Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2024 15:24 Tom Homan, Donald Trump, og Elise Stefanik. getty Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur valið Elise Stefanik til að verða sendiherra hans gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Stefanik situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hefur lengi verið einn ötulasti stuðningsmaður Trumps þar og kom hún til greina sem varaforsetaefni hans. Stefanik settist fyrst á þing árið 2015, þá þrítug, og varð hún yngsta konan til að vera kjörin á þing. Hún þótti upprunalega ekki vera róttækur Repúblikani en í upphafi forsetatíðar Trumps var hún til að mynda andvíg múslimabanninu svokallaða og greiddi atkvæði gegn viðleitni Trumps til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Afstaða hennar til Trumps hefur þó tekið miklum breytingum í gegnum árin. Hún hefur frá árinu 2021 verið þriðji æðsti þingmaður Repúblikanaflokksins, eftir að Liz Cheney var vikið úr þeirri stöðu. Áður en hún var kjörin á þing starfaði Stefanik í Hvíta húsinu þegar George W. Bush bjó þar. Reynsla hennar af utanríkismálum og þjóðaröryggi er ekki mikil, eins og fram kemur í frétt New York Times. Þá hefur Stefanik verið ötull stuðningsmaður Ísrael og tók virkan þátt í nefndarfundum í fulltrúadeildinni sem leiddu til þess að nokkrir skólastjórar háskóla vestanhafs sögðu af sér vegna mótmæla og óeirða á skólalóðum vegna mannskæðrar innrásar og árás Ísraela á Gasaströndina. Nýr „landamærakeisari“ Þá tilkynnti Trump í morgun að Tom Homan, fyrrverandi yfirmaður innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE), myndi halda utan um landamæri Bandaríkjanna og vera svokallaður „landamærakeisari“. Þar á meðal væru landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Sjá einnig: Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Í frétt Politico segir að tilnefning Homans hafi legið í loftinu en hann er einnig sagður eiga að sjá um umfangsmikinn brottflutning á svokölluðum ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum í forsetatíð Trumps. Trump tilkynnti að hann ætlaði að fá Tom Homan til að halda utan um landamærin, á TruthSocial. Trump skipaði Homan sem starfandi yfirmann ICE á annarri viku forsetatíðar sinnar. Seinna meir tilnefndi hann svo Homan í embættið en sú tilnefning var aldrei staðfest af þingmönnum öldungadeildarinnar. Að þessu sinni er búist við því að Homan muni starfa innan veggja Hvíta hússins og stýra landamærunum þaðan í gegnum aðra embættismenn. Sem yfirmaður ICE stóð Homan meðal annars fyrir aðskilnaði barna frá foreldrum sínum. Á ársfundi landsnefndar Repúblikanaflokksins í sumar sagði Homan að hann hefði varið 34 árum í að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og að hann hefði skýr skilaboð til þeirra milljóna sem Joe Biden átti að hafa hleypt inn í landið. „Þið ættuð að byrja að pakka strax. Svo sannarlega. Því þið eruð á leiðinni heim.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mexíkó Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44 Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. 7. nóvember 2024 17:22 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Stefanik settist fyrst á þing árið 2015, þá þrítug, og varð hún yngsta konan til að vera kjörin á þing. Hún þótti upprunalega ekki vera róttækur Repúblikani en í upphafi forsetatíðar Trumps var hún til að mynda andvíg múslimabanninu svokallaða og greiddi atkvæði gegn viðleitni Trumps til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Afstaða hennar til Trumps hefur þó tekið miklum breytingum í gegnum árin. Hún hefur frá árinu 2021 verið þriðji æðsti þingmaður Repúblikanaflokksins, eftir að Liz Cheney var vikið úr þeirri stöðu. Áður en hún var kjörin á þing starfaði Stefanik í Hvíta húsinu þegar George W. Bush bjó þar. Reynsla hennar af utanríkismálum og þjóðaröryggi er ekki mikil, eins og fram kemur í frétt New York Times. Þá hefur Stefanik verið ötull stuðningsmaður Ísrael og tók virkan þátt í nefndarfundum í fulltrúadeildinni sem leiddu til þess að nokkrir skólastjórar háskóla vestanhafs sögðu af sér vegna mótmæla og óeirða á skólalóðum vegna mannskæðrar innrásar og árás Ísraela á Gasaströndina. Nýr „landamærakeisari“ Þá tilkynnti Trump í morgun að Tom Homan, fyrrverandi yfirmaður innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE), myndi halda utan um landamæri Bandaríkjanna og vera svokallaður „landamærakeisari“. Þar á meðal væru landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Sjá einnig: Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Í frétt Politico segir að tilnefning Homans hafi legið í loftinu en hann er einnig sagður eiga að sjá um umfangsmikinn brottflutning á svokölluðum ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum í forsetatíð Trumps. Trump tilkynnti að hann ætlaði að fá Tom Homan til að halda utan um landamærin, á TruthSocial. Trump skipaði Homan sem starfandi yfirmann ICE á annarri viku forsetatíðar sinnar. Seinna meir tilnefndi hann svo Homan í embættið en sú tilnefning var aldrei staðfest af þingmönnum öldungadeildarinnar. Að þessu sinni er búist við því að Homan muni starfa innan veggja Hvíta hússins og stýra landamærunum þaðan í gegnum aðra embættismenn. Sem yfirmaður ICE stóð Homan meðal annars fyrir aðskilnaði barna frá foreldrum sínum. Á ársfundi landsnefndar Repúblikanaflokksins í sumar sagði Homan að hann hefði varið 34 árum í að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og að hann hefði skýr skilaboð til þeirra milljóna sem Joe Biden átti að hafa hleypt inn í landið. „Þið ættuð að byrja að pakka strax. Svo sannarlega. Því þið eruð á leiðinni heim.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mexíkó Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44 Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. 7. nóvember 2024 17:22 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47
Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44
Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. 7. nóvember 2024 17:22