„Við þurfum að fara að vinna leiki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. nóvember 2024 11:31 Kári Jónsson segir Valsmenn harðákveðna í því að komast aftur á sigurbraut. Vísir / Anton Brink „Þetta verður alvöru leikur í kvöld,“ segir Kári Jónsson, leikmaður Vals. Hans menn taka á móti KR að Hlíðarenda klukkan 19:15 í Bónus deild karla. Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar en hafa byrjað leiktíðina brösuglega. Liðið tapaði með sautján stiga mun fyrir Hetti á Egilsstöðum í síðustu umferð og eru með fjögur stig í tíunda sæti deildarinnar. „Við þurfum að fara að vinna leiki. Hver leikur er erfiður í þessari deild eins og hún er. Við þurfum algjörlega að fara að finna leiðir til að vinna leiki. Það er það mikilvægasta í stöðunni. Við erum ekkert ofboðslega mikið að pæla í því hvar við stöndum akkúrat núna í töflunni,“ segir Kári í samtali við íþróttadeild. Valsmenn séu ekki mikið að spá í stöðuna í töflunni þegar svo skammt er liðið á mótið. „Ef við vinnum einn eða tvo leiki fljúgum við örugglega upp í töflunni. Það að fara að vinna leiki, það er það mikilvægasta fyrir okkur. Við þurfum að gera betur en við gerðum á Egilsstöðum og mæta tilbúnir í likinn í kvöld.“ Mikill missir af Finni Frey Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsliðsins, hefur verið í veikindaleyfi frá því að deildarkeppnin hófst og því ekki verið til taks. Aðspurður um ástæður gengisins segir Kári fjarveru Finns augljóslega spila sinn part. Finnur Freyr stýrði Vals til Íslandsmeistaratitils í vor en hefur verið fjarverandi það sem af er hausti.Vísir/Pawel „Það er auðvitað risa partur af því. En þetta eru spilin sem eru gefin okkur. Við erum ekki að fara afsaka okkur eða vorkenna okkur vegna þess. Þetta er staðan sem við erum í. Við erum búnir að vera að vinna úr því og vinna í ákveðnum hlutum til að gera betur,“ „Við áttum fína viku og vonandi náum við að færa það inn í leikinn í kvöld betur en við gerðum síðast. Þá erum við í góðum málum. Við erum með hörkumannskap og fullt af leikmönnum sem kunna alveg á körfubolta og vita um hvað þetta snýst. Það er bara að tengja þetta saman og vera á sömu blaðsíðunni, allir,“ segir Kári. Nimrod Hilliard er á meðal þeirra sem Valsmenn þurfa að takast á við í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Fyrst og fremst býst Kári við hörkuleik milli fornra fjenda er KR-ingar koma í heimsókn. „Þetta leggst mjög vel í mig, ég er spenntur. Þetta eru alltaf skemmtilegir leikir og það verður gaman kljást við KR-ingana í kvöld. Þeir eru búnir að vera sprækir og spila vel. Við þurfum virkilega að vinna fyrir hlutunum. Þeir eru mjög öflugir og duglegir, stóru mennirnir, og svo frábærir bakverðir í Nimrod [Hilliard] og Tóta [Þóri Þorbjarnarsyni]. Að leggja á okkur meira en þeir er held ég númer 1, 2 og 3,“ segir Kári. Leikur KR og Vals er klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 BD. Sá leikur er GAZ-leikur vikunnar þar sem þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leiknum. Bónus-deild karla Valur KR Körfubolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ Sjá meira
Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar en hafa byrjað leiktíðina brösuglega. Liðið tapaði með sautján stiga mun fyrir Hetti á Egilsstöðum í síðustu umferð og eru með fjögur stig í tíunda sæti deildarinnar. „Við þurfum að fara að vinna leiki. Hver leikur er erfiður í þessari deild eins og hún er. Við þurfum algjörlega að fara að finna leiðir til að vinna leiki. Það er það mikilvægasta í stöðunni. Við erum ekkert ofboðslega mikið að pæla í því hvar við stöndum akkúrat núna í töflunni,“ segir Kári í samtali við íþróttadeild. Valsmenn séu ekki mikið að spá í stöðuna í töflunni þegar svo skammt er liðið á mótið. „Ef við vinnum einn eða tvo leiki fljúgum við örugglega upp í töflunni. Það að fara að vinna leiki, það er það mikilvægasta fyrir okkur. Við þurfum að gera betur en við gerðum á Egilsstöðum og mæta tilbúnir í likinn í kvöld.“ Mikill missir af Finni Frey Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsliðsins, hefur verið í veikindaleyfi frá því að deildarkeppnin hófst og því ekki verið til taks. Aðspurður um ástæður gengisins segir Kári fjarveru Finns augljóslega spila sinn part. Finnur Freyr stýrði Vals til Íslandsmeistaratitils í vor en hefur verið fjarverandi það sem af er hausti.Vísir/Pawel „Það er auðvitað risa partur af því. En þetta eru spilin sem eru gefin okkur. Við erum ekki að fara afsaka okkur eða vorkenna okkur vegna þess. Þetta er staðan sem við erum í. Við erum búnir að vera að vinna úr því og vinna í ákveðnum hlutum til að gera betur,“ „Við áttum fína viku og vonandi náum við að færa það inn í leikinn í kvöld betur en við gerðum síðast. Þá erum við í góðum málum. Við erum með hörkumannskap og fullt af leikmönnum sem kunna alveg á körfubolta og vita um hvað þetta snýst. Það er bara að tengja þetta saman og vera á sömu blaðsíðunni, allir,“ segir Kári. Nimrod Hilliard er á meðal þeirra sem Valsmenn þurfa að takast á við í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Fyrst og fremst býst Kári við hörkuleik milli fornra fjenda er KR-ingar koma í heimsókn. „Þetta leggst mjög vel í mig, ég er spenntur. Þetta eru alltaf skemmtilegir leikir og það verður gaman kljást við KR-ingana í kvöld. Þeir eru búnir að vera sprækir og spila vel. Við þurfum virkilega að vinna fyrir hlutunum. Þeir eru mjög öflugir og duglegir, stóru mennirnir, og svo frábærir bakverðir í Nimrod [Hilliard] og Tóta [Þóri Þorbjarnarsyni]. Að leggja á okkur meira en þeir er held ég númer 1, 2 og 3,“ segir Kári. Leikur KR og Vals er klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 BD. Sá leikur er GAZ-leikur vikunnar þar sem þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leiknum.
Bónus-deild karla Valur KR Körfubolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ Sjá meira