Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2024 12:31 Magnús Jóhannsson komst til að mynda í úrslit í 200 metra hlaupi á HM U20 ára í Perú í ágúst. Hann verður 18 ára í næsta mánuði. Youtube Fljótasti Íslendingur sögunnar er hinn 17 ára gamli Magnús Jóhannsson, sem reyndar hefur búið alla sína ævi í Hong Kong. Þær fréttir koma framkvæmdastjóra Frjálsíþróttasambands Íslands í opna skjöldu en hann segir Magnús hjartanlega velkominn í íslenska landsliðið hafi hann áhuga á því. Tveir deila Íslandsmeti karla í 100 metra hlaupi, þeir Ari Bragi Kárason og Kolbeinn Höður Gunnarsson, en það er 10,51 sekúndur. Magnús hefur hlaupið enn hraðar, eða á 10,48 sekúndum í september, en hann hefur ætíð keppt fyrir hönd Hong Kong og því telst það ekki Íslandsmet. En hver er þessi Magnús? Sá sem þetta skrifar hafði ekki hugmynd um tilvist hans fyrr en við lestur greinar á RÚV í morgun, eins og sjálfsagt flestir, og sömu sögu er að segja af Guðmundi Karlssyni, framkvæmdastjóra FRÍ: „Ég fagna bara þessari frétt og óska honum til hamingju með frábæran árangur. Hann er velkominn til Íslands og undir okkar hatt hvenær sem er,“ segir Guðmundur. Saknar Íslands og fjölskyldunnar þar Fram kemur í grein RÚV að Magnús eigi íslenskan pabba, Þröst Jóhannsson, sem flutti til Hong Kong árið 1997 og stofnaði dansskóla. Hann kynntist þar kínverskri konu og saman eignuðust þau Magnús í desember 2006. „Ég sakna Íslands og fjölskyldunnar þar mikið,“ segir Magnús við RÚV en hann heimsótti Ísland með fjölskyldu sinni árlega á árum áður en segir heimsóknunum því miður hafa farið fækkandi. Hann hefur einu sinni keppt á Íslandi og vann þá 60 metra hlaup á landsmóti UMFÍ árið 2018, samkvæmt frétt RÚV. Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason deila Íslandsmetinu í 100 metra hlaupi, og Kolbeinn Höður á metið í 200 metra hlaupi. Magnús Jóhannsson gæti mögulega breytt því kysi hann að keppa fyrir Íslands hönd.vísir/stefán „Ef hann setur það fyrir sig þá skil ég hann alveg“ Magnús býr við frábæra aðstöðu í Hong Kong til að bæta sig sem afreksíþróttamaður, hefur í raun allt til alls, og því kannski ekki mikil ástæða fyrir hann að breyta til og keppa fyrir Ísland. Dyrnar standa samt alltaf opnar, segir Guðmundur hjá FRÍ: „Að sjálfsögðu. Ég sé að hann talar svolítið mikið um umgjörðina sem hann er með þarna niður frá. Auðvitað er það eitt sem að okkur hefur ekki alveg tekist hér heima, að búa til þá umgjörð í kringum afreksfólkið okkar sem við myndum vilja hafa. Ef hann setur það fyrir sig þá skil ég hann alveg. En hann er mikið meira en velkominn í landslið Íslands í frjálsum. Frumkvæðið þarf væntanlega að koma frá honum og hans fjölskyldu en ég væri stoltur að fá hann til okkar. Ég var hreinlega ekki með hann á ratsjánni fyrr en núna,“ segir Guðmundur. Komst í úrslit á HM U20 og er stoltur Íslendingur Magnús hljóp undir Íslandsmettímanum í 100 metra hlaupi í september síðastliðnum, á fjölmennu móti á vegum frjálsíþróttasambands Hong Kong. Magnús hafði áður sett landsmet í Hong Kong þegar hann vann silfur í 200 metra hlaupi á Asíumóti U20 ára í frjálsum íþróttum í apríl, með því að hlaupa á 20,92 sekúndum. Það er 1/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti Kolbeins Haðar. Þá komst hann í úrslit á heimsmeistaramóti U20 ára í Perú í ágúst, í 200 metra hlaupi, og varð í 7. sæti, eins og sjá má hér að neðan. Magnús er því afar frambærilegur spretthlaupari en að óbreyttu verður árangur hans allur í þágu Hong Kong, en ekki Íslands. „Þrátt fyrir að ég sé mjög stoltur af því að vera Íslendingur þá finnst mér eðlilegra að keppa fyrir Hong Kong - að minnsta kosti eins og staðan er núna,“ segir Magnús við RÚV og kveðst stefna á að koma til Íslands á næsta ári. Frjálsar íþróttir Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Haukar - ÍR | Hörkuslagur á Ásvöllum Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjá meira
Tveir deila Íslandsmeti karla í 100 metra hlaupi, þeir Ari Bragi Kárason og Kolbeinn Höður Gunnarsson, en það er 10,51 sekúndur. Magnús hefur hlaupið enn hraðar, eða á 10,48 sekúndum í september, en hann hefur ætíð keppt fyrir hönd Hong Kong og því telst það ekki Íslandsmet. En hver er þessi Magnús? Sá sem þetta skrifar hafði ekki hugmynd um tilvist hans fyrr en við lestur greinar á RÚV í morgun, eins og sjálfsagt flestir, og sömu sögu er að segja af Guðmundi Karlssyni, framkvæmdastjóra FRÍ: „Ég fagna bara þessari frétt og óska honum til hamingju með frábæran árangur. Hann er velkominn til Íslands og undir okkar hatt hvenær sem er,“ segir Guðmundur. Saknar Íslands og fjölskyldunnar þar Fram kemur í grein RÚV að Magnús eigi íslenskan pabba, Þröst Jóhannsson, sem flutti til Hong Kong árið 1997 og stofnaði dansskóla. Hann kynntist þar kínverskri konu og saman eignuðust þau Magnús í desember 2006. „Ég sakna Íslands og fjölskyldunnar þar mikið,“ segir Magnús við RÚV en hann heimsótti Ísland með fjölskyldu sinni árlega á árum áður en segir heimsóknunum því miður hafa farið fækkandi. Hann hefur einu sinni keppt á Íslandi og vann þá 60 metra hlaup á landsmóti UMFÍ árið 2018, samkvæmt frétt RÚV. Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason deila Íslandsmetinu í 100 metra hlaupi, og Kolbeinn Höður á metið í 200 metra hlaupi. Magnús Jóhannsson gæti mögulega breytt því kysi hann að keppa fyrir Íslands hönd.vísir/stefán „Ef hann setur það fyrir sig þá skil ég hann alveg“ Magnús býr við frábæra aðstöðu í Hong Kong til að bæta sig sem afreksíþróttamaður, hefur í raun allt til alls, og því kannski ekki mikil ástæða fyrir hann að breyta til og keppa fyrir Ísland. Dyrnar standa samt alltaf opnar, segir Guðmundur hjá FRÍ: „Að sjálfsögðu. Ég sé að hann talar svolítið mikið um umgjörðina sem hann er með þarna niður frá. Auðvitað er það eitt sem að okkur hefur ekki alveg tekist hér heima, að búa til þá umgjörð í kringum afreksfólkið okkar sem við myndum vilja hafa. Ef hann setur það fyrir sig þá skil ég hann alveg. En hann er mikið meira en velkominn í landslið Íslands í frjálsum. Frumkvæðið þarf væntanlega að koma frá honum og hans fjölskyldu en ég væri stoltur að fá hann til okkar. Ég var hreinlega ekki með hann á ratsjánni fyrr en núna,“ segir Guðmundur. Komst í úrslit á HM U20 og er stoltur Íslendingur Magnús hljóp undir Íslandsmettímanum í 100 metra hlaupi í september síðastliðnum, á fjölmennu móti á vegum frjálsíþróttasambands Hong Kong. Magnús hafði áður sett landsmet í Hong Kong þegar hann vann silfur í 200 metra hlaupi á Asíumóti U20 ára í frjálsum íþróttum í apríl, með því að hlaupa á 20,92 sekúndum. Það er 1/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti Kolbeins Haðar. Þá komst hann í úrslit á heimsmeistaramóti U20 ára í Perú í ágúst, í 200 metra hlaupi, og varð í 7. sæti, eins og sjá má hér að neðan. Magnús er því afar frambærilegur spretthlaupari en að óbreyttu verður árangur hans allur í þágu Hong Kong, en ekki Íslands. „Þrátt fyrir að ég sé mjög stoltur af því að vera Íslendingur þá finnst mér eðlilegra að keppa fyrir Hong Kong - að minnsta kosti eins og staðan er núna,“ segir Magnús við RÚV og kveðst stefna á að koma til Íslands á næsta ári.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Haukar - ÍR | Hörkuslagur á Ásvöllum Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti