„Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2024 14:21 Jessica Henson frá Bandaríkjunum bjóst ekki við sigri Trump. Vísir/Einar Demókratar eru þegar farnir að undirbúa næstu lotu þingkosninga í Bandaríkjunum, eftir tvö ár, en útlit er fyrir að Repúblikanar verði í meirihluta í báðum þingdeildum þangað til. Repúblikanar hafa þegar tryggt sér minnst 52 af hundrað sætum í öldungadeildinni, en niðurstöður eru ekki enn ljósar í Nevada, Arizona og Pennsylvaníu, og mjótt á munum í öllum þremur ríkjum. Í fulltrúadeildinni er enn óljóst með 25 sæti, en Repúblikanar þurfa að tryggja sér sjö þeirra til að ná minnsta mögulega meirihluta, og eru í ágætis stöðu til þess. Mesta fagnaðarefni Repúblikana hlýtur þó að vera sigur Donalds Trump á demókratanum Kamölu Harris í forsetakosningunum. Hann snýr aftur í Hvíta húsið í janúar næstkomandi, en því fagna ekki allir. „Ég skil eiginlega ekki hvað gerðist. Var búist við þessum stóra sigri Trumps og Repúblikana? Ég bjóst alls ekki við þessu. Fjöldinn allur af ungu fólki hafði lagt sig fram og mikil stemmning var meðal kvenna fyrir því að taka stjórnina. Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast,“ segir Jessica Henson, bandarískur ferðamaður. Með meirihluta í báðum þingdeildum sé útlit fyrir að Trump myndi geta komið sínum helstu stefnumálum til leiðar, án mikils aðhalds frá þingheimi vestra. Það er Jessicu áhyggjuefni. „Ég tel að fólk muni verða vart við þetta, t.d. í Texas þar sem réttindi mín eru veru lakari núna en þegar ég var 16 ára gömul. Það er fáránlegt,“ segir Jessica. Þar vísar Jessica sérstaklega til réttarins til þungunarrofs. Henni hrís hugur við að snúa aftur heim til Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hvernig ég get stigið upp í flugvél á sunnudaginn til að takast á við veruleikann þar,“ segir Jessica. Bandarísk-íslensk kona sem hefur búið hér á landi frá aldamótum segir að þrátt fyrir að Repúblikanar yrðu í meirihluta í báðum þingdeildum, verði Trump veitt aðhald. Hún er skráð í demókrataflokkinn, sem sé þegar farinn að undirbúa næstu lotu þingkosninga, 2026. „Og ég er strax að fá pósta varðandi aðhaldsaðgerðir og hlutina sem við þurfum að setja fjármagn í. Við erum með fjölmiðla og annað, þetta er bara spurning um hversu langt hann komst,“ segir Nicole Leigh Mosty. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Repúblikanar hafa þegar tryggt sér minnst 52 af hundrað sætum í öldungadeildinni, en niðurstöður eru ekki enn ljósar í Nevada, Arizona og Pennsylvaníu, og mjótt á munum í öllum þremur ríkjum. Í fulltrúadeildinni er enn óljóst með 25 sæti, en Repúblikanar þurfa að tryggja sér sjö þeirra til að ná minnsta mögulega meirihluta, og eru í ágætis stöðu til þess. Mesta fagnaðarefni Repúblikana hlýtur þó að vera sigur Donalds Trump á demókratanum Kamölu Harris í forsetakosningunum. Hann snýr aftur í Hvíta húsið í janúar næstkomandi, en því fagna ekki allir. „Ég skil eiginlega ekki hvað gerðist. Var búist við þessum stóra sigri Trumps og Repúblikana? Ég bjóst alls ekki við þessu. Fjöldinn allur af ungu fólki hafði lagt sig fram og mikil stemmning var meðal kvenna fyrir því að taka stjórnina. Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast,“ segir Jessica Henson, bandarískur ferðamaður. Með meirihluta í báðum þingdeildum sé útlit fyrir að Trump myndi geta komið sínum helstu stefnumálum til leiðar, án mikils aðhalds frá þingheimi vestra. Það er Jessicu áhyggjuefni. „Ég tel að fólk muni verða vart við þetta, t.d. í Texas þar sem réttindi mín eru veru lakari núna en þegar ég var 16 ára gömul. Það er fáránlegt,“ segir Jessica. Þar vísar Jessica sérstaklega til réttarins til þungunarrofs. Henni hrís hugur við að snúa aftur heim til Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hvernig ég get stigið upp í flugvél á sunnudaginn til að takast á við veruleikann þar,“ segir Jessica. Bandarísk-íslensk kona sem hefur búið hér á landi frá aldamótum segir að þrátt fyrir að Repúblikanar yrðu í meirihluta í báðum þingdeildum, verði Trump veitt aðhald. Hún er skráð í demókrataflokkinn, sem sé þegar farinn að undirbúa næstu lotu þingkosninga, 2026. „Og ég er strax að fá pósta varðandi aðhaldsaðgerðir og hlutina sem við þurfum að setja fjármagn í. Við erum með fjölmiðla og annað, þetta er bara spurning um hversu langt hann komst,“ segir Nicole Leigh Mosty.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira