Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 11:42 DeAndre Kane fékk slæmt höfuðhögg og spilaði ekkert í seinni hálfleiknum. S2 Sport DeAndre Kane skoraði átján stig á aðeins fimmtán mínútum í sigri Grindavíkur á Þór í lokaleik sjöttu umferðar Bónus deildar karla en kvöldið hans endaði mjög snögglega í fyrri hálfleiknum. Bónus körfuboltakvöld hrósaði kappanum mikið og fór líka yfir höfuðmeiðsli hans í leiknum. „Maður talar oft um Kane í kringum einhver leiðinleg mál en Sævar á endanum er þetta einn besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hann er stórkostlegur leikmaður. Körfuboltalega séð þá finnur þú engan galla í hans leik. Hann er stórkostlegur varnarmaður og hann skilur leikinn vel. Hann fer á körfuna og er mjög góður að klára upp við körfuna. Hann er með gott skot,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Þeir eru það sem ættu að skína mest „Þetta er bara karakter og auðvitað eru það þessir aukaþættir sem gerir það að verkum að það er talað meira um þá heldur en hæfileika hans á körfuboltavellinum. Þeir eru það sem ættu að skína mest,“ sagði Sævar. Stefán Árni vildi fá að vita meira um Kane sem varnarmann og af hverju leikmenn eiga erfitt með að festa svefn kvöldið fyrir leik á móti Kane. Sjáum þessa sprengju í honum ennþá „Þessi maður er búinn að spila á hæsta kaliberi. Við sjáum það alveg í hans leik þótt að það sé farið að liða á seinni part ferilsins hjá honum. Við sjáum þessa sprengju í honum ennþá. Þegar hann notar þetta vel, þegar mikið er undir, þá getur hann lokað á allt saman varnarlega. Hann er líka frábær í hjálparvörn,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Hann gerir kröfur til allra í kringum sig og skiljanlega. Hann er frábær á póstinum [með bakið í körfuna að bjóða sig inn í teig] og eins og Sævar þá getur hann eiginlega allt. Hann er þannig lagað góður í öllu,“ sagði Teitur. „Hann er ekki að ana því fram. Það er voðalega auðvelt fyrir hann að láta Devon Tomas njóta sín,“ sagði Teitur sem sér mikinn þroska í leik Kane. Ræddu höfuðhöggið Körfuboltakvöld sýndi líka meiðslin sem urðu til þess að Kane spilaði ekkert í seinni hálfleiknum. Þar fékk sjúkraþjálfarinn hrós fyrir að taka Kane út úr leiknum. Þegar Kane fór að riða í höndum sjúkraþjálfarans og Ólafs Ólafssonar þá varð öllum ljóst að það var enginn leikþáttur í gangi því höggið virkaði ekki mikið á myndum af atvikinu. Það má sjá umfjöllunina um Kane hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld ræddi frábæra frammistöðu Kane og höfuðhöggið hans Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
„Maður talar oft um Kane í kringum einhver leiðinleg mál en Sævar á endanum er þetta einn besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hann er stórkostlegur leikmaður. Körfuboltalega séð þá finnur þú engan galla í hans leik. Hann er stórkostlegur varnarmaður og hann skilur leikinn vel. Hann fer á körfuna og er mjög góður að klára upp við körfuna. Hann er með gott skot,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Þeir eru það sem ættu að skína mest „Þetta er bara karakter og auðvitað eru það þessir aukaþættir sem gerir það að verkum að það er talað meira um þá heldur en hæfileika hans á körfuboltavellinum. Þeir eru það sem ættu að skína mest,“ sagði Sævar. Stefán Árni vildi fá að vita meira um Kane sem varnarmann og af hverju leikmenn eiga erfitt með að festa svefn kvöldið fyrir leik á móti Kane. Sjáum þessa sprengju í honum ennþá „Þessi maður er búinn að spila á hæsta kaliberi. Við sjáum það alveg í hans leik þótt að það sé farið að liða á seinni part ferilsins hjá honum. Við sjáum þessa sprengju í honum ennþá. Þegar hann notar þetta vel, þegar mikið er undir, þá getur hann lokað á allt saman varnarlega. Hann er líka frábær í hjálparvörn,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Hann gerir kröfur til allra í kringum sig og skiljanlega. Hann er frábær á póstinum [með bakið í körfuna að bjóða sig inn í teig] og eins og Sævar þá getur hann eiginlega allt. Hann er þannig lagað góður í öllu,“ sagði Teitur. „Hann er ekki að ana því fram. Það er voðalega auðvelt fyrir hann að láta Devon Tomas njóta sín,“ sagði Teitur sem sér mikinn þroska í leik Kane. Ræddu höfuðhöggið Körfuboltakvöld sýndi líka meiðslin sem urðu til þess að Kane spilaði ekkert í seinni hálfleiknum. Þar fékk sjúkraþjálfarinn hrós fyrir að taka Kane út úr leiknum. Þegar Kane fór að riða í höndum sjúkraþjálfarans og Ólafs Ólafssonar þá varð öllum ljóst að það var enginn leikþáttur í gangi því höggið virkaði ekki mikið á myndum af atvikinu. Það má sjá umfjöllunina um Kane hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld ræddi frábæra frammistöðu Kane og höfuðhöggið hans
Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira