Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 06:47 Fyrsta flug easyJet frá Manchester lenti á Akureyrarflugvelli í gær en flogið verður á þriðjudögum og laugardögum frá nóvember út mars. Samtals verða þetta því 40 flug í vetur með 186 sætum hvert og því má búast við 6-7 þúsund farþegum í þessu flugi. Flug frá London Gatwick hófst í síðustu viku og stendur það fram á vor með sömu tíðni og fjölda sæta. Ætla má að flug á þessa áfangastaði geti skilað um 40 þúsund gistinóttum á landinu og aukningu landframleiðslu um 700 milljónir króna. Flugið frá London Gatwick til Akureyrar síðastliðinn vetur gekk framar vonum. Nýting var góð, stöðugur vöxtur í komum erlendra ferðamanna og heimamenn nýttu flugið mjög vel í helgarferðir eða tengingar lengra út í heim. Aðstæður á flugvellinum voru erfiðar vegna þrengsla en starfsfólkið þar á hrós skilið fyrir að veita frábæra þjónustu. Lendingar gengu vel á Akureyrarflugvelli og þurfti easyJet aldrei að nota varaflugvellina. Það sýndi sig að í slæmu veðri þar sem innanlandsflug lá niðri var þrátt fyrir það hægt að fljúga út í heim án vandkvæða. Þannig gat ferðaþjónustan tekið á móti ferðafólki og sýnt Norðurland í fallegum vetrarbúningi. Ávinningur af verkefni sem þessu er ekki aðeins fjárhagslegur heldur má mæla hann í auknum lífsgæðum. Norðlendingar hafa nú tækifæri til að nýta þessa öflugu tengingu út í heim, hvort sem er til ánægju eða viðskipta. Beint flug til Akureyrarflugvallar skapar möguleika á uppbyggingu heilsársferðaþjónustu á Norðurlandi þar sem ferðamenn geta komist á einfaldan og þægilegan hátt inn á svæðið og nýtt sér vetrarferðaþjónustu. Þannig verða til gistinætur á Norðurlandi og fyrirtækin eru þegar farin að byggja upp og þróa þjónustu til að sinna þessum gestum. Þessi verkefni eru síðan einn þáttur í að efla sjálfbæra uppbyggingu ferðaþjónustu þar sem áherslan er á dreifingu ferðamanna og möguleika minni svæða og samfélaga á að skapa atvinnu, nýja þjónustu og byggja upp innviði. Að breyta íslenskri ferðaþjónustu með því að bæta við nýrri gátt inn í landið gerist ekki á einni nóttu og þarf öflugt samstarf fjölmargra að koma til enda er þetta stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á bæði Norðurlandi og Austurlandi. Með endurbættum flugvelli og góðri uppbyggingu í ferðaþjónustunni hafa skapast enn fleiri tækifæri sem mikilvægt er að nýta vel. Halda þarf áfram öflugri markaðssókn og samtali við flugfélög og ferðaskrifstofur. Þannig eigum við möguleika á að bæta enn frekar við fjölda þeirra áfangastaða sem nú eru í boði frá Akureyrarflugvelli og tryggja áframhaldandi vöxt í flugi beint til Norðurlands. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Akureyrarflugvöllur Akureyri Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Fyrsta flug easyJet frá Manchester lenti á Akureyrarflugvelli í gær en flogið verður á þriðjudögum og laugardögum frá nóvember út mars. Samtals verða þetta því 40 flug í vetur með 186 sætum hvert og því má búast við 6-7 þúsund farþegum í þessu flugi. Flug frá London Gatwick hófst í síðustu viku og stendur það fram á vor með sömu tíðni og fjölda sæta. Ætla má að flug á þessa áfangastaði geti skilað um 40 þúsund gistinóttum á landinu og aukningu landframleiðslu um 700 milljónir króna. Flugið frá London Gatwick til Akureyrar síðastliðinn vetur gekk framar vonum. Nýting var góð, stöðugur vöxtur í komum erlendra ferðamanna og heimamenn nýttu flugið mjög vel í helgarferðir eða tengingar lengra út í heim. Aðstæður á flugvellinum voru erfiðar vegna þrengsla en starfsfólkið þar á hrós skilið fyrir að veita frábæra þjónustu. Lendingar gengu vel á Akureyrarflugvelli og þurfti easyJet aldrei að nota varaflugvellina. Það sýndi sig að í slæmu veðri þar sem innanlandsflug lá niðri var þrátt fyrir það hægt að fljúga út í heim án vandkvæða. Þannig gat ferðaþjónustan tekið á móti ferðafólki og sýnt Norðurland í fallegum vetrarbúningi. Ávinningur af verkefni sem þessu er ekki aðeins fjárhagslegur heldur má mæla hann í auknum lífsgæðum. Norðlendingar hafa nú tækifæri til að nýta þessa öflugu tengingu út í heim, hvort sem er til ánægju eða viðskipta. Beint flug til Akureyrarflugvallar skapar möguleika á uppbyggingu heilsársferðaþjónustu á Norðurlandi þar sem ferðamenn geta komist á einfaldan og þægilegan hátt inn á svæðið og nýtt sér vetrarferðaþjónustu. Þannig verða til gistinætur á Norðurlandi og fyrirtækin eru þegar farin að byggja upp og þróa þjónustu til að sinna þessum gestum. Þessi verkefni eru síðan einn þáttur í að efla sjálfbæra uppbyggingu ferðaþjónustu þar sem áherslan er á dreifingu ferðamanna og möguleika minni svæða og samfélaga á að skapa atvinnu, nýja þjónustu og byggja upp innviði. Að breyta íslenskri ferðaþjónustu með því að bæta við nýrri gátt inn í landið gerist ekki á einni nóttu og þarf öflugt samstarf fjölmargra að koma til enda er þetta stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á bæði Norðurlandi og Austurlandi. Með endurbættum flugvelli og góðri uppbyggingu í ferðaþjónustunni hafa skapast enn fleiri tækifæri sem mikilvægt er að nýta vel. Halda þarf áfram öflugri markaðssókn og samtali við flugfélög og ferðaskrifstofur. Þannig eigum við möguleika á að bæta enn frekar við fjölda þeirra áfangastaða sem nú eru í boði frá Akureyrarflugvelli og tryggja áframhaldandi vöxt í flugi beint til Norðurlands. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar