Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. nóvember 2024 14:04 Eyjólfur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands, sem hélt upp á 25 ára afmælið sitt í vikunni að viðstöddu fjölmenni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um eitt þúsund og fimm hundruð manns sækja símenntun hjá Fræðsluneti Suðurlands á hverju ári en helmingur af þátttakendum eru erlendir íbúar búsettir á Suðurlandi. Fræðslunetið, sem fagnar nú tuttugu og fimm ára afmæli er með um sextíu kennara á sínum snærum. Haldið var upp á 25 ára afmæli Fræðslunets Suðurlands í vikunni í Sandvíkursetrinu á Selfossi. Aðalgestur afmælisins var Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í spjótkasti. Hún sagði frá ferli sínum og hvernig hún fer að því að setja sér markmið og standa við þau. Eftir fyrirlesturinn var boðið upp á afmæliskaffi að hætti hússins. Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í spjótkasti en hún var með áhugaverðan fyrirlestur í 25 ára afmælinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fræðslunet Suðurlands er símenntunarmiðstöð, sem sér um og skipuleggur námskeið fyrir fullorðið fólk. Námskeiðin eru af ýmsum toga, bæði starfstengd- og tómstundanámskeið. Eyjólfur Sturlaugsson er framkvæmdastjóri Fræðslunetsins. „Þetta hefur gengið ágætlega en við erum að taka í gegnum kerfin okkar svona í kringum eitt þúsund og fimm hundruð manns á hverju ári, sem fara í gegnum Fræðslunetið hjá okkur,” segir Eyjólfur. Hvers konar námskeið eru þetta, sem þið eruð aðallega að bjóða upp á? „Við erum með samning við ráðuneytið, félagsmálaráðuneytið um að kenna framhaldsfræðslu er þar eru vottaðar námsleiðir, sem gefa framhaldsskólaeiningar. Svo erum við með fræðslu fyrir fullorðið fatlað fólk og svo erum við með námskeið fyrir útlendinga, sem vilja læra íslensku og svo erum við með allskonar fyrirtækjaþjónustu, námsráðgjöf og rauntæknimat.” Eyjólfur segir að félagsliðanám, sé mjög vinsælt og hafi í rauninni slegið í gegn hjá Fræðsluneti Suðurlands. En erlendir íbúar á Suðurlandi, eru þeir duglegir að koma til ykkar? „Já, það er núna þannig að í fyrsta skipti hjá okkur á síðasta ári að íbúar af erlendum uppruna voru að verða um 50% af þeim, sem sækja námið,” segir Eyjólfur. Um 60 kennarar kenna hjá Fræðsluneti Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggjast næstu 25 ár í Eyjólf og aðra starfsmenn Fræðslunetsins? „Ég veit það bara að allavega af eigin reynslu að það er mjög erfitt að spá um það,”. Starfsmenn Fræðslunetsins eru 10 og kennararnir eru um 60 en þeir eru staðsettir víðs vegar um Suðurland og kenna allskyns greinar. Heimasíða Fræðslunets Suðurlands Árborg Skóla- og menntamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Haldið var upp á 25 ára afmæli Fræðslunets Suðurlands í vikunni í Sandvíkursetrinu á Selfossi. Aðalgestur afmælisins var Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í spjótkasti. Hún sagði frá ferli sínum og hvernig hún fer að því að setja sér markmið og standa við þau. Eftir fyrirlesturinn var boðið upp á afmæliskaffi að hætti hússins. Ásdís Hjálmsdóttir, sem hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í spjótkasti en hún var með áhugaverðan fyrirlestur í 25 ára afmælinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fræðslunet Suðurlands er símenntunarmiðstöð, sem sér um og skipuleggur námskeið fyrir fullorðið fólk. Námskeiðin eru af ýmsum toga, bæði starfstengd- og tómstundanámskeið. Eyjólfur Sturlaugsson er framkvæmdastjóri Fræðslunetsins. „Þetta hefur gengið ágætlega en við erum að taka í gegnum kerfin okkar svona í kringum eitt þúsund og fimm hundruð manns á hverju ári, sem fara í gegnum Fræðslunetið hjá okkur,” segir Eyjólfur. Hvers konar námskeið eru þetta, sem þið eruð aðallega að bjóða upp á? „Við erum með samning við ráðuneytið, félagsmálaráðuneytið um að kenna framhaldsfræðslu er þar eru vottaðar námsleiðir, sem gefa framhaldsskólaeiningar. Svo erum við með fræðslu fyrir fullorðið fatlað fólk og svo erum við með námskeið fyrir útlendinga, sem vilja læra íslensku og svo erum við með allskonar fyrirtækjaþjónustu, námsráðgjöf og rauntæknimat.” Eyjólfur segir að félagsliðanám, sé mjög vinsælt og hafi í rauninni slegið í gegn hjá Fræðsluneti Suðurlands. En erlendir íbúar á Suðurlandi, eru þeir duglegir að koma til ykkar? „Já, það er núna þannig að í fyrsta skipti hjá okkur á síðasta ári að íbúar af erlendum uppruna voru að verða um 50% af þeim, sem sækja námið,” segir Eyjólfur. Um 60 kennarar kenna hjá Fræðsluneti Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggjast næstu 25 ár í Eyjólf og aðra starfsmenn Fræðslunetsins? „Ég veit það bara að allavega af eigin reynslu að það er mjög erfitt að spá um það,”. Starfsmenn Fræðslunetsins eru 10 og kennararnir eru um 60 en þeir eru staðsettir víðs vegar um Suðurland og kenna allskyns greinar. Heimasíða Fræðslunets Suðurlands
Árborg Skóla- og menntamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira