6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 15:02 Stjórnmálaflokkar keppast nú við að kynna áherslur í húsnæðismálum í aðdraganda þingkosninga. Þó tilvonandi þingmenn lofi margvíslegum aðgerðum á húsnæðismarkaði er veruleikinn sá að sveitarstjórnarstigið gegnir veigamiklu hlutverki við húsnæðisuppbyggingu. Það er á valdi sveitarfélaga að úthluta landi, skipuleggja hverfi og útdeila byggingaheimildum. Samfylkingin hefur nú boðað bráðaaðgerðir á húsnæðismarkaði og hyggst fjölga íbúðum um 2.000 árlega, umfram það sem núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Samfylkingin hefur hins vegar frá stofnun flokksins setið nær óslitið við völd í Reykjavíkurborg. Höfuðborgin er vitanlega stærsta sveitarfélag landsins og hefur því langmest áhrif allra sveitarfélaga á stöðu húsnæðismála. Það er því nærtækt að spyrja: Hefur flokkurinn einhvern trúverðugleika í málaflokknum? Hefur meirihlutinn í borgarstjórn trúverðugleika í húsnæðismálum? Í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga lofaði Samfylkingin uppbyggingu 2.000 íbúða árlega í Reykjavík. Þáverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, undirstrikaði raunar áformin með sérstöku samkomulagi við ríkisvaldið. Samkvæmt nýlegri talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru hins vegar aðeins 877 íbúðir á framkvæmdastigi í borginni um þessar mundir. Árið 2023 voru aðeins 874 íbúðir fullbyggðar í Reykjavík. Ekkert gengur að efna loforðin. En það er gömul saga og ný úr ranni meirihlutans í borgarstjórn. Ef Reykjavíkurborg hefði byggt jafn ört og nágrannasveitarfélög undanfarinn áratug hefðu byggst upp 6.000 fleiri íbúðir í Reykjavík en raun ber vitni. Meirihlutinn í borginni, með Samfylkingingu, Viðreisn, Pírötum og Framsókn í forystu, hefur hins vegar rekið einstrengingslega þéttingarstefnu um árabil sem hamlað hefur nægilega öflugri húsnæðisuppbyggingu. Verktakar hafa kallað eftir frekara lóðaframboði en ekki hlotið áheyrn meirihlutans í Reykjavík. Seðlabankinn, Samtök iðnaðarins og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eru dæmi um aðila sem bent hafa á alvarlegar afleiðingar skortstefnu Samfylkingarinnar í húsnæðismálum. Fleiri íbúðir, lægra íbúðaverð Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um séreignarstefnuna og hyggst ryðja í burtu hindrunum sem standa í vegi fyrir því að einstaklingar geti eignast eigið húsnæði. Í því felst að byggt verði hraðar, meira og hagkvæmar. Við ætlum ekki að leyfa meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur að ýta upp húsnæðisverði með viðvarandi framboðsskorti. Sú þröngsýna nálgun hefur um árabil komið í veg fyrir möguleika ungs fólks til að eignast eigið húsnæði. Við þurfum að brjóta nýtt land og útvíkka vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Frumskylda stærsta sveitarfélagsins ætti að vera að tryggja nægt lóðaframboð. Þeirri frumskyldu hefur meirihlutinn í borgarstjórn brugðist. Húsnæðismálin eru eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Að eiga möguleika á því að koma þaki yfir höfuðið skiptir okkur öll máli. Rót verðbólguvandans liggur í þeim húsnæðisskorti sem meirihlutinn í borginni undir forystu Samfylkingarinnar hefur átt stærstan þátt í að skapa. Við þurfum að láta af viðvarandi skortstefnu og þröngsýni, og ráðast í umfangsmikla húsnæðisuppbyggingu um land allt. Aukið framboð er eina varanlega lausnin á áskorunum húsnæðismarkarins. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar keppast nú við að kynna áherslur í húsnæðismálum í aðdraganda þingkosninga. Þó tilvonandi þingmenn lofi margvíslegum aðgerðum á húsnæðismarkaði er veruleikinn sá að sveitarstjórnarstigið gegnir veigamiklu hlutverki við húsnæðisuppbyggingu. Það er á valdi sveitarfélaga að úthluta landi, skipuleggja hverfi og útdeila byggingaheimildum. Samfylkingin hefur nú boðað bráðaaðgerðir á húsnæðismarkaði og hyggst fjölga íbúðum um 2.000 árlega, umfram það sem núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Samfylkingin hefur hins vegar frá stofnun flokksins setið nær óslitið við völd í Reykjavíkurborg. Höfuðborgin er vitanlega stærsta sveitarfélag landsins og hefur því langmest áhrif allra sveitarfélaga á stöðu húsnæðismála. Það er því nærtækt að spyrja: Hefur flokkurinn einhvern trúverðugleika í málaflokknum? Hefur meirihlutinn í borgarstjórn trúverðugleika í húsnæðismálum? Í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga lofaði Samfylkingin uppbyggingu 2.000 íbúða árlega í Reykjavík. Þáverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, undirstrikaði raunar áformin með sérstöku samkomulagi við ríkisvaldið. Samkvæmt nýlegri talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru hins vegar aðeins 877 íbúðir á framkvæmdastigi í borginni um þessar mundir. Árið 2023 voru aðeins 874 íbúðir fullbyggðar í Reykjavík. Ekkert gengur að efna loforðin. En það er gömul saga og ný úr ranni meirihlutans í borgarstjórn. Ef Reykjavíkurborg hefði byggt jafn ört og nágrannasveitarfélög undanfarinn áratug hefðu byggst upp 6.000 fleiri íbúðir í Reykjavík en raun ber vitni. Meirihlutinn í borginni, með Samfylkingingu, Viðreisn, Pírötum og Framsókn í forystu, hefur hins vegar rekið einstrengingslega þéttingarstefnu um árabil sem hamlað hefur nægilega öflugri húsnæðisuppbyggingu. Verktakar hafa kallað eftir frekara lóðaframboði en ekki hlotið áheyrn meirihlutans í Reykjavík. Seðlabankinn, Samtök iðnaðarins og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eru dæmi um aðila sem bent hafa á alvarlegar afleiðingar skortstefnu Samfylkingarinnar í húsnæðismálum. Fleiri íbúðir, lægra íbúðaverð Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um séreignarstefnuna og hyggst ryðja í burtu hindrunum sem standa í vegi fyrir því að einstaklingar geti eignast eigið húsnæði. Í því felst að byggt verði hraðar, meira og hagkvæmar. Við ætlum ekki að leyfa meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur að ýta upp húsnæðisverði með viðvarandi framboðsskorti. Sú þröngsýna nálgun hefur um árabil komið í veg fyrir möguleika ungs fólks til að eignast eigið húsnæði. Við þurfum að brjóta nýtt land og útvíkka vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Frumskylda stærsta sveitarfélagsins ætti að vera að tryggja nægt lóðaframboð. Þeirri frumskyldu hefur meirihlutinn í borgarstjórn brugðist. Húsnæðismálin eru eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Að eiga möguleika á því að koma þaki yfir höfuðið skiptir okkur öll máli. Rót verðbólguvandans liggur í þeim húsnæðisskorti sem meirihlutinn í borginni undir forystu Samfylkingarinnar hefur átt stærstan þátt í að skapa. Við þurfum að láta af viðvarandi skortstefnu og þröngsýni, og ráðast í umfangsmikla húsnæðisuppbyggingu um land allt. Aukið framboð er eina varanlega lausnin á áskorunum húsnæðismarkarins. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun