Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 10:01 Maðurinn minn er breskur en elskar íslenskar hefðir. Eitt af því sem hann heillast af eru eftirnöfnin -dóttir, -son og -bur. Hann vill halda í bresku hefð og láta ættarnafnið sitt ganga niður til barna okkar og stakk hann upp á því að börnin okkar bæru ættarnafnið hans en væru einnig Heiðubörn. Undanfarið hefur umfjöllun um Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegin fólks farið á flug. Ég mæli þó með því að fólk kynni sér frumvarpið áður en það fer að tala í hástöfum og hafa áhyggjur af því að einhver ætli að taka af því einhver hlutverk eða réttindi. Frumvarpinu er nefnilega einungis ætlað að jafna réttindi fólk og passa að allir hópar sitji að sama borði. Ég hef til dæmis heyrt því fleygt fram að nái frumvarpið fram að ganga fái afar ekki að kalla sig afa lengur. Það er alls ekki tilfellið, nema síður sé. Það er einungis verið að bæta við flóruna og passa að aðrir hópar þeirra sem eiga barnabörn og barnabörnin sjálf njóti sömu réttinda og afarnir. Lögin í dag hljóma svona: ,,Heimilt er að ófeðrað barn sé kennt til afa síns.“ (8.gr. Lög um mannanöfn). Með breytingunni munu lögin hljóma svona: ,, Heimilt er að ófeðrað barn sé kennt til foreldris foreldris síns.” Sem þýðir að þar er ömmu bætt við sem og kynsegin aðila sem á barnabarn. Ef við hjónin ættum barnabarn eins og lögin eru núna mættu þau ekki kenna sig við mig, ömmuna, heldur bara eiginmann minn. Ég sé því ekki annað en að þetta sé til bóta. Viðreisn styður þetta frumvarp enda er frelsi ein af grunnstoðum flokksins. Það á við um þegar það skaðar ekki aðra. Í þessu tilfelli er verið að stuðla að auknu jafnrétti og verið að standa vörð um frelsi fólks. Það að einn hópur fái réttindi til jafns á við aðra hópa þýðir ekki skerðing á rétti annarra. Það getur verið öllum hollt að anda ofan í maga, tala við fólk og kynna sér mál áður en ráðist er til atlögu á lyklaborðið. Fulltrúar Viðreisnar eru tilbúin að taka spjallið og ræða þessi og fleiri frelsismál. Ég er stolt af því að tilheyra hópi fólks sem vill að allir tilheyri og fái pláss, flokki sem stuðlar að frelsi og réttlæti. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mannanöfn Heiða Ingimarsdóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Maðurinn minn er breskur en elskar íslenskar hefðir. Eitt af því sem hann heillast af eru eftirnöfnin -dóttir, -son og -bur. Hann vill halda í bresku hefð og láta ættarnafnið sitt ganga niður til barna okkar og stakk hann upp á því að börnin okkar bæru ættarnafnið hans en væru einnig Heiðubörn. Undanfarið hefur umfjöllun um Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegin fólks farið á flug. Ég mæli þó með því að fólk kynni sér frumvarpið áður en það fer að tala í hástöfum og hafa áhyggjur af því að einhver ætli að taka af því einhver hlutverk eða réttindi. Frumvarpinu er nefnilega einungis ætlað að jafna réttindi fólk og passa að allir hópar sitji að sama borði. Ég hef til dæmis heyrt því fleygt fram að nái frumvarpið fram að ganga fái afar ekki að kalla sig afa lengur. Það er alls ekki tilfellið, nema síður sé. Það er einungis verið að bæta við flóruna og passa að aðrir hópar þeirra sem eiga barnabörn og barnabörnin sjálf njóti sömu réttinda og afarnir. Lögin í dag hljóma svona: ,,Heimilt er að ófeðrað barn sé kennt til afa síns.“ (8.gr. Lög um mannanöfn). Með breytingunni munu lögin hljóma svona: ,, Heimilt er að ófeðrað barn sé kennt til foreldris foreldris síns.” Sem þýðir að þar er ömmu bætt við sem og kynsegin aðila sem á barnabarn. Ef við hjónin ættum barnabarn eins og lögin eru núna mættu þau ekki kenna sig við mig, ömmuna, heldur bara eiginmann minn. Ég sé því ekki annað en að þetta sé til bóta. Viðreisn styður þetta frumvarp enda er frelsi ein af grunnstoðum flokksins. Það á við um þegar það skaðar ekki aðra. Í þessu tilfelli er verið að stuðla að auknu jafnrétti og verið að standa vörð um frelsi fólks. Það að einn hópur fái réttindi til jafns á við aðra hópa þýðir ekki skerðing á rétti annarra. Það getur verið öllum hollt að anda ofan í maga, tala við fólk og kynna sér mál áður en ráðist er til atlögu á lyklaborðið. Fulltrúar Viðreisnar eru tilbúin að taka spjallið og ræða þessi og fleiri frelsismál. Ég er stolt af því að tilheyra hópi fólks sem vill að allir tilheyri og fái pláss, flokki sem stuðlar að frelsi og réttlæti. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi alþingiskosningar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun