Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar 12. nóvember 2024 16:46 „Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra.” (Lokaorð í skoðanagrein frá fylgjendum hvalveiða á Vísi) Það er einmitt svo að löggjafinn, -þingmenn vilja að þetta hápólitíska og umdeilda mál fari í hefðbundinn farveg og hljóti umræðu á þingi. Það hefur verið lagt fram frumvarp um bann við hvalveiðum tvívegis en Sjálfstæðismenn, sem hafa haft dagskrárvald á Alþingi, hafa séð til þess að það var svæft í nefnd. Sex af níu flokkum sem bjóða fram til Alþingis eru á móti hvalveiðum og vilja banna þær. Það ríkir lýðræði á Íslandi og að ætla að gefa út hvalveiðileyfi í tímabundinni starfsstjórn er and-lýðræðislegt. Það er ekki að því að spyrja að kosningamaskína íhaldsins fari nú á fullt að reyna mála Jón Gunnarsson sem eitthvað fórnarlamb vegna upptöku sem Heimildinni barst þar sem sonur Jóns Gunnarssonar (JG) lýsir því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, hafi gert samkomulag við JG þar sem hann var ósáttur yfir því að vera í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Samkomulagið var það að JG myndi sætta sig við að halda því sæti gegn því að fá að leika lausum hala í Matvælaráðuneytinu fram að kosningum og veita nánum vini sínum, Kristjáni Loftssyni, leyfi til hvalveiða. Þessi ákvörðun gengur þvert á þá nýlega útgefnu áætlun ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um „framtíð hvalveiða” eftir að starfshópur hefur lokið störfum sínum og gefið út skýrslu um lagalegan grundvöll hvalveiða, skýrsla sem á að koma út í lok árs. Hvers vegna liggur allt í einu svona mikið á? Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn, er miðað við skoðanakannanir einungis með 12% fylgi og líklega að missa völd sín, því liggur á að dúndra í gegn vinagreiðum til ríkra karla sem eiga sér siðferðilega þrotuð áhugamál. Það er ekkert eðlilegt við slíka stjórnarhætti, þeir ganga gegn lýðræðinu og standast tæplega stjórnskipunarlög. Framsóknarmenn sem sitja í starfsstjórn eru ekki einu sinni samþykkir þessum aðförum og eru þeir þó fylgjandi hvalveiðum, þeir vilja bara eins og allir aðrir að lögum sé fylgt og að tímabundin starfsstjórn taki ekki svo umdeildar ákvarðanir. Það sorglega er að það sem virðist okkur öllum vera frekjukast ríkra karla er að hafa áhrif á konur innan Sjálfstæðisflokksins líka, samkvæmt upptökum sem Heimildin komst yfir höfðu Jón Gunnarsson og Bjarni Benediktsson áttað sig á því að þeir sjálfir gætu ekki veitt leyfi til hvalveiða vegna náinna tengsla við Hval hf. En þeir voru búnir að ákveða að utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ætti að taka það að sér að skrifa uppá leyfið. Það væri auðvitað pólitískt sjálfsmorð fyrir konu sem hefur notið trausts og virðingar margra sem almennt ekki styðja Sjálfstæðisflokkinn, og utan landsteinana, að taka þátt í slíku sóðalegu spillingarmáli um málefni sem öll ríki heims (nema Japan og Noregur) eru andvíg. Ég vil trúa því að Þórdís hafi meira bein í nefinu en að gefa undan, hún ætti að sjá að sú vegferð sem Bjarni Benediktsson er á er ekki að skila þeim atkvæðum í þessum kosningum enda flokkurinn aldrei mælst lægri og yfir helmingur þjóðarinnar telur óeðlilegt af BB að veita leyfi til hvalveiða. Hvalavinir voru beðnir af Humane Society International að afhenda forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssyni, undirskriftir rúmlega 2,2 milljón manna sem hafa biðlað til þjóðarinnar að láta af hvalveiðum. Það eru liðnar tvær vikur síðan erindið var sent á forsætisráðherra og aðstoðarmenn hans en forsætisráðherra hefur enn ekki gefið sér tíma til að hitta okkur og taka við undirskriftunum. Lýðræðið er ekki bara til skrauts, til að slengja fram þegar manni hentar, við göngum til kosninga eftir rúmar tvær vikur og við skulum kjósa flokka sem virða lýðræðið og vilja sporna gegn spillingu og frændhygli æðstu manna í ríkisstjórn og í stjórnkerfinu öllu. Þjóðin vill ekki hvalveiðar. Höfundur er talskona Hvalavina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Hvalveiðar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
„Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra.” (Lokaorð í skoðanagrein frá fylgjendum hvalveiða á Vísi) Það er einmitt svo að löggjafinn, -þingmenn vilja að þetta hápólitíska og umdeilda mál fari í hefðbundinn farveg og hljóti umræðu á þingi. Það hefur verið lagt fram frumvarp um bann við hvalveiðum tvívegis en Sjálfstæðismenn, sem hafa haft dagskrárvald á Alþingi, hafa séð til þess að það var svæft í nefnd. Sex af níu flokkum sem bjóða fram til Alþingis eru á móti hvalveiðum og vilja banna þær. Það ríkir lýðræði á Íslandi og að ætla að gefa út hvalveiðileyfi í tímabundinni starfsstjórn er and-lýðræðislegt. Það er ekki að því að spyrja að kosningamaskína íhaldsins fari nú á fullt að reyna mála Jón Gunnarsson sem eitthvað fórnarlamb vegna upptöku sem Heimildinni barst þar sem sonur Jóns Gunnarssonar (JG) lýsir því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, hafi gert samkomulag við JG þar sem hann var ósáttur yfir því að vera í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Samkomulagið var það að JG myndi sætta sig við að halda því sæti gegn því að fá að leika lausum hala í Matvælaráðuneytinu fram að kosningum og veita nánum vini sínum, Kristjáni Loftssyni, leyfi til hvalveiða. Þessi ákvörðun gengur þvert á þá nýlega útgefnu áætlun ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um „framtíð hvalveiða” eftir að starfshópur hefur lokið störfum sínum og gefið út skýrslu um lagalegan grundvöll hvalveiða, skýrsla sem á að koma út í lok árs. Hvers vegna liggur allt í einu svona mikið á? Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn, er miðað við skoðanakannanir einungis með 12% fylgi og líklega að missa völd sín, því liggur á að dúndra í gegn vinagreiðum til ríkra karla sem eiga sér siðferðilega þrotuð áhugamál. Það er ekkert eðlilegt við slíka stjórnarhætti, þeir ganga gegn lýðræðinu og standast tæplega stjórnskipunarlög. Framsóknarmenn sem sitja í starfsstjórn eru ekki einu sinni samþykkir þessum aðförum og eru þeir þó fylgjandi hvalveiðum, þeir vilja bara eins og allir aðrir að lögum sé fylgt og að tímabundin starfsstjórn taki ekki svo umdeildar ákvarðanir. Það sorglega er að það sem virðist okkur öllum vera frekjukast ríkra karla er að hafa áhrif á konur innan Sjálfstæðisflokksins líka, samkvæmt upptökum sem Heimildin komst yfir höfðu Jón Gunnarsson og Bjarni Benediktsson áttað sig á því að þeir sjálfir gætu ekki veitt leyfi til hvalveiða vegna náinna tengsla við Hval hf. En þeir voru búnir að ákveða að utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ætti að taka það að sér að skrifa uppá leyfið. Það væri auðvitað pólitískt sjálfsmorð fyrir konu sem hefur notið trausts og virðingar margra sem almennt ekki styðja Sjálfstæðisflokkinn, og utan landsteinana, að taka þátt í slíku sóðalegu spillingarmáli um málefni sem öll ríki heims (nema Japan og Noregur) eru andvíg. Ég vil trúa því að Þórdís hafi meira bein í nefinu en að gefa undan, hún ætti að sjá að sú vegferð sem Bjarni Benediktsson er á er ekki að skila þeim atkvæðum í þessum kosningum enda flokkurinn aldrei mælst lægri og yfir helmingur þjóðarinnar telur óeðlilegt af BB að veita leyfi til hvalveiða. Hvalavinir voru beðnir af Humane Society International að afhenda forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssyni, undirskriftir rúmlega 2,2 milljón manna sem hafa biðlað til þjóðarinnar að láta af hvalveiðum. Það eru liðnar tvær vikur síðan erindið var sent á forsætisráðherra og aðstoðarmenn hans en forsætisráðherra hefur enn ekki gefið sér tíma til að hitta okkur og taka við undirskriftunum. Lýðræðið er ekki bara til skrauts, til að slengja fram þegar manni hentar, við göngum til kosninga eftir rúmar tvær vikur og við skulum kjósa flokka sem virða lýðræðið og vilja sporna gegn spillingu og frændhygli æðstu manna í ríkisstjórn og í stjórnkerfinu öllu. Þjóðin vill ekki hvalveiðar. Höfundur er talskona Hvalavina.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun