið tapaði með sautján stiga mun fyrir Hetti á Egilsstöðum í síðustu umferð og eru með fjögur stig í tíunda sæti deildarinnar. „Við þurfum að fara að vinna leiki. Hver leikur er erfiður í þessari deild eins og hún er. Við þurfum algjörlega að fara að finna leiðir til að vinna leiki. Það er það mikilvægasta í stöðunni. Við erum ekkert ofboðslega mikið að pæla í því hvar við stöndum akkúrat núna í töflunni,“ segir Kári í samtali við íþróttadeild. Valsmenn séu ekki mikið að spá í stöðuna í töflunni þegar svo skammt er liðið á mótið. „Ef við vinnum einn eða tvo leiki fljúgum við örugglega upp í töflunni. Það að fara að vinna leiki, það er það mikilvægasta fyrir okkur. Við þurfum að gera betur en við gerðum á Egilsstöðum og mæta tilbúnir í likinn í kvöld.“ Mikill missir af Finni Frey Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsliðsins, hefur verið í veikindaleyfi frá því að deildarkeppnin hófst og því ekki verið til taks. Aðspurður um ástæður gengisins segir Kári fjarveru Finns augljóslega spila sinn part. Finnur Freyr stýrði Vals til Íslandsmeistaratitils í vor en hefur verið fjarverandi það sem af er hausti.Vísir/Pawel „Það er auðvitað risa partur af því. En þetta eru spilin sem eru gefin okkur. Við erum ekki að fara afsaka okkur eða vorkenna okkur vegna þess. Þetta er staðan sem við erum í. Við erum búnir að vera að vinna úr því og vinna í ákveðnum hlutum til að gera betur,“ „Við áttum fína viku og vonandi náum við að færa það inn í leikinn í kvöld betur en við gerðum síðast. Þá erum við í góðum málum. Við erum með hörkumannskap og fullt af leikmönnum sem kunna alveg á körfubolta og vita um hvað þetta snýst. Það er bara að tengja þetta saman og vera á sömu blaðsíðunni, allir,“ segir Kári. Nimrod Hilliard er á meðal þeirra sem Valsmenn þurfa að takast á við í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Fyrst og fremst býst Kári við hörkuleik milli fornra fjenda er KR-ingar koma í heimsókn. „Þetta leggst mjög vel í mig, ég er spenntur. Þetta eru alltaf skemmtilegir leikir og það verður gaman kljást við KR-ingana í kvöld. Þeir eru búnir að vera sprækir og spila vel. Við þurfum virkilega að vinna fyrir hlutunum. Þeir eru mjög öflugir og duglegir, stóru mennirnir, og svo frábærir bakverðir í Nimrod [Hilliard] og Tóta [Þóri Þorbjarnarsyni]. Að leggja á okkur meira en þeir er held ég númer 1, 2 og 3,“ segir Kári. Leikur KR og Vals er klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 BD. Sá leikur er GAZ-leikur vikunnar þar sem þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leiknum.
Bónus-deild karla Valur KR Körfubolti Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira